Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem fékk ekki köku á afmælisdaginn

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, deil­ir aug­lýs­ingu Á allra vör­um sem bein­ist gegn einelti og lýs­ir sögu sinni inn­an borg­ar­ráðs. Hún seg­ist ekki líta á sig sem þol­anda einelt­is en seg­ist þó hugsi yf­ir hvaða skila­boð slíkt sendi.

Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem fékk ekki köku á afmælisdaginn

„Borgarráð Reykjavíkur kaupir afmæliskökur fyrir borgarráðsmenn þegar þeir eiga afmæli á fundardegi borgarráðs. Nema fyrir einn,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína á laugardaginn. Með færslunni deildi hún frétt DV um áhrifamikla auglýsingu Á allra vöru þar sem sjá má ungan dreng bíða eftir afmælisgestum sem aldrei koma.

Í samtali við Stundina segir Sveinbjörg að hún hafi átt afmæli síðastliðinn janúar sama dag og borgarráðsfundur var haldin og var ekkert gert úr því þá. Hins vegar hafi bæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, átt afmæli síðar á árinu þegar borgarráðsfundur var haldinn og þá hafi verið borin fram afmæliskaka fyrir þá.

Hún leggur áherslu á að með því að benda á þetta vilji hún ekki gengisfella einelti. Það að þetta geti gerst á æðstu stigum samfélagsins sýni hins vegar hvað umræðan um einelti sé stutt á veg komin.

„Borgarráð Reykjavíkur kaupir afmæliskökur fyrir borgarráðsmenn þegar þeir eiga afmæli á fundardegi borgarráðs. Nema fyrir einn.“ 

Áður ekki boðið með körlum

„19. júní í fyrra átti Dagur afmæli og það voru kökur og æðislegt. Síðan eiga ekkert allir borgarfulltrúar afmæli á fimmtudegi, þegar borgarráð fundar, þannig það er ekkert verið að halda upp á það ef þú átt afmæli á þriðjudegi en borgarráðsfundur er á fimmtudegi. Síðan átti ég afmæli 29. janúar og við vorum búnar að ræða þetta á milli okkar við stelpurnar. Svo varð ekki neitt og ég var ekkert að stressa mig á því. Síðan í júní þá á Júlíus Vífill afmæli og þá eru kökur. Þá hugsaði ég, já ok þessu er bara sleppt þegar ég á afmæli,“ segir Sveinbjörg og bætir við að það sé sérkennilegt að fullorðið fólk hagi sér svona.

Hún segist áður hafa unnið á karlægum vinnustöðum þar sem ekki hafi verið óalgengt að henni hafi ekki verið boðið með í sumar skemmtanir. „Þar var mér ekki boðið með í veiðiferðina,“ nefnir hún sem dæmi. „Ég hef aldrei litið á það sem einelti, heldur frekar að ég hafi ekki verið karl. Þegar við fórum út að borða og það var verið að fara á strippklúbb eftir matinn þá fóru konurnar ekki með. Það er allt annað,“ segir Sveinbjörg.   

Ekki einelti

Sveinbjörg segist þó ekki ætla að líta á sig sem þolanda eineltis. „Ég hef valið að líta svo á að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Þeir hljóta að hafa gleymt þessu. Það er eins og þegar maður gleymir því stundum að það sé búið að boða í afmæli og börnin manns eigi að fara, alveg eins og í þessari auglýsingu. Það eru mjög sterk skilaboð í henni. Við höfum lent í því að eftir skólann hjá stráknum mínum sendi ein mamman skilaboð um að það hafi bara þrír mætt í afmæli barnsins síns. Þannig að maður tekur þetta til sín.

Engu að síður, út frá því sem var sagt í aðdraganda að einhverju afmæliskaffinu, þá spyr maður sig. Samt sem áður getur maður ekki lifað lífinu með því að skilgreina sig sem þolenda. Maður verður að vera gerandi. Þannig að næst þegar ég á afmæli þá mæti ég bara sjálf með kökuna,“ segir Sveinbjörg.

„Næst þegar ég á afmæli þá mæti