Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fórnarlamb eineltis fékk heimsókn frá bifhjólasamtökum

Stein­unn Anna flutti á milli bæj­ar­fé­laga til þess að forða drengn­um sín­um frá dag­legu einelti. „Ég er nán­ast enn með tár­in í aug­un­um. Allt þetta fal­lega fólk sem kom og sagði syni mín­um að hann ætti sko fullt af vin­um sem væri alls ekki sama um hann,“ seg­ir Stein­unn Anna.

Fórnarlamb eineltis fékk heimsókn frá bifhjólasamtökum
Alsæll með mömmu Hér er Jónas ásamt móður sinni, Steinunni Önnu Sigurðardóttur, í mótorhjólagallanum sínum.

Hinn átta ára gamli Jónas átti yndislegan dag í þarsíðustu viku þegar hópur bifhjólamanna bankaði upp á heima hjá honum og bauð honum á rúntinn. Jónas er fórnarlamb eineltis og steig móðir hans fram í viðtali við Stundina í júlí á þessu ári og sagði sögu hans. Jónas lauk öðrum bekk í sumar en móðir hans, Steinunn Anna Sigurðardóttir, líkti skólagöngu sonar síns við eina langa martröð. Var Jónas greindur með málskilningsröskun og framburðarfrávik, sem gerir honum erfitt að tjá sig, og hafði það verið skotspónn barna og unglinga í grunnskóla Jónasar í Reykjanesbæ.

Saga Jónasar snerti taugar hjá nokkrum bifhjólamönnum sem vildu sýna drengnum kærleik og samstöðu. Höfðu þeir samband við móður Jónasar og komu litla drengnum á óvart.

„Ég er nánast enn með tárin í augunum. Allt þetta fallega fólk sem kom og sagði syni mínum að hann ætti sko fullt af vinum sem væri alls ekki sama um hann. Algjörlega óumbeðið. Þetta kallast að sýna kærleikann í verki og ég er þeim öllum afar þakklát,“ segir Steinunn Anna um heimsóknina óvæntu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár