Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins

Lög­fræð­ing­ur­inn Sæv­ar Þór Jóns­son, sem er í þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, sendi Stund­inni inn­heimtu­kröfu upp á 7,5 millj­ón­ir króna vegna birt­ing­ar mynda af Arn­þrúði Karls­dótt­ur sem Út­varp Saga not­aði til kynn­ing­ar á dag­skrárlið­um. Full­trúi Sæv­ars bauðst til þess að fall­ið yrði frá kröf­unni gegn því að Sæv­ari yrði hald­ið fyr­ir ut­an um­fjöll­un blaðs­ins um út­varps­stöð­ina.

Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins
Arnþrúður, Pétur og Sævar Þór Sævar Þór sendi kröfu um að greiddar yrðu 500 þúsund krónur fyrir hverja mynd af Arnþrúði Karlsdóttur.

Útvarp Saga krefst 7,5 milljóna króna frá útgáfufélagi Stundarinnar vegna birtingar á myndum af  útvarpsstjóranum Arnþrúði Karlsdóttur, sem stöðin deildi á Facebook-síðu sinni til kynningar á efni útvarpsstöðvarinnar. Krafan var send af lögfræðingnum Sævari Þór Jónssyni, sem er á þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Sævar hafði áður lýst því yfir að hann hyggðist leita uppi ærumeiðandi ummæli um forsvarsmenn Útvarps Sögu. Eftir að blaðamaður Stundarinnar falaðist eftir viðbrögðum Sævars Þórs var boðist til þess að afturkalla kröfuna gegn því að ekki yrði rætt um Sævar í samhengi við umfjöllun um Útvarp Sögu.

 Sævar Þór tilkynnti um yfirvofandi lögfræðilegar aðgerðir vegna umræðunnar um rasisma á Útvarpi Sögu í bloggfærslu á Eyjunni í fyrra. Í færslunni, sem bar fyrirsögnina „Ekkert heilagt“, lýsti hann því að tjáningafrelsinu væru skorður settar og að fólk þyrfti að geta varið ummæli sín fyrir dómi. „Að undanförnu hef ég fyrir hönd stjórnenda útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu fylgst með umræðunni um stöðina og forsvarsmenn hennar og má með sanni segja að sú umræða er komin út fyrir öll velsæmismörk ... Stjórnendur útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu hafa falið mér að sækja þá til ábyrgðar sem harðast hafa gengið fram gegn persónum þeirra með óvægnum og ómálefnalegum hætti.“ 

 

Arnþrúður KarlsdóttirHér ásamt Pétri Gunnlaugssyni, félaga sínum af Útvarpi Sögu, til hægri.

Krafan 483 þúsund krónum hærri en verðskrá

Nú þegar tæpir ellefu mánuðir eru liðnir frá því að leit Sævars að fjandmönnum stöðvarinnar hófst er aðeins eitt mál á borði Sævars, og beinist það gegn Stundinni. Hann sækir ekki á grundvelli meiðyrða heldur birtinga á ljósmyndum af opinberri Facebook-síðu Útvarps Sögu, meðal annars ádeilumyndinni af Arnþrúði í búrku. Þann 31. ágúst sendi lögmannsstofan Lögmenn Sundagörðum innheimtuviðvörun á Stundina vegna notkunar á ljósmyndum í eigu útvarpsstöðvarinnar með fréttum á vef Stundarinnar. Sævar fer fram á 500 þúsund krónur fyrir hvert skipti sem mynd er birt af Arnþrúði af Facebook-síðu Útvarps Sögu.

Algengt er að fjölmiðlar birti kynningarmyndir fyrirtækja af Facebook-síðum þeirra. Hvað varðar höfundarrétt segir gjaldskrá Myndstefs að gjald fyrir prentaða ljósmynd sem er 1/8 úr blaðsíðu sé tæplega 17 þúsund krónur, eða 483 þúsund krónum lægra en krafa Sævars fyrir Útvarps Sögu í fimmtán tilfellum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræða um rasisma

Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu
Erlent

Ótt­ast að falsk­ar frétt­ir grafi und­an lýð­ræð­inu í Evr­ópu

Svo­köll­uð­um fölsk­um frétt­um hef­ur fjölg­að veru­lega í Þýskalandi á nýju ári. Face­book hef­ur gert samn­ing við rann­sókn­ar­fjöl­mið­il­inn Cor­rectiv um að sann­reyna þýsk­ar frétt­ir. Svip­að­ir samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir í Banda­ríkj­un­um. Frönsk og þýsk stjórn­völd ótt­ast að falsk­ar frétt­ir geti haft veru­leg áhrif á kosn­inga­úr­slit í lönd­un­um tveim­ur. Stjórn­mála­menn nýta sér orð­ræð­una um falsk­ar frétt­ir í þeim til­gangi að grafa und­an gagn­rýn­inni um­ræðu.
Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“
Fréttir

Vill að þeir sem sýna af sér „óæski­lega hegð­un“ verði til­kynnt­ir til stjórn­valda svo hægt sé að „grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða“

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og odd­viti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, tel­ur að fram und­an séu tím­ar þar sem grípa þurfi til að­gerða í þágu ör­ygg­is og frið­ar sem fólk kunni að upp­lifa sem tak­mörk­un á mann­rétt­ind­um sín­um. Vax­andi út­lend­inga­hat­ur sér­stakt áhyggju­efni.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár