Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kölluð Hitler af kennara og sagt að haga sér eðlilega eftir einelti

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, lög­mað­ur og blaða­mað­ur, varð fyr­ir slæmu einelti í Gagn­fræða­skóla Mos­fells­bæj­ar. Hún gagn­rýn­ir skóla­yf­ir­völd harð­lega fyr­ir við­brögð sem ein­kennd­ust af því að hún ætti að hegða sér öðru­vísi og þá myndu einelt­ið minnka.

Kölluð Hitler af kennara og sagt að haga sér eðlilega eftir einelti

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vandar hvorki skólayfirvöldum né ráðgjöfum í Mosfellsbæ kveðjurnar í stöðufærslu á Facebook. Þórhildur er mannréttindalögfræðingur og blaðamaður á Kvennablaðinu. Hún tók nýverið sæti í framkvæmdaráði Pírata. Hún gagnrýnir harðlega hvernig yfirvöld brugðust við einelti sem hún varð fyrir þegar hún gekk í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar.

„Skólastjórinn minn (sem nú situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn) ráðlagði mér að hætta að rétta upp hönd í tímum, þá yrði ég kannski vinsælli. Ég var stöðugt send til einhverra ráðgjafa sem sögðust skilja hvernig mér liði og ráðlögðu mér síðan um hvernig ég ætti að hegða mér til þess að skólafélagar mínir hættu að níðast á mér.

Aðstoðaskólastjórinn minn sagði mér að það væri allt of dýrt að leyfa mér að skipta um skóla, það myndi aldrei ganga. Hún laug því að mér, örvæntingarfullri stúlkunni sem sat inn á skrifstofu hjá henni vikulega og grátbað hana um að fá að fara úr þessum skóla í annan. „Alveg ómögulegt,“ sagði hún, „veistu hvað það kostar fyrir sveitarfélagið að borga með þér í annan skóla? Allt of mikið!“ skrifar Þórhildur Sunna.

Hún ákvað að segja sögu sína í kjölfar átaksins Einelti er ógeð sem Á allra vörum stendur að baki.

„Þarna byrjar þetta ráðgjafablæti skólanna“

Stundin ræddi við Þórhildi Sunnu sem segir eineltið hafi byrjað þegar hún byrjaði í Waldorfskólanum. Áður hafði hún búið í Þýskalandi þar til sjö ára aldurs og því næst verið í Melaskóla. „Ég féll ekki vel í hópinn í Waldorfskólanum. Þar var þetta aðallega að ég var stungin af og fékk ekki að vera memm. Mér var svolítið strítt. Ég endaði með að fara úr þeim skóla í Austurbæjarskóla þegar ég er 11 ára. Þá hafði ég aldrei verið í venjulegu skólaumhverfi, því í fyrsta og öðrum bekk ertu ekkert að læra á próf og heimavinnu. Waldorfskólinn gerir þetta ekki. Ég byrjaði að fá núll í prófum en það tókst að ná mér upp í fínar einkunnir undir lok ársins.   

Þar var stelpa sem var lögð í töluvert meira einelti heldur en ég og ég var þarna með tveimur stelpum sem voru mjög leiðinlegar við mig. Þær hótuðu mér alltaf með því að annars yrði ég lögð í einelti eins og hún. Þarna byrjar þetta ráðgjafablæti skólanna. Ég er send til einhvers ráðgjafa sem finnur voða til með mér en ætlar ekkert að gera í þessu eða tala við neinn. Hann var bara að tala um hvernig ég gæti verið betri,“ segir Þórhildur Sunna.

„Heyrðu vinan, þú ert bara eins Hitler.“

Líkt við Hitler af kennara

Þórhildur Sunna flytur til Mosfellsbæjar þegar hún er 12 ára og byrjar í sjöunda bekk í Gagnfræðiskóla Mosfellsbæjar þar sem eineltið átti eftir að taka á sig sína verstu mynd. „Þar er mjög sérstök stemming og voðalega lítið var gert til að bæta hana. Það var oft sem kennarar vissu alveg af þessu og tóku jafnvel þátt að vissu leyti. Til dæmi þá hafði ég átt persónulegt samtal við kennara um að ég hafði búið í Þýskalandi og ætti rætur að rekja þangað. Ég var einhvern tímann hjá honum í leikfimitíma og ég vildi ekki taka þátt í einhverju prófi þar sem ég átti að labba yfir einhverjar stöng með höndunum. Hann var ekki nógu sáttur með það að ég vildi bara fá núll fyrir þetta. Eftir að hann var búinn að nöldra svolítið yfir þessu þá sagði hann yfir alla krakkanna: „Heyrðu vinan, þú ert bara eins Hitler“. Þetta fannst krökkunum fyndið og eftir þetta var kölluð þetta,“ segir Þórhildur Sunna.

Einelti versnaði við hárlitun

Hún segir að eineltið hafi einkennst mikið af því að vegið var af henni úr launsátri. „Ég bauð krökkum í afmælið mitt og svo mætti enginn eða ég var stungin af á víðavangi. Vinahót voru rauninni plan til að stríða mér einhvern veginn. Þetta var mjög leiðinlegt og ég var vinafá og átti mjög erfitt í skóla en svo gerist það að í níunda bekk að ég tek þá snilldar ákvörðun að lita á mér hárið svart og þá fyrst fór þetta á stað,“ segir Þórhildur Sunna.

