Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem fékk ekki köku á afmælisdaginn

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, deil­ir aug­lýs­ingu Á allra vör­um sem bein­ist gegn einelti og lýs­ir sögu sinni inn­an borg­ar­ráðs. Hún seg­ist ekki líta á sig sem þol­anda einelt­is en seg­ist þó hugsi yf­ir hvaða skila­boð slíkt sendi.

Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem fékk ekki köku á afmælisdaginn

„Borgarráð Reykjavíkur kaupir afmæliskökur fyrir borgarráðsmenn þegar þeir eiga afmæli á fundardegi borgarráðs. Nema fyrir einn,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína á laugardaginn. Með færslunni deildi hún frétt DV um áhrifamikla auglýsingu Á allra vöru þar sem sjá má ungan dreng bíða eftir afmælisgestum sem aldrei koma.

Í samtali við Stundina segir Sveinbjörg að hún hafi átt afmæli síðastliðinn janúar sama dag og borgarráðsfundur var haldin og var ekkert gert úr því þá. Hins vegar hafi bæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, átt afmæli síðar á árinu þegar borgarráðsfundur var haldinn og þá hafi verið borin fram afmæliskaka fyrir þá.

Hún leggur áherslu á að með því að benda á þetta vilji hún ekki gengisfella einelti. Það að þetta geti gerst á æðstu stigum samfélagsins sýni hins vegar hvað umræðan um einelti sé stutt á veg komin.

„Borgarráð Reykjavíkur kaupir afmæliskökur fyrir borgarráðsmenn þegar þeir eiga afmæli á fundardegi borgarráðs. Nema fyrir einn.“ 

Áður ekki boðið með körlum

„19. júní í fyrra átti Dagur afmæli og það voru kökur og æðislegt. Síðan eiga ekkert allir borgarfulltrúar afmæli á fimmtudegi, þegar borgarráð fundar, þannig það er ekkert verið að halda upp á það ef þú átt afmæli á þriðjudegi en borgarráðsfundur er á fimmtudegi. Síðan átti ég afmæli 29. janúar og við vorum búnar að ræða þetta á milli okkar við stelpurnar. Svo varð ekki neitt og ég var ekkert að stressa mig á því. Síðan í júní þá á Júlíus Vífill afmæli og þá eru kökur. Þá hugsaði ég, já ok þessu er bara sleppt þegar ég á afmæli,“ segir Sveinbjörg og bætir við að það sé sérkennilegt að fullorðið fólk hagi sér svona.

Hún segist áður hafa unnið á karlægum vinnustöðum þar sem ekki hafi verið óalgengt að henni hafi ekki verið boðið með í sumar skemmtanir. „Þar var mér ekki boðið með í veiðiferðina,“ nefnir hún sem dæmi. „Ég hef aldrei litið á það sem einelti, heldur frekar að ég hafi ekki verið karl. Þegar við fórum út að borða og það var verið að fara á strippklúbb eftir matinn þá fóru konurnar ekki með. Það er allt annað,“ segir Sveinbjörg.   

Ekki einelti

Sveinbjörg segist þó ekki ætla að líta á sig sem þolanda eineltis. „Ég hef valið að líta svo á að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Þeir hljóta að hafa gleymt þessu. Það er eins og þegar maður gleymir því stundum að það sé búið að boða í afmæli og börnin manns eigi að fara, alveg eins og í þessari auglýsingu. Það eru mjög sterk skilaboð í henni. Við höfum lent í því að eftir skólann hjá stráknum mínum sendi ein mamman skilaboð um að það hafi bara þrír mætt í afmæli barnsins síns. Þannig að maður tekur þetta til sín.

Engu að síður, út frá því sem var sagt í aðdraganda að einhverju afmæliskaffinu, þá spyr maður sig. Samt sem áður getur maður ekki lifað lífinu með því að skilgreina sig sem þolenda. Maður verður að vera gerandi. Þannig að næst þegar ég á afmæli þá mæti ég bara sjálf með kökuna,“ segir Sveinbjörg.

„Næst þegar ég á afmæli þá mæti ég bara sjálf með kökuna.“ 

Mörgum starfsmönnum líður illa

„Það sem er alvarlegast í þessu er ekki þetta atvik heldur það að ef þetta er að eiga sér stað annars staðar í borginni, á öðrum sviðum borgarinnar. Það rosalega hátt veikindahlutfall hjá Reykjavíkurborg, að meðaltali er það sjö prósent. Allir starfsmannastjórar tala um að ef þú ert með meira en 2-3 prósent þá er eitthvað sem þarf að skoða. Þetta hefur eitthvað með það að gera að fólki líður illa í vinnunni. Spurningin er af hverju því líður illa í vinnunni. Ef þetta er svona á efstu stigum þá fer þetta niður, eins og ef foreldri talar illa um vini sína þá er líklegt að börnin geri það líka,“ segir Sveinbjörg Birna og bætir því við að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi haft samband við sig og sagst líða illa í vinnunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár