Fórnarlamb eineltis fékk heimsókn frá bifhjólasamtökum

Stein­unn Anna flutti á milli bæj­ar­fé­laga til þess að forða drengn­um sín­um frá dag­legu einelti. „Ég er nán­ast enn með tár­in í aug­un­um. Allt þetta fal­lega fólk sem kom og sagði syni mín­um að hann ætti sko fullt af vin­um sem væri alls ekki sama um hann,“ seg­ir Stein­unn Anna.

Fórnarlamb eineltis fékk heimsókn frá bifhjólasamtökum
Alsæll með mömmu Hér er Jónas ásamt móður sinni, Steinunni Önnu Sigurðardóttur, í mótorhjólagallanum sínum.

Hinn átta ára gamli Jónas átti yndislegan dag í þarsíðustu viku þegar hópur bifhjólamanna bankaði upp á heima hjá honum og bauð honum á rúntinn. Jónas er fórnarlamb eineltis og steig móðir hans fram í viðtali við Stundina í júlí á þessu ári og sagði sögu hans. Jónas lauk öðrum bekk í sumar en móðir hans, Steinunn Anna Sigurðardóttir, líkti skólagöngu sonar síns við eina langa martröð. Var Jónas greindur með málskilningsröskun og framburðarfrávik, sem gerir honum erfitt að tjá sig, og hafði það verið skotspónn barna og unglinga í grunnskóla Jónasar í Reykjanesbæ.

Saga Jónasar snerti taugar hjá nokkrum bifhjólamönnum sem vildu sýna drengnum kærleik og samstöðu. Höfðu þeir samband við móður Jónasar og komu litla drengnum á óvart.

„Ég er nánast enn með tárin í augunum. Allt þetta fallega fólk sem kom og sagði syni mínum að hann ætti sko fullt af vinum sem væri alls ekki sama um hann. Algjörlega óumbeðið. Þetta kallast að sýna kærleikann í verki og ég er þeim öllum afar þakklát,“ segir Steinunn Anna um heimsóknina óvæntu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár