Druslugangan snýr aftur á laugardag: „Við finnum mikinn meðbyr“
Druslugangan verður gengin á laugardag eftir tveggja ára fjarveru í Reykjavík, Borgarfirði eystri, Húsavík og Sauðárkróki. Þema göngunnar í ár er „valdaójafnvægi“ og er þá verið að vísa til MeToo umræðu síðustu missera.
Fréttir
Kaupfélagið bætir við sig kvóta með stærstu útgerðinni í Ólafsvík: „Sporin hræða“
Kaupfélag Skagfirðinga hefur eignast meirihluta í einni stærstu útgerðinni á Snæfellsnesi. Kaupfélagið boðar óbreytta útgerð frá Ólafsvík en bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, er smeykur um að útgerðin hætti að gera út í bænum.
ViðtalDauðans óvissa eykst
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
FréttirSýndarveruleikasafn á Sauðárkróki
Skagafjörður semur við vin stjórnarformanns sýndarveruleikasafns um nærri 200 milljóna framkvæmd
Harðar deilur hafa geisað í sveitarstjórn Skagafjarðar út af fjármögnun sveitarfélagsins á sýndarveruleikasafni á Sauðárkróki. Fjármögnun Skagafjarðar á verkefninu er það mikil að Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til þess á grundvelli EES-samningsins.
FréttirKynferðisbrot
Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindastóls segja af sér
Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindarstóls hafa sagt sig frá störfum fyrir félagið í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um mál knattspyrnumanns hjá félaginu sem var í tvígang kærður fyrir nauðgun. Deildin viðurkennir mistök í málinu og máli Ragnars Þórs Gunnarssonar, leikmanns sem hlaut dóm fyrir kynferðisbrot gegn stúlku undir lögaldri.
FréttirKynferðisbrot
Stjórn Tindastóls segir skömmina gerandans
Stjórnir Tindastóls og UMSS sendu frá sér yfirlýsingar til stuðnings þolendum eftir umfjöllun Stundarinnar. Rætt var við tólf konur sem lýstu afleiðingum af framferði vinsæls knattspyrnumanns, sem var í tvígang kærður fyrir nauðgun en boðin þjálfarastaða hjá félaginu. Engin viðbrögð fengust fyrir útgáfu blaðsins.
Fréttir
Leynd yfir láni sem hvílir á kúabúi föður félagsmálaráðherra
Rúmlega 500 milljóna króna skuldir hvíla á kúabúi Daða Einarssonar, föður Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Meðal lánanna eru 50 milljónir króna frá ótilgreindum handhafa. Þórólfur Gíslason hjá KS hefur beitt sér fyrir því að Ásmundur Einar Daðason verði valdamaður og ráðherra í Framsóknarflokknum.
FréttirAlþingiskosningar 2017
Þórólfur rauk á dyr á framsóknarfundi
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri lentu í orðaskaki á fundi á Sauðarkróki á miðvikudaginn. Átök um leiðtogasæti framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi.
FréttirSjósund
Fer í ískaldan sjóinn til að grennast
Afreksmaðurinn Benedikt Lafleur hefur stundað sjósund í 12 ár. Hann telur íþróttina vera margra meina bót. Nýjasta viðbótin er ísbað þar sem fólk fer ofan í kar fullt af vatni og ís.
FréttirKaupfélagið í Skagafirði
Kaupfélag Skagfirðinga eina fyrirtækið sem fær 70 prósent afslátt á heitu vatni
Veitunefnd og byggðaráð samþykktu afsláttinn. Formaður veitunefndar Skagafjarðar er framkvæmdastjóri dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. Enginn annarr stórnotandi heits vatns í Skagafirði.
Mest lesið undanfarið ár
1
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Eigin Konur#75
3
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
3
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
4
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
5
Viðtal
7
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
6
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
7
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
8
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
9
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
10
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.