Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ósátt við frétt um einelti og segja hana ranga

Svein­fríð­ur Olga Vet­urliða­dótt­ir, skóla­stjóri grunn­skól­ans á Ísa­firði, gagn­rýn­ir harð­lega DV vegna frétt­ar um einelti í bæj­ar­fé­lag­inu sem byggði á óbeinni heim­ild. Móð­ir drengs­ins seg­ir að hon­um hafi sárn­að við frétt­ina.

Ósátt við frétt um einelti og segja hana ranga

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri grunnskólans á Ísafirði, er harðorð vegna fréttar um einelti gegn ungum dreng í bænum, sem byggð var á einni óbeinni heimild. Hún segir efni fréttarinnar rangt. Fréttin var ein mest lesna frétt dv.is í síðustu viku.

Frétt DV á laugardaginn síðastliðinn fjallaði um að ungur drengur í bænum hefði verið lagður í einelti með þeim hætti að krakkar í bænum hefðu sniðgengið afmælisveislu hans. Fréttin byggði alfarið á frásögn eins íbúa á Ísafirði, en eiginkona mannsins er skyld drengnum. 

Stundin náði tali af móður drengsins sem um ræðir og segir hún að ekkert einelti hafi átt sér stað. „Hann hefur ekki orðið fyrir einelti í skóla. Það kom eitt tilvik upp fyrir nokkrum árum síðan en það var lagað á þremur dögum,“ segir móðir drengsins.

Hún segir að allt það helsta sem skipti máli hafi komið fram í tilkynningu sem foreldrar nemenda í 10. bekk, kennarar og stjórnendur grunnskóla Ísafjarðar sendu frá sér í gær. Hún segir þó að sér og syni sínum hafi verulega sárnað frétt DV og þá sér í lagi athugasemdir við hana. „Mér sárnaði þetta og hann sá DV-fréttina og fór að lesa kommentin. Þá kallaði hann í mig og spurði hágrátandi: „er þetta virkilega ég sem er verið að tala um?““ segir móðir drengsins.

Frétt DV á laugardaginn síðastliðinn fjallaði um að ungur drengur í bænum hefði verið lagður í einelti með þeim hætti að krakkar í bænum hefðu sniðgengið afmælisveislu hans. Fréttin byggði alfarið á frásögn eins íbúa á Ísafirði, en eiginkona mannsins er skyld drengnum. 

Stundin náði tali af móður drengsins sem um ræðir og segir hún að ekkert einelti hafi átt sér stað. „Hann hefur ekki orðið fyrir einelti í skóla. Það kom eitt tilvik upp fyrir nokkrum árum síðan en það var lagað á þremur dögum,“ segir móðir drengsins. 

Hún segir að allt það helsta sem skipti máli hafi komið fram í tilkynningu sem foreldrar nemenda í 10. bekk, kennarar og stjórnendur grunnskóla Ísafjarðar sendu frá sér í gær. Hún segir þó að sér og syni sínum hafi verulega sárnað frétt DV og þá sér í lagi athugasemdir við hana. „Mér sárnaði þetta og hann sá DV fréttina og fór að lesa kommentin. Þá kallaði hann í mig og spurði hágrátandi: „er þetta virkilega ég sem er verið að tala um?“,“ segir móðir drengsins.

Fréttin beinlínis röng

Sveinfríður Olga segir að eftir að hafa rætt við móður drengsins sé ekkert sem bendi til þess að einelti hafi átt sér stað. Að sögn hennar er fréttin beinlínis röng, öll forföll í afmæli drengsins hafi átt sér eðlilegar skýringar. Hún segir að börnin í grunnskólanum séu miður sín eftir fréttaflutninginn.

Fyrirsögn fréttarinnar er: „Einelti á Ísafirði: Enginn mætti í afmæli ungs pilts“. Að sögn foreldra og skólastjórnenda er fyrirsögnin röng, þar sem ekki hafi verið um einelti að ræða og ekki sé rétt að enginn hafi mætt í afmælið, þótt forföll hafi orðið af eðlilegum ástæðum, að þeirra sögn. DV hefur ekki leiðrétt fréttina eða fyrirsögnina, en vísað til þess að rætt hafi verið við manninn sem sagði frá eineltinu í Facebook-status, og að hann hafi staðfest að hafa skrifað statusinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár