Eignarhaldsfélag í eigu Kýpurfélags útgerðarrisans Samherja var með skráða heimilisfesti í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, húsi við götuna Øster Voldgade 12 þar sem Jón Sigurðsson, forseti og sjálfstæðishetja Íslendinga á nítjándu öld, bjó, sem er í eigu íslenska ríkisins. Félagið heitir Tindholmur DK Aps og er í eigu félagsins Esju Shipping Limited, fyrirtæki sem talsvert hefur verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum í gegnum árin út af fiskveiðum í Afríku. Þetta má sjá í dönsku fyrirtækjaskránni.
Félagið á Kýpur heldur meðal annars utan um eignarhald á starfsemi Samherja í Afríku, nánar tiltekið í Namibíu, og hélt áður utan um eignarhald á útgerð Samherja á Kanaríeyjum sem keypt var af Sjólaskipum árið 2007. Stundin fjallaði um Esju Shipping, og starfsemi Samherja á Kýpur almennt, fyrir skömmu og sagði meðal annars frá því að fyrirtækið hefði selt fisk frá Íslandi í …
Athugasemdir