Getum við látið hugann reika nokkrar vikur aftur í tímann?
Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn. Fyrrverandi sjálfstæðismenn bjóða fram um allt land og eru reiðir. Þeir bera gamla flokknum sínum allt hið versta á brýn, kosningasvik, spillingu og sérhagsmunagæzlu fyrir gamla atvinnuvegi. Gegn neytendum og almenningi, gegn litla manninum.
Í kosningunum fékk klofningsframboðið frá Sjálfstæðisflokknum fína kosningu og fleiri þingmenn en nokkur átti von á. Við tók tíu vikna stjórnarkreppa.
Er þetta kannske eitthvað sem við könnumst við, og ástæða til að hrópa húrra fyrir Benedikt Jóhannessyni og Viðreisn?
Nei, ekki alveg, því að við erum að tala um kosningar þrjátíu árum fyrr, en sumar persónur, leikendur og málefni eru kunnugleg.
Árið er 1987.
Albertsmál
Fyrir alþingiskosningarnar 1987 gekk Sjálfstæðisflokkurinn klofinn til kosninga, rétt eins og núna. Ástæðurnar voru þó ekki málefnalegar í neinum skilningi, heldur hafði Albert Guðmundsson verið neyddur til að segja af sér embætti ráðherra.
Málin snerust um …
Athugasemdir