 

Í kjölfar þess fóru krakkarnir í skólanum að kalla hana „mansonista“, algengt slangur á tíunda áratug um þá sem klæddust svörtu og hlustuðu á tónlistarmanninn Marlyn Manson. „Ég var kölluð mansonisti og dópisti. Þau ákváðu líka, einhverra hluta vegna, að ég væri lesbía. Það var búið að ákveða að ég væri alls konar hlutir af því að ég litaði hárið á mér svart. Þá sameinaðist skólinn um að ég væri frík. Þá varð þetta fyrst virkilega erfitt, ég var rauninni mjög einmana fram að því en þarna varð þetta þannig að allir bekkirnir voru sammála um það að níðast á mér,“ segir Þórhildur Sunna.

„Hún ráðleggur mér að hætta því, þá yrði ég kannski eitthvað vinsælli og þeir myndu ekki vera svona leiðinlegir við mig.“

Ráðlagt að vera ekki að rétta upp hönd

Þórhildur Sunna rifjar upp söguna um þáverandi skólastjóra Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem hún nefnir í stöðufærslunni. Hún segir viðbrögðin vera lýsandi fyrir þær „ráðleggingar“ sem hún fékk frá hinum ýmsu ráðgjöfum.  

„Allan þann tíma sem ég var í Mosfellsbæ var ég reglulega send til einhverra ráðgjafa. Þeir sögðust skilja mjög vel hvernig mér liði en þeir skildu samt ekki neitt. Það var aldrei neitt plan um að tala við krakkanna sem níddust á mér. Eins og þetta með skólastjóranna sem kemur fram í stöðufærslunni, það var í áttunda eða sjöunda bekk. Þá höfðu strákarnir í bekknum verið að senda mér ljóta miða þar sem þeir kölluðu mig meðal annars kennarasleikju og önnur verri nöfn.

Þarna átti ég eiginlega bara eina vinkonu og það var konan á bókasafninu, ég var mjög mikið þar af því að það var eiginlega enginn annar þar. Ég vildi ekki segja frá þessu en samt sár og hendi þeim dramatískt í ruslið fyrir framan bókasafnsvörðinn. Hún tínir þá upp og kallar á skólastjórana. Ég er kölluð inn á teppið og þá spyr hún mig hvort ég sé mikið að rétta upp hönd í tíma. Ég segi að það komi alveg fyrir ef ég hef spurningar eða svör. Hún ráðleggur mér að hætta því, þá yrði ég kannski eitthvað vinsælli og þeir myndu ekki vera svona leiðinlegir við mig,“ skýrir Þórhildur Sunna.

Boðið á bæjarskrifstofu í rannsókn

Annað dæmi sem Þórhildur Sunna nefnir eru viðbrögð ráðgjafa í kjölfar viðhorfskönnunnar. „Við vorum látin fá spurningalista um hvernig okkur liði í skólanum og ég kom mjög illa út úr þessu prófi. Ég var kölluð til af félagsþjónustu Mosfellsbæjar. Ég fæ símtal um að mæta upp á bæjarskrifstofu og þá kemur í ljós að ég sé þunglynd og þyki ömurlegt í skólanum. Mér var boðið að vera með í rannsókn ásamt öðrum krökkum sem höfðu skorað lágt í þessu prófi, því þau voru alveg nokkur. Þannig að ég varð einhver stýrihópur, ég átti að upplifa það að það yrði skoðað hvernig ég myndi koma út úr því að fá enga aðstoð í samanburði við hópinn sem fékk aðstoð. Svo þurfti ég að fylla út einhvern spurningalista þar sem ég var meðal annars spurð hvort ég léki mér með minn eigin kúk. Þetta tók allt frekar mikið á mig og mér fannst þetta mjög móðgandi sem fimmtán ára krakka. Ég sá ekki að þetta gæti verið að athuga hvort ég væri geðveik. Mér fannst verið að gefa í skyn að ég hlyti að vera geðveik,“ segir Þórhildur Sunna.

„Mér fannst leiðinlegt að sjá að þetta hafi ekkert skánað og viðhorfið var það sama, að það hljóti að vera eitthvað að þér þar sem þú ert lagður í einelti.“

Las svipaða sögu í háskóla

Þrátt fyrir mótmæli aðstoðarskólastjóra fékk hún að fara yfir í Laugarlækjaskóla. Þórhildur Sunna segir að eftir að hún færði sig þangað hafi eineltið raunar alveg hætt. „Ég veit ekki hvort að þetta sé svona enn þá, nú eru komin 13 ár síðan ég fór úr þessum skóla, þannig að það gæti vel verið að þetta hafi breyst en ég man eftir að hafa lesið frásögn stelpu töluvert eftir að ég kláraði skólann. Ég var komin í háskóla. Hún var að lýsa mjög svipuðu viðhorfi frá skólayfirvöldum. Mér fannst leiðinlegt að sjá að þetta hafi ekkert skánað og viðhorfið var það sama, að það hljóti að vera eitthvað að þér þar sem þú ert lagður í einelti. Það sem var að mér var að ég var með svart hár, með munninn fyrir neðan nefið og hafði aðeins öðruvísi skoðanir,“ segir Þórhildur Sunna.

Lýst vel á samskiptasetrið

Líkt og fyrr segir var átakið Einelti er ógeð á vegum Á allra vörum sem varð til þess að Þórhildur Sunna skrifað stöðufærsluna. Markmið söfnunarinnar í ár er að koma á fót samskiptasetri í samstarfi við Erindi, samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða, fyrir þá sem glíma við einelti, foreldra og fjölskyldur þeirra.

„Ég hef séð nokkra svona statusa poppa upp, þetta hefur greinilegt snert marga strengi. Ég held að það gæti verið rosalega gott að hafa svona setur þar sem krakkar geti hist á jafningjagrundvelli til að ræða málin. Þannig að þeir sérfræðingar sem eiga að taka á þessu viti hvernig eigi að taka á þessu og séu ekki bara einhver félagsráðgjafi sem hefur enga þekkingu á því sem hann er að gera“ segir Þórhildur Sunna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár