Meirihlutinn í Sveitarfélaginu Skagafirði vill veita Kaupfélagi Skagfirðinga 70 prósenta afslátt af heitu vatni fyrir fiskþurrkunarhús sem kaupfélagið á og rekur í gegnum útgerðarfélagið FISK Seafood. Kaupfélagið er „stórnotandi“ vatns og eiga fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna einungis við um kaupfélagið af öllum notendum heits vatns í Skagafirði. Búið er að samþykkja tillöguna um nýja gjaldskrá sem felur í sér afsláttinn í veitunefnd Skagfjarðar og eins í byggðaráði. Með stórnotanda er átt við fyrirtæki sem notar meira en 100 þúsund rúmmetra á ári af heitu vatni.
Athugasemdir