Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og odd­viti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, tel­ur að fram und­an séu tím­ar þar sem grípa þurfi til að­gerða í þágu ör­ygg­is og frið­ar sem fólk kunni að upp­lifa sem tak­mörk­un á mann­rétt­ind­um sín­um. Vax­andi út­lend­inga­hat­ur sér­stakt áhyggju­efni.

Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“

Fram undan eru tímar þar sem grípa þarf til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi og frið, meðal annars úrræða sem fólk gæti upplifað sem takmörkun á mannréttindum sínum. Þetta er fullyrt í skýrslu Ólafar Nordal innanríkisráðherra um mannréttindamál sem dreift var á Alþingi í gær. Í skýrslunni er hvatt til þess „að einstaklingar sem sýna af sér óæskilega hegðun séu tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“. Ekki kemur fram hvort þarna sé verið að boða forvirkar rannsóknarheimildir, en haft hefur verið eftir Ólöfu Nordal í fjölmiðlum að rétt sé að skoða möguleikann á heimildum til slíkra rannsóknarúrræða.

„Fram undan eru tímar þar sem ljóst er að grípa verður til ýmissa aðgerða á grundvelli alþjóðasamninga til að tryggja öryggi og frið. Hætt er við að litið verði á ýmsar af þeim aðgerðum sem takmörkun á mannréttindum einstaklinga þrátt fyrir að slíkir samningar séu almennt gerðir með þeim fororðum að virða beri mannréttindi að fullu,“ segir í kafla skýrslunnar sem fjallar um helstu áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir. „Má hér nefna sem dæmi upplýsingaöflun vegna öryggismála annars vegar og friðhelgi einkalífs og vernd þess hins vegar. Mikilvægt er því að skapa traust um þær aðgerðir sem hugsanlega munu teljast nauðsynlegar.“ 

Bent er á að umræða um öryggismál sé nátengd mannréttindum. „Í sinni einföldustu mynd má skilgreina öryggi einstaklingsins eða samfélagsins út frá því hvort mannréttindi séu virt bæði af stjórnvöldum og öðrum,“ segir í skýrslunni.

Vaxandi útlendingahatur sérstakt áhyggjuefni

Fram kemur að öfgahyggja og vaxandi útlendingahatur vegna komu hælisleitenda og flóttamanna til Evrópu sé sérstakt áhyggjuefni.

„Barátta gegn öfgahyggju og hatursglæpum er mikilvægur liður í því að tryggja mannréttindi til framtíðar. Stjórnvöld þurfa að móta sér stefnu um forvarnir gegn öfgahyggju. Aukið samstarf félagsþjónustu og lögreglu getur skipt sköpum í baráttunni gegn öfgahyggju. Einnig þarf að byggja upp traust á milli almennings og stjórnvalda þannig að einstaklingar sem sýna af sér óæskilega hegðun séu tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera með áherslu á forvarnir og að reynt sé að aðstoða viðkomandi einstaklinga til að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Má í þessu sambandi benda á að dönsk stjórnvöld hafa sett sér stefnu um ,,de-radicalisation“ sem byggir á handleiðslu fyrir einstaklinga sem aðhyllast öfgahyggju. Samstarfið byggir á náinni samvinnu skóla, félagsþjónustu og lögreglu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár