Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins tvær ábendingar um kynferðislega áreitni

Vinnu­eft­ir­lit­ið hef­ur í 91 skipti kraf­ið at­vinnu­rek­end­ur um úr­bæt­ur í tengsl­um við kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bundna áreitni, of­beldi og einelti á vinnu­stað. Mun færri ábend­ing­ar hafa borist. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, kall­ar eft­ir fjár­magni í mála­flokk­inn.

Aðeins tvær ábendingar um kynferðislega áreitni

Aðeins tvær kvartanir vegna kynferðislegrar áreitni bárust Vinnueftirlitinu á rúmlega tveggja ára tímabili frá því að sérstök reglugerð var sett til að berjast gegn áreitni af því tagi. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingkonu Vinstri grænna.

„Það er greinilegt að þetta er í engu samræmi við þann fjölda af sögum sem við höfum verið að heyra í #metoo,” segir Rósa Björk. „Það þarf vissulega að uppfræða um rétt fólks á vinnumarkaði, að það geti notað sér þessa leið ef það verður fyrir áreitni. En það þarf að gera meira, sýna fólki að ef það notar þessa leið þá hafi hún alvöru áhrif. Vinnueftirlitið hefur hvorki mannafl né fjárhagslega burði til að fylgja þessu eftir eða beita einhverjum alvöru aðgerðum. Því þarf að breyta og það fljótt.“

Reglugerðin tók gildi í nóvember 2015, en markmið hennar er að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og bregðast við komi fram kvartanir um slíka hegðun. Samkvæmt reglugerðinni er atvinnurekendum skylt að gera áætlun þar sem komi fram hvernig starfsmenn geti tilkynnt um áreitni og hvernig koma megi í veg fyrir að slík hegðun endurtaki sig. Berist Vinnueftirlitinu ábending um að brotið hafi verið á starfsmanni fer stofnunin í eftirlitsheimsókn á vinnustaðinn. Í slíkum heimsóknum er starfsmönnum Vinnueftirlitsins óheimilt að segja atvinnurekanda frá því að heimsóknin sé vegna umkvörtunar.

Kröfðu atvinnurekendur 91 sinni um úrbætur

Í svari ráðherra kemur fram að 38 kvartanir vegna eineltis á vinnustað hafi borist Vinnueftirlitinu á sama tímabili og þrjú mál þar sem um meint ofbeldi var að ræða. Engin kvörtun barst um kynbundna áreitni á sama tímabili, en slíkt er skilgreint sem „hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi.“

Vinnueftirlitið hefur í 91 tilviki beint fyrirmælum til atvinnurekenda um að gera úrbætur í þeim málaflokkum sem reglugerðin nær til. Því er ljóst að meirihluti slíkra fyrirmæla er ekki tilkominn vegna sérstakra ábendinga frá starfsmönnum. Í aðeins eitt skipti hefur ákvörðun Vinnueftirlitsins í slíku máli verið kærð til velferðarráðuneytisins.

Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra muni bregðast við #metoo umræðunni með því að skipa nefnd til að meta umfang kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis, auk eineltis á íslenskum vinnumarkaði. Nefndin muni rannsaka reynslu þolenda, vitna og gerenda og skoða til hvaða aðgerða sé gripið á vinnustöðum í slíkum málum. Samhliða þeirri vinnu muni starfa aðgerðahópur sem byggi á niðurstöðum nefndarinnar og útfæri einstaka verkefni nánar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár