Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn

Gæða­fóð­ur fékk millj­ón króna frá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­helg­inni á Ak­ur­eyri í fyrra fyr­ir „líf­rænni sí­rækt­un“ í gám­um. Jó­hann­es Bjarmars­son er eini eig­andi Gæða­fóð­urs. Hús­leit var gerð í verk­smiðju á Ak­ur­eyri og sveita­bæ í ná­grenni þar sem lög­regla lagði hald á iðn­að­ar­klór og kanna­bis. Klór­inn var ætl­að­ur sem „krafta­verka­lausn“ fyr­ir sjúk­linga.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn
Jóhannes Bjarmarsson Framleiðandinn fullyrðir að MMS geti læknað allt frá krabbameini til malaríu.

Lögreglan á Akureyri lagði í gær hald á nokkra tugi lítra af natríumklóríð ásamt sítrónusýru og umbúðum til framleiðslu á svokallaðri kraftaverkalausn eða MMS. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið og er rannsókn langt komin samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Engin hætta var talin stafa af efnunum. 

Stundin greindi frá því í gær að húsleit hefði verið gerð í verksmiðju á Akureyri og þar lagt hald á „kraftaverkalausnina“ MMS. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn, Jóhannes Bjarmarsson, fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til malaríu. 

„Þetta var nú engin verksmiðja,“ segir Gunnar Jóhannsson, hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, í samtali við Stundina. „Á heimasíðunni auglýsa þeir að það sé verksmiðja í þessu ákveðna húsnæði. Okkur barst kæra frá Heilbrigðiseftirliti norðurlands eystra, sem hafði haft af því spurnir að þarna væri verið að reyna að búa til þetta efni, MMS. Við fórum og könnuðum þetta og þarna var aðstaða til að blanda saman þessum efnum. Þetta var allt mjög lítið í sniðum,“ segir hann.  

Lögreglan lagði þó ekki einungis hald á klór heldur voru einnig lagt hald á 58 kannabisplöntur og um 100 grömm af kannabisefnum. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Akureyri fundust fíkniefnin ekki í verksmiðjunni á Akureyri heldur á sveitabæ í umdæminu. Ljóst er af Facebook síðu Jóhannesar að hann er áhugamaður um kannabis og af myndunum sem hann deilir að dæmi virðist hann trúa á lækningarkraft plöntunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár