„Ég bjó þarna í einhverjar vikur þegar ég var að vinna í þessu handriti, bara bjó á Sauðarkróki og fór og spjallaði við bændur og annað fólk um reynslu þess af Kaupfélagi Skagfirðinga,“ segir Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður um rannsóknarvinnuna á bak við bíómyndina Héraðið sem frumsýnd er í dag.
Upphaflega ætlaði Grímur að gera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga (KS) en að hann hafi áttað sig á því að það yrði örðugt verk. Erfitt geti reynst að fá fólk á Sauðárkróki og Skagafirði til að opna sig um kaupfélagið þar sem margir hræðist völd og mátt þess. „Ég fann það fljótlega að fólk var ekki tilbúið að koma fram í myndinni þótt það hafi verið tilbúið að hitta mig í kaffi og spjalla. Ég ákvað því í staðinn að gera leikna mynd og nota þessar sögur sem ég heyrði þarna og svo skálda ég í eyðurnar. Þannig varð Héraðið til,“ …
Athugasemdir