Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmaður Bjartrar framtíðar komin með 2,3 milljónir í laun sem kjörinn fulltrúi

Theo­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Bjartr­ar fram­tíð­ar, fær greitt fyr­ir tvö full störf sem kjör­inn full­trúi. Hún ætl­ar að draga úr, en halda áfram sem bæj­ar­full­trúi sam­hliða starfi þing­manns.

Þingmaður Bjartrar framtíðar komin með 2,3 milljónir í laun sem kjörinn fulltrúi
Theodóra Þorsteinssdóttir Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar mun sinna öðrum störfum samhliða þingmennsku. Theodóra vakti athygli í kvikmyndinni Ransacked, eða ránsfengurinn, sem fjallaði um áhrif starfshátta Landsbankans á fjárhag föður hennar. Mynd: Pressphotos / Geiri

„Mér fannst það sama eiga að gilda um konur,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sem hefur á grundvelli fyrri fordæma ákveðið að halda áfram að starfa í bæjarstjórn Kópavogsbæjar og sinna öðrum verkefnum samhliða því að hún gegnir þingmennsku. 

Theodóra sinnir nú samtals tveimur stöðugildum, eða 200% starfi, og þiggur laun upp á 2,3 milljónir króna sem kjörinn fulltrúi bæði á landsvísu og sveitastjórnarstigi. Hún segir að þingmennirnir Gunnar Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson hafi einnig setið í bæjarstjórn samhliða þingmennsku. „Ég kynnti mér þetta sérstaklega fyrir kosningar og fór yfir söguna hér í Kópavogi. Það eru fjölmargir bæjarfulltrúar hér í gegnum tíðina sem hafa verið þingmenn og bæjarfulltrúar. Og jafnvel formenn bæjarráðs. Þetta voru, held ég, allt karlmenn.“

Spurning um jafnræði

Nú þegar Theodóra er einnig komin á þing, fyrir utan að vera forseti bæjarráðs og bæjarfulltrúi í Kópavogi, fær hún greiddar rúmar 2,3 milljónir króna á mánuði fyrir störf sín sem kjörinn fulltrúi á vegum almennings.

Meðlimir í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fá 33 prósent af þingfararkaupi, formaður bæjarráðs 45 prósent af þingfararkaupi og svo eru greiðslur fyrir að sitja í nefndum. Ofan á rúmlega 1,1 milljón króna í laun sem þingmaður fær Theodóra 15 prósent álag fyrir að vera formaður þingflokks Bjartrar framtíðar. Þá fær hún sem þingmaður ýmsar skattfrjálsar endurgreiðslur og ferðastyrki. Aðspurð er hún ekki viss hversu há laun hún er komin með að viðbættum aukagreiðslum. „Ég þyrfti bara að sjá það þegar mánaðarmótin koma, hvernig það er.“

Theodóra telur það spurningu um jafnræði að hún sinni þingmennsku samhliða öðrum störfum. 

„Mig langar til þess að vera hér áfram bæjarfulltrúi. Það er bara eins og allir aðrir. Mér finnst það bara út frá jafnræði. Þegar einhver getur verið læknir eða skólastjóri eða hvað sem er, í 100 prósent starfi, finnst mér það alveg eiga við það að vera þingmaður. Það er auðvitað þannig að ráðherrar eru í 100 prósent starfi sem ráðherrar og líka þingmenn. Og ég talaði alveg skýrt um þetta fyrir kosningar. Ég var margspurð að þessu.“

Segir óljóst með heimildina til að hætta

Theodóra telur því eðlilegt að sinna starfi í bæjarstjórn samhliða öðru starfi.

„Það er eins og alls staðar á landinu. Fólk er alls staðar á landinu í 100% starfi. Það er gert ráð fyrir því í sveitarstjórnarlögum.“

Hún vísar í lagagrein þessa efnis. Í sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir að sveitarstjórnarmenn hafi heimild til fjarveru úr starfi til þess að sækja fundi á vegum sveitarstjórnar: „Sveitarstjórnarmaður á rétt á fjarveru úr starfi að því leyti sem honum er nauðsynlegt til að sinna lögbundinni mætingarskyldu á fundi í sveitarstjórn, hjá nefndum sveitarfélagsins og á aðra fundi sem hann hefur verið kjörinn til að sækja fyrir hönd sveitarstjórnar.“

Í lögum um þingsköp Alþingis er hins vegar kveðið á um mikilvægi starfs þingmanna: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni.“

Spurð hvort hún telji réttlætanlegt, út frá stöðu hennar og skyldum sem þingmaður, að sinna öðrum stöðum samhliða, segist hún myndu draga úr skyldum sínum hjá Kópavogsbæ.

„Ég er að fóta mig í þessu og sjá hvernig þetta gengur upp.  Ég hugsa að ég dragi svo sem eitthvað úr,“ segir hún.

Auk starfa fyrir Kópavogsbæ og Alþingi situr Theodóra í stjórn Isavia sem kjörinn fulltrúi Kópavogsbúa. Það er best launaða stjórnarsetan hjá opinberu fyrirtæki. Hún ætlar að víkja úr þeirri stjórn eftir aðalfund sem vænta má eftir um tvo mánuði. Greiðslur fyrir stjórnarsetu í Isavia eru einar og sér 160 þúsund krónur á mánuði. „Svo er helmingurinn tekinn af mér í skatt náttúrulega,“ segir hún.

Launahækkun bæjarfulltrúa til umræðu

Grunnlaun alþingismanna voru hækkuð um 340 þúsund krónur á kjördag, 29. október síðastliðinn, upp í rúmlega 1,1 milljón krónur. Greiðslur fyrir störf bæjarfulltrúa í Kópavogi eru reiknaðar út sem hlutfall af þingfararkaupi frá því fyrir hækkun kjararáðs á þingfararkaupi. Því er til umræðu í bæjarstjórninni hvort hækka eigi greiðslur samkvæmt því. Theodóra segist hafa verið andsnúin því að hækka laun bæjarfulltrúa með þeim hætti á fundi forsætisnefndar bæjarstjórnar síðasta þriðjudag. Hún vilji fremur launahækkanir tengdar launavísitölu.

Theodóra segist hafa tekið ákvörðun um störf sín áður en kjararáð hækkaði þingfararkaup. „Þetta var áður en að laun hækkuðu hjá kjararáði. Svo komu þær skýringar frá kjararáði að þeir væru að hækka þetta með þeim hætti til þess að þingmenn gætu sinnt þessu algerlega. Þetta er bara eitthvað sem ég ætla að reyna.“

Þá segist Theodóra óviss um hvort hún hafi lagalega heimild til að segja sig frá bæjarstjórn. „Ef ég ætla að segja af mér, sem fulltrúi í sveitarstjórn, þarf ég að gefa ákveðna skýringu á því, flytja úr sveitarfélaginu eða einhverjar aðrar skýringar. Ég veit ekki hvort lögin leyfi það að maður segi af sér af því að maður gerist þingmaður, að það dugi slík skýring.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
2
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.
„Þau gáfust upp“
5
FréttirStjórnarslit 2024

„Þau gáf­ust upp“

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, vara­formað­ur þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ist hissa á tíð­ind­um dags­ins og mjög ósátt. Hún seg­ir ljóst að Sjálf­stæð­is­flokk­ur og Vinstri græn hafi gefst upp. Ungu Fram­sókn­ar­fólki „blöskr­ar“ ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. „Okk­ur þyk­ir þetta heig­uls­hátt­ur“ seg­ir í álykt­un sem sam­þykkt var af stjórn Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna síð­deg­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
7
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
9
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu