Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fórnarlamb eineltis fékk heimsókn frá bifhjólasamtökum

Stein­unn Anna flutti á milli bæj­ar­fé­laga til þess að forða drengn­um sín­um frá dag­legu einelti. „Ég er nán­ast enn með tár­in í aug­un­um. Allt þetta fal­lega fólk sem kom og sagði syni mín­um að hann ætti sko fullt af vin­um sem væri alls ekki sama um hann,“ seg­ir Stein­unn Anna.

Fórnarlamb eineltis fékk heimsókn frá bifhjólasamtökum
Alsæll með mömmu Hér er Jónas ásamt móður sinni, Steinunni Önnu Sigurðardóttur, í mótorhjólagallanum sínum.

Hinn átta ára gamli Jónas átti yndislegan dag í þarsíðustu viku þegar hópur bifhjólamanna bankaði upp á heima hjá honum og bauð honum á rúntinn. Jónas er fórnarlamb eineltis og steig móðir hans fram í viðtali við Stundina í júlí á þessu ári og sagði sögu hans. Jónas lauk öðrum bekk í sumar en móðir hans, Steinunn Anna Sigurðardóttir, líkti skólagöngu sonar síns við eina langa martröð. Var Jónas greindur með málskilningsröskun og framburðarfrávik, sem gerir honum erfitt að tjá sig, og hafði það verið skotspónn barna og unglinga í grunnskóla Jónasar í Reykjanesbæ.

Saga Jónasar snerti taugar hjá nokkrum bifhjólamönnum sem vildu sýna drengnum kærleik og samstöðu. Höfðu þeir samband við móður Jónasar og komu litla drengnum á óvart.

„Ég er nánast enn með tárin í augunum. Allt þetta fallega fólk sem kom og sagði syni mínum að hann ætti sko fullt af vinum sem væri alls ekki sama um hann. Algjörlega óumbeðið. Þetta kallast að sýna kærleikann í verki og ég er þeim öllum afar þakklát,“ segir Steinunn Anna um heimsóknina óvæntu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár