Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dótturfélag Kýpurfélags Samherja skráð í Jónshúsi

Eign­ar­halds­fé­lag Sam­herja á Kýp­ur átti danskt dótt­ur­fé­lag sem skráð var á heim­ili Jóns Sig­urðs­son­ar í Kaup­manna­höfn. Stofn­andi fé­lags­ins, Hrann­ar Hólm, er eig­in­mað­ur for­stöðu­manns Jóns­húss og seg­ir hann að eng­inn rekst­ur hafi ver­ið í fé­lag­inu en vill ekki tjá sig um til­gang þess.

Dótturfélag Kýpurfélags Samherja skráð í Jónshúsi
Í Jónshúsi Dótturfélag Kýpurfélags Samherja var með heimilisfesti í Jónshúsi í Kaupmannahöfn vegna þess að eiginmaður forstöðumanns hússins stofnaði félagið fyrir Samherja.

Eignarhaldsfélag í eigu Kýpurfélags útgerðarrisans Samherja var með skráða heimilisfesti í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, húsi við götuna Øster Voldgade 12 þar sem Jón Sigurðsson, forseti og sjálfstæðishetja Íslendinga á nítjándu öld, bjó, sem er í eigu íslenska ríkisins. Félagið heitir Tindholmur DK Aps og er í eigu félagsins Esju Shipping Limited, fyrirtæki sem talsvert hefur verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum í gegnum árin út af fiskveiðum í Afríku. Þetta má sjá í dönsku fyrirtækjaskránni.

Félagið á Kýpur heldur meðal annars utan um eignarhald á starfsemi Samherja í Afríku, nánar tiltekið í Namibíu, og hélt áður utan um eignarhald á útgerð Samherja á Kanaríeyjum sem keypt var af Sjólaskipum árið 2007.  Stundin fjallaði um Esju Shipping, og starfsemi Samherja á Kýpur almennt, fyrir skömmu og sagði meðal annars frá því að fyrirtækið hefði selt fisk frá Íslandi í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjamálið

Hluthafar Samherja taka út milljarð í arð eftir uppskiptingu félagsins
FréttirSamherjamálið

Hlut­haf­ar Sam­herja taka út millj­arð í arð eft­ir upp­skipt­ingu fé­lags­ins

Veru­leg­ar breyt­ing­ar voru gerð­ar á upp­bygg­ingu út­gerð­arris­ans Sam­herja í fyrra þeg­ar fjár­fest­ing­ar­starf­sem­in var að­skil­in frá út­gerð­ar­rekstri með stofn­un eign­ar­halds­fé­lags­ins Látra­fjalla ehf. Lík­legt er að eig­end­ur Sam­herja ætli sér einnig að færa út­gerð­ar­fé­lag­ið inn í eign­ar­halds­fé­lag­ið Látra­fjöll en skatta­leg­ar ástæð­ur geta leg­ið þar að baki.
Almenningshlutafélag í stórri eigu Samherja kaupir í sölufyrirtæki Samherja
FréttirSamherjamálið

Al­menn­ings­hluta­fé­lag í stórri eigu Sam­herja kaup­ir í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­formað­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar, vék sæti þeg­ar al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið ákvað að kaupa hluta­bréf í sölu­fyr­ir­tæki Sam­herja af út­gerð­inni. Síld­ar­vinnsl­an ákvað einnig að kaupa hluta­bréf af fyr­ir­tæki í eigu Þor­steins Más og Kristjáns Vil­helms­son­ar fyr­ir rúm­lega 2 millj­arða króna.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár