Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn

Gæða­fóð­ur fékk millj­ón króna frá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­helg­inni á Ak­ur­eyri í fyrra fyr­ir „líf­rænni sí­rækt­un“ í gám­um. Jó­hann­es Bjarmars­son er eini eig­andi Gæða­fóð­urs. Hús­leit var gerð í verk­smiðju á Ak­ur­eyri og sveita­bæ í ná­grenni þar sem lög­regla lagði hald á iðn­að­ar­klór og kanna­bis. Klór­inn var ætl­að­ur sem „krafta­verka­lausn“ fyr­ir sjúk­linga.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn
Jóhannes Bjarmarsson Framleiðandinn fullyrðir að MMS geti læknað allt frá krabbameini til malaríu.

Lögreglan á Akureyri lagði í gær hald á nokkra tugi lítra af natríumklóríð ásamt sítrónusýru og umbúðum til framleiðslu á svokallaðri kraftaverkalausn eða MMS. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið og er rannsókn langt komin samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Engin hætta var talin stafa af efnunum. 

Stundin greindi frá því í gær að húsleit hefði verið gerð í verksmiðju á Akureyri og þar lagt hald á „kraftaverkalausnina“ MMS. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn, Jóhannes Bjarmarsson, fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til malaríu. 

„Þetta var nú engin verksmiðja,“ segir Gunnar Jóhannsson, hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, í samtali við Stundina. „Á heimasíðunni auglýsa þeir að það sé verksmiðja í þessu ákveðna húsnæði. Okkur barst kæra frá Heilbrigðiseftirliti norðurlands eystra, sem hafði haft af því spurnir að þarna væri verið að reyna að búa til þetta efni, MMS. Við fórum og könnuðum þetta og þarna var aðstaða til að blanda saman þessum efnum. Þetta var allt mjög lítið í sniðum,“ segir hann.  

Lögreglan lagði þó ekki einungis hald á klór heldur voru einnig lagt hald á 58 kannabisplöntur og um 100 grömm af kannabisefnum. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Akureyri fundust fíkniefnin ekki í verksmiðjunni á Akureyri heldur á sveitabæ í umdæminu. Ljóst er af Facebook síðu Jóhannesar að hann er áhugamaður um kannabis og af myndunum sem hann deilir að dæmi virðist hann trúa á lækningarkraft plöntunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu