Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn

Gæða­fóð­ur fékk millj­ón króna frá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­helg­inni á Ak­ur­eyri í fyrra fyr­ir „líf­rænni sí­rækt­un“ í gám­um. Jó­hann­es Bjarmars­son er eini eig­andi Gæða­fóð­urs. Hús­leit var gerð í verk­smiðju á Ak­ur­eyri og sveita­bæ í ná­grenni þar sem lög­regla lagði hald á iðn­að­ar­klór og kanna­bis. Klór­inn var ætl­að­ur sem „krafta­verka­lausn“ fyr­ir sjúk­linga.

Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn
Jóhannes Bjarmarsson Framleiðandinn fullyrðir að MMS geti læknað allt frá krabbameini til malaríu.

Lögreglan á Akureyri lagði í gær hald á nokkra tugi lítra af natríumklóríð ásamt sítrónusýru og umbúðum til framleiðslu á svokallaðri kraftaverkalausn eða MMS. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið og er rannsókn langt komin samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Engin hætta var talin stafa af efnunum. 

Stundin greindi frá því í gær að húsleit hefði verið gerð í verksmiðju á Akureyri og þar lagt hald á „kraftaverkalausnina“ MMS. Varað hefur verið við því að kraftaverkalausnin geti valdið veikindum eða dauða. Framleiðandinn, Jóhannes Bjarmarsson, fullyrðir hins vegar að lyfið geti læknað allt frá krabbameini til malaríu. 

„Þetta var nú engin verksmiðja,“ segir Gunnar Jóhannsson, hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, í samtali við Stundina. „Á heimasíðunni auglýsa þeir að það sé verksmiðja í þessu ákveðna húsnæði. Okkur barst kæra frá Heilbrigðiseftirliti norðurlands eystra, sem hafði haft af því spurnir að þarna væri verið að reyna að búa til þetta efni, MMS. Við fórum og könnuðum þetta og þarna var aðstaða til að blanda saman þessum efnum. Þetta var allt mjög lítið í sniðum,“ segir hann.  

Lögreglan lagði þó ekki einungis hald á klór heldur voru einnig lagt hald á 58 kannabisplöntur og um 100 grömm af kannabisefnum. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Akureyri fundust fíkniefnin ekki í verksmiðjunni á Akureyri heldur á sveitabæ í umdæminu. Ljóst er af Facebook síðu Jóhannesar að hann er áhugamaður um kannabis og af myndunum sem hann deilir að dæmi virðist hann trúa á lækningarkraft plöntunnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sala á ósönnuðum meðferðum

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár