Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og odd­viti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, tel­ur að fram und­an séu tím­ar þar sem grípa þurfi til að­gerða í þágu ör­ygg­is og frið­ar sem fólk kunni að upp­lifa sem tak­mörk­un á mann­rétt­ind­um sín­um. Vax­andi út­lend­inga­hat­ur sér­stakt áhyggju­efni.

Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“

Fram undan eru tímar þar sem grípa þarf til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi og frið, meðal annars úrræða sem fólk gæti upplifað sem takmörkun á mannréttindum sínum. Þetta er fullyrt í skýrslu Ólafar Nordal innanríkisráðherra um mannréttindamál sem dreift var á Alþingi í gær. Í skýrslunni er hvatt til þess „að einstaklingar sem sýna af sér óæskilega hegðun séu tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“. Ekki kemur fram hvort þarna sé verið að boða forvirkar rannsóknarheimildir, en haft hefur verið eftir Ólöfu Nordal í fjölmiðlum að rétt sé að skoða möguleikann á heimildum til slíkra rannsóknarúrræða.

„Fram undan eru tímar þar sem ljóst er að grípa verður til ýmissa aðgerða á grundvelli alþjóðasamninga til að tryggja öryggi og frið. Hætt er við að litið verði á ýmsar af þeim aðgerðum sem takmörkun á mannréttindum einstaklinga þrátt fyrir að slíkir samningar séu almennt gerðir með þeim fororðum að virða beri mannréttindi að fullu,“ segir í kafla skýrslunnar sem fjallar um helstu áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir. „Má hér nefna sem dæmi upplýsingaöflun vegna öryggismála annars vegar og friðhelgi einkalífs og vernd þess hins vegar. Mikilvægt er því að skapa traust um þær aðgerðir sem hugsanlega munu teljast nauðsynlegar.“ 

Bent er á að umræða um öryggismál sé nátengd mannréttindum. „Í sinni einföldustu mynd má skilgreina öryggi einstaklingsins eða samfélagsins út frá því hvort mannréttindi séu virt bæði af stjórnvöldum og öðrum,“ segir í skýrslunni.

Vaxandi útlendingahatur sérstakt áhyggjuefni

Fram kemur að öfgahyggja og vaxandi útlendingahatur vegna komu hælisleitenda og flóttamanna til Evrópu sé sérstakt áhyggjuefni.

„Barátta gegn öfgahyggju og hatursglæpum er mikilvægur liður í því að tryggja mannréttindi til framtíðar. Stjórnvöld þurfa að móta sér stefnu um forvarnir gegn öfgahyggju. Aukið samstarf félagsþjónustu og lögreglu getur skipt sköpum í baráttunni gegn öfgahyggju. Einnig þarf að byggja upp traust á milli almennings og stjórnvalda þannig að einstaklingar sem sýna af sér óæskilega hegðun séu tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera með áherslu á forvarnir og að reynt sé að aðstoða viðkomandi einstaklinga til að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Má í þessu sambandi benda á að dönsk stjórnvöld hafa sett sér stefnu um ,,de-radicalisation“ sem byggir á handleiðslu fyrir einstaklinga sem aðhyllast öfgahyggju. Samstarfið byggir á náinni samvinnu skóla, félagsþjónustu og lögreglu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár