Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn

Gæða­fóð­ur fékk millj­ón króna frá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­helg­inni á Ak­ur­eyri í fyrra fyr­ir „líf­rænni sí­rækt­un“ í gám­um. Jó­hann­es Bjarmars­son er eini eig­andi Gæða­fóð­urs. Hús­leit var gerð í verk­smiðju á Ak­ur­eyri og sveita­bæ í ná­grenni þar sem lög­regla lagði hald á iðn­að­ar­klór og kanna­bis. Klór­inn var ætl­að­ur sem „krafta­verka­lausn“ fyr­ir sjúk­linga.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn
Jóhannes Bjarmarsson Framleiðandinn fullyrðir að MMS geti læknað allt frá krabbameini til malaríu.

Lögreglan á Akureyri lagði í gær hald á nokkra tugi lítra af natríumklóríð ásamt sítrónusýru og umbúðum til framleiðslu á svokallaðri kraftaverkalausn eða MMS. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið og er rannsókn langt komin samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Engin hætta var talin stafa af efnunum. 

Stundin greindi frá því í gær að húsleit hefði verið gerð í verksmiðju á Akureyri og þar lagt hald á „kraftaverkalausnina“ MMS. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn, Jóhannes Bjarmarsson, fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til malaríu. 

„Þetta var nú engin verksmiðja,“ segir Gunnar Jóhannsson, hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, í samtali við Stundina. „Á heimasíðunni auglýsa þeir að það sé verksmiðja í þessu ákveðna húsnæði. Okkur barst kæra frá Heilbrigðiseftirliti norðurlands eystra, sem hafði haft af því spurnir að þarna væri verið að reyna að búa til þetta efni, MMS. Við fórum og könnuðum þetta og þarna var aðstaða til að blanda saman þessum efnum. Þetta var allt mjög lítið í sniðum,“ segir hann.  

Lögreglan lagði þó ekki einungis hald á klór heldur voru einnig lagt hald á 58 kannabisplöntur og um 100 grömm af kannabisefnum. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Akureyri fundust fíkniefnin ekki í verksmiðjunni á Akureyri heldur á sveitabæ í umdæminu. Ljóst er af Facebook síðu Jóhannesar að hann er áhugamaður um kannabis og af myndunum sem hann deilir að dæmi virðist hann trúa á lækningarkraft plöntunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár