Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Svör ráðherra til umboðsmanns Alþingis: „Dómsmálaráðherra sjálfur býr yfir sérþekkingu“

Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við HÍ, veitti enga efn­is­lega ráð­gjöf um til­lögu­gerð ráð­herra eða mat á dóm­ara­efn­um. Af fyr­ir­liggj­andi gögn­um má ráða að Sig­ríð­ur And­er­sen sjálf hafi ver­ið eini sér­fræð­ing­ur­inn sem taldi eig­in máls­með­ferð full­nægj­andi með til­liti til stjórn­sýslu­laga.

Svör ráðherra til umboðsmanns Alþingis: „Dómsmálaráðherra sjálfur býr yfir sérþekkingu“

Tekið er sérstaklega fram í svarbréfi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra til umboðsmanns Alþingis að hún búi sjálf yfir sérfræðiþekkingu sem hafi nýst við málsmeðferð og undirbúning að skipun dómara við Landsrétt.

„Dómsmálaráðherra sjálfur býr yfir sérþekkingu sem nýttist við vinnslu málsins en hún er menntaður lögfræðingur og starfaði sem lögmaður um árabil,“ segir meðal annars í bréfinu. 

Fram kemur að ráðherra hafi ekki leitað til neinna sérfræðinga utan stjórnarráðsins eftir ráðgjöf um efnislega tillögugerð til Alþingis eða mat á einstökum umsækjendum. Áður hefur komið fram að ráðherra hafi fundað með Hafsteini Þór Haukssyni, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, um lagaumhverfið, en fram kemur í svari ráðherra til umboðsmanns Alþingis að Hafsteinn hafi ekki tekið að sér hlutverk ráðgjafa né þegið greiðslu fyrir aðkomu sína að málinu. Þá hafi hann gert athugasemd við ráðherra þegar hann móttók afrit af tölvupóstssamskiptum embættismanna og ráðuneytisstarfsmanna, enda hefði ekki staðið til að hann tæki að sér að semja texta fyrir ráðherra. 

Af þeim skriflegu gögnum sem liggja fyrir virðist Sigríður Andersen sjálf vera eini sérfræðingurinn sem taldi undirbúning og verklag sitt við tillögugerð um dómaraefni til Alþingis fullnægjandi með tilliti til meginreglna stjórnsýslulaga. Hennar mat reyndist rangt eins og Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands úrskurðuðu síðar um.

Hafsteinn Þór veitti ekki ráðgjöf um tillögugerðina til Alþingis – enda hafði hann sjálfur tengsl við umsækjendur – og tölvupóstssamskipti sem Stundin og fréttaskýringaþátturinn Kveikur hafa fjallað um sýna að sérfræðingar í þremur ráðuneytum vöruðu við og brýndu fyrir ráðherra að undirbúa málið betur. 

Stundin birti bréf umboðsmanns Alþingis til ráðherra í heild þann 23. janúar, en þá hafði hann óskað eftir gögnum um embættisfærslur Sigríðar Andersen í Landsréttarmálinu, meðal annars um ráðgjöf sem ráðherra kynni að hafa fengið.

Hér að neðan má sjá svarbréf ráðherra í heild, en Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri sendi bréfið fyrir hönd Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu