Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Ósátt við frétt um einelti og segja hana ranga

Svein­fríð­ur Olga Vet­urliða­dótt­ir, skóla­stjóri grunn­skól­ans á Ísa­firði, gagn­rýn­ir harð­lega DV vegna frétt­ar um einelti í bæj­ar­fé­lag­inu sem byggði á óbeinni heim­ild. Móð­ir drengs­ins seg­ir að hon­um hafi sárn­að við frétt­ina.

Ósátt við frétt um einelti og segja hana ranga

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri grunnskólans á Ísafirði, er harðorð vegna fréttar um einelti gegn ungum dreng í bænum, sem byggð var á einni óbeinni heimild. Hún segir efni fréttarinnar rangt. Fréttin var ein mest lesna frétt dv.is í síðustu viku.

Frétt DV á laugardaginn síðastliðinn fjallaði um að ungur drengur í bænum hefði verið lagður í einelti með þeim hætti að krakkar í bænum hefðu sniðgengið afmælisveislu hans. Fréttin byggði alfarið á frásögn eins íbúa á Ísafirði, en eiginkona mannsins er skyld drengnum. 

Stundin náði tali af móður drengsins sem um ræðir og segir hún að ekkert einelti hafi átt sér stað. „Hann hefur ekki orðið fyrir einelti í skóla. Það kom eitt tilvik upp fyrir nokkrum árum síðan en það var lagað á þremur dögum,“ segir móðir drengsins.

Hún segir að allt það helsta sem skipti máli hafi komið fram í tilkynningu sem foreldrar nemenda í 10. bekk, kennarar og stjórnendur grunnskóla Ísafjarðar sendu frá sér í gær. Hún segir þó að sér og syni sínum hafi verulega sárnað frétt DV og þá sér í lagi athugasemdir við hana. „Mér sárnaði þetta og hann sá DV-fréttina og fór að lesa kommentin. Þá kallaði hann í mig og spurði hágrátandi: „er þetta virkilega ég sem er verið að tala um?““ segir móðir drengsins.

Frétt DV á laugardaginn síðastliðinn fjallaði um að ungur drengur í bænum hefði verið lagður í einelti með þeim hætti að krakkar í bænum hefðu sniðgengið afmælisveislu hans. Fréttin byggði alfarið á frásögn eins íbúa á Ísafirði, en eiginkona mannsins er skyld drengnum. 

Stundin náði tali af móður drengsins sem um ræðir og segir hún að ekkert einelti hafi átt sér stað. „Hann hefur ekki orðið fyrir einelti í skóla. Það kom eitt tilvik upp fyrir nokkrum árum síðan en það var lagað á þremur dögum,“ segir móðir drengsins. 

Hún segir að allt það helsta sem skipti máli hafi komið fram í tilkynningu sem foreldrar nemenda í 10. bekk, kennarar og stjórnendur grunnskóla Ísafjarðar sendu frá sér í gær. Hún segir þó að sér og syni sínum hafi verulega sárnað frétt DV og þá sér í lagi athugasemdir við hana. „Mér sárnaði þetta og hann sá DV fréttina og fór að lesa kommentin. Þá kallaði hann í mig og spurði hágrátandi: „er þetta virkilega ég sem er verið að tala um?“,“ segir móðir drengsins.

Fréttin beinlínis röng

Sveinfríður Olga segir að eftir að hafa rætt við móður drengsins sé ekkert sem bendi til þess að einelti hafi átt sér stað. Að sögn hennar er fréttin beinlínis röng, öll forföll í afmæli drengsins hafi átt sér eðlilegar skýringar. Hún segir að börnin í grunnskólanum séu miður sín eftir fréttaflutninginn.

Fyrirsögn fréttarinnar er: „Einelti á Ísafirði: Enginn mætti í afmæli ungs pilts“. Að sögn foreldra og skólastjórnenda er fyrirsögnin röng, þar sem ekki hafi verið um einelti að ræða og ekki sé rétt að enginn hafi mætt í afmælið, þótt forföll hafi orðið af eðlilegum ástæðum, að þeirra sögn. DV hefur ekki leiðrétt fréttina eða fyrirsögnina, en vísað til þess að rætt hafi verið við manninn sem sagði frá eineltinu í Facebook-status, og að hann hafi staðfest að hafa skrifað statusinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár