Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Bjarni Benediktsson sagði kjararáð „handónýtt“ en fær núna hálfrar milljón króna launahækkun

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skip­aði í kjara­ráð sem hækk­aði laun hans um 500 þús­und krón­ur á mán­uði á kjör­dag. Hann sagði í fyrra að kjara­ráð væri „handónýtt“.

Bjarni Benediktsson sagði kjararáð „handónýtt“ en fær núna hálfrar milljón króna launahækkun
Bjarni Benediktsson Skipaði fulltrúa í kjararáð sem ákvað launahækkun til hans og annarra þingmanna og ráðherra. Mynd: Pressphotos

„Þetta kerfi er handónýtt, bara handótnýtt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um kjararáð í fyrra.

Á kjördag ákvað kjararáð að hækka laun hans og annarra ráðherra um tæplega 500 þúsund krónur á mánuði og laun þingmanna um 338 þúsund krónur á mánuði. „Það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni í fyrra.

Bjarni lét orðin falla á fundi þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarpið 16. september í fyrra. Þar kynnti hann einnig áform um endurskoðun á lögum um kjararáð. Fundurinn var haldinn á Grand hótel, en þar fagnaði Bjarni kosningasigri sínum sama dag og launahækkunin var ákveðin.

Gagnrýni Bjarna sneri hins vegar ekki að hækkun launa eins og þeirri sem kjararáð ákvað á kjördag og lagafrumvarp hans um breytingar á kjararáðslögum hefði ekki komið í veg fyrir hana.

Gagnrýndi launalækkun þingmanna

Laun ráðherra voru lækkuð um 15 prósent og þingmanna um 7,5 prósent 1. janúar 2009 vegna efnahagshrunsins og gagnrýndi Bjarni það. 

„Það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt“

„Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“ sagði hann. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“

Laun alþingismanna hækkuðu um 60 þúsund krónur í nóvember í fyrra og aftur um 7,15 prósent í sumar. Þau hafa nú hækkað um 75 prósent á ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, upp í 1,1 milljón króna á mánuði, á sama tíma og almenn laun hafa hækkað mun minna, eða um 29 prósent.

Bjarni skipaði í kjararáð

Kjararáð er skipað fimm ráðsmönnum og er einn þeirra skipaður af fjármálaráðherranum, sem í þessu tilfelli var Bjarni Benediktsson, þrír af Alþingi og einn af Hæstarétti.

Núverandi ráð var skipað 1. júlí 2014 í meirihlutatíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Formaður kjararáðs, Jónas Þór Guðmundsson, hefur verið mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins í mörg ár. Varaformaðurinn, Óskar Bergsson, var oddviti Framsóknar í borginni og státar sig af því að hafa virkjað Sigmund Davíð í starf Framsóknarflokksins.

Jónas Þór, lögmaður og stjórnarformaður Landsvirkjunar, er núverandi formaður kjararáðs. Jónas hefur lengi verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins. Hann sat í stjórn Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í fjögur ár, 1994-98, og var formaður í eitt ár, 1996-97. Þá var hann jafnframt varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) undir formennsku Ásdísar Höllu Bragadóttur á árunum 1997-99.

Laun alþingismanna hafa hækkað mun meira en laun almennings.

Nánar um fólkið í kjararáði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
3
ErlentÁ vettvangi í Úkraínu

„Her­mað­ur­inn í mér var alltaf til stað­ar“

Lista­mað­ur sem varð lið­þjálfi út­skýr­ir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-her­deild­ina í Úkraínu. Hann og fleiri veita inn­sýn í störf þess­ar­ar um­deild­ustu her­deild­ar lands­ins og hafna ásök­un­um um tengsl við hægri öfga­flokka. Það sé af sem áð­ur var að all­ir sem gátu lyft byssu væru sam­þykkt­ir í deild­ina. Um leið og her­deild­in hafi ver­ið tek­in inn í þjóð­varn­ar­lið­ið hafi póli­tísk­ar hug­sjón­ir þurft að víkja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
3
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.
Svona græddu allir bankarnir milljarða
6
Greining

Svona græddu all­ir bank­arn­ir millj­arða

Ís­lensku við­skipta­bank­arn­ir fjór­ir, Lands­banki, Ís­lands­banki, Ari­on banki og Kvika, græddu sama­lagt 96 millj­arða króna. All­ir hafa þeir skil­að upp­gjöri og vilja stjórn­ir þeirra greiða eig­end­um sín­um meira en 50 millj­arða króna í arð. Ís­lenska rík­ið og líf­eyr­is­sjóð­ir eru lang­stærstu eig­end­ur ís­lenska banka­kerf­is­ins og mega því vænta stærsta hluta arðs­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár