Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Bæjarstjóri leigir ferðamönnum herbergi í bæjarstjórabústaðnum

Ró­bert Ragn­ars­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík, býr í leigu­hús­næði á veg­um bæj­ars­ins sem hann leig­ir jafn­framt út til ferða­manna í gegn­um sölu­vef­inn Airbnb. Ferða­menn þakka gott at­læti. Bæj­ar­full­trúi kem­ur af fjöll­um.

Bæjarstjóri leigir ferðamönnum herbergi í bæjarstjórabústaðnum

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, býr í leiguhúsnæði á vegum bæjarins sem hann leigir jafnframt út til ferðamanna í gegnum söluvefinn Airbnb. Um er að ræða 145 fermetra einbýlishús, auk bílskúrs, en samkvæmt fasteignaskrá er húsið metið rúmar 32 milljónir. Róbert leigir út herbergi í húsinu og hafa gestir aðgang að eldhúsi, baðherbergi og stofu. Hjálmar Hallgrímsson, forseti bæjarstjórnar, staðfesti í samtali við Stundina að hann hefði heyrt af þessu, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Aðspurður hvort íbúðin væri leigð út með leyfi bæjarstjórnarinnar vísaði Hjálmar í fyrra svar, hann gæti ekki tjáð sig um málið að svo stöddu. 

Tekur 60 þúsund krónur fyrir vikuna

Stundin náði tali af Róbert í morgun sem staðfetsi að hann væri með herbergi í útleigu. „Ég bý einn og fannst tilvalið að prófa að leigja út herbergi. Ég er búinn að fá tvo gesti. Mér finnst skemmtilegt að hafa gesti þegar ég kem heim úr vinnunni,” segir Róbert. Hann segir að leigan sé fyrir opnum tjöldum. Hann hafi ákveðið að prófa að leigja út herbergi til þess að átta sig á því hvernig þetta gengur fyrir sig og hvernig kerfið virkar. „Þetta er lítið mál og einfalt. Ég hef núna sótt um starfsleyfi til sýslumanns,” segir Róbert. Hann gefur hins vegar ekkert út á það hvort útleigan sé með vitund bæjarstjórnarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðaþjónusta

Af hverju kennið þið útlendingum ekki að panta pulsu með öllu?
Anders Svensson
SkoðunFerðaþjónusta

Anders Svensson

Af hverju kenn­ið þið út­lend­ing­um ekki að panta pulsu með öllu?

Sænski blaða­mað­ur­inn og leið­sögu­mað­ur­inn And­ers Svens­son velt­ir því fyr­ir sér af hverju Ís­lend­ing­ar reyni ekki að kenna er­lend­um ferða­mönn­um ein­hverja ís­lensku í stað þess að grípa alltaf til ensk­unn­ar. Hann seg­ir að hluti af upp­lif­un ferða­manna í landi sé að sjá og heyra, og von­andi nota, tungu­mál inn­fæddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár