Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Meint morðhótun á borði lögreglu eftir að útvarpsstjóri auglýsti heimilisfang bloggara

Áhang­end­ur Út­varps Sögu hvetja til of­beld­is og of­sókna. Gunn­ar Waage hef­ur til­kynnt morð­hót­un í sinn garð til lög­reglu og fer í skýrslu­töku vegna máls­ins á þriðju­dag­inn.

Meint morðhótun á borði lögreglu eftir að útvarpsstjóri auglýsti heimilisfang bloggara

Gunnar Waage, trommuleikari og umsjónarmaður vefsins Sandkassinn.com, hefur tilkynnt morðhótun í sinn garð til lögreglu og á pantaðan tíma í skýrslutöku vegna málsins á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta segir hann í samtali við Stundina.

Ummælin birtust á Facebook-síðu Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra Útvarps Sögu, í gær og hljóða svo: „Senda bara nokkra vaska menn og þagga niður í honum í eitt skipti fyrir öll ;)“

Gunnar hefur ítrekað gagnrýnt Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarp Sögu fyrir rasisma og hatursorðræðu gegn minnihlutahópum. 

Arnþrúður hefur meðal annars brugðist við þessari gagnrýni með því að hringja í vinnuveitanda Gunnars auk þess sem hún hefur auglýst sérstaklega heimilisfang hans á umræðuhópi Íslensku Þjóðfylkingarinnar. Meint morðhótun kom fram í kjölfar þess. 

„Arnþrúður virðist vera fullmeðvituð um þessi ummæli, tjáir sig bæði fyrir og eftir, og virðist láta sér vel líka. Hún fjarlægir ekki ummælin, en þau eru látin falla í kjölfar þess að hún auglýsti sérstaklega adressuna mína á Facebook,“ segir Gunnar Waage í samtali við Stundina. 

Arnþrúður birti eftirfarandi færslu í gær:

Einn þeirra sem setur inn athugasemd, Stefán Auðunn Stefánsson, vill að fólk taki sig saman, sæki manninn og afhendi hann lögreglu. P Valgerður Kristjánsdóttir hvetur til þess að fjöldi fólks taki sig saman og krefjist þess að Gunnar Waage verði lokaður inni á stofnun, til dæmis Kleppi. Þá skrifar Aðalheiður Magnúsdóttir, sem titlar sig sem starfsmann Kópavogsbæjar: „Bara senda hann til ISIS. hann verður sá fyrsti sem þeir nota í sprengjufóður“

Gunnar Waage hefur svarað ýmsum af ávirðingum Arnþrúðar á eigin Facebook-síðu:

Kvennablaðið greindi frá því í gær að hlustandi Útvarps sögu hefði hringt inn og hvatt til þess að ríkisstarfsmenn væru skotnir í höfuðið. Pétur Gunnlaugsson, sem stýrir Útvarps Sögu ásamt Arnþrúði, hreyfði ekki mótbárum við málflutningi innhringjandans sem sagðist vilja „setja kúlu í hausinn“ á háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum og láta „salla niður þetta óþarfa lið sem eru hér afætur í þjóðfélaginu“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Umræða um rasisma

Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu
Erlent

Ótt­ast að falsk­ar frétt­ir grafi und­an lýð­ræð­inu í Evr­ópu

Svo­köll­uð­um fölsk­um frétt­um hef­ur fjölg­að veru­lega í Þýskalandi á nýju ári. Face­book hef­ur gert samn­ing við rann­sókn­ar­fjöl­mið­il­inn Cor­rectiv um að sann­reyna þýsk­ar frétt­ir. Svip­að­ir samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir í Banda­ríkj­un­um. Frönsk og þýsk stjórn­völd ótt­ast að falsk­ar frétt­ir geti haft veru­leg áhrif á kosn­inga­úr­slit í lönd­un­um tveim­ur. Stjórn­mála­menn nýta sér orð­ræð­una um falsk­ar frétt­ir í þeim til­gangi að grafa und­an gagn­rýn­inni um­ræðu.
Vill að þeir sem sýna af sér „óæskilega hegðun“ verði tilkynntir til stjórnvalda svo hægt sé að „grípa til fyrirbyggjandi aðgerða“
Fréttir

Vill að þeir sem sýna af sér „óæski­lega hegð­un“ verði til­kynnt­ir til stjórn­valda svo hægt sé að „grípa til fyr­ir­byggj­andi að­gerða“

Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og odd­viti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, tel­ur að fram und­an séu tím­ar þar sem grípa þurfi til að­gerða í þágu ör­ygg­is og frið­ar sem fólk kunni að upp­lifa sem tak­mörk­un á mann­rétt­ind­um sín­um. Vax­andi út­lend­inga­hat­ur sér­stakt áhyggju­efni.
Boðist til að falla frá málsókn gegn þögn um frambjóðanda Framsóknarflokksins
FréttirUmræða um rasisma

Boð­ist til að falla frá mál­sókn gegn þögn um fram­bjóð­anda Fram­sókn­ar­flokks­ins

Lög­fræð­ing­ur­inn Sæv­ar Þór Jóns­son, sem er í þriðja sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, sendi Stund­inni inn­heimtu­kröfu upp á 7,5 millj­ón­ir króna vegna birt­ing­ar mynda af Arn­þrúði Karls­dótt­ur sem Út­varp Saga not­aði til kynn­ing­ar á dag­skrárlið­um. Full­trúi Sæv­ars bauðst til þess að fall­ið yrði frá kröf­unni gegn því að Sæv­ari yrði hald­ið fyr­ir ut­an um­fjöll­un blaðs­ins um út­varps­stöð­ina.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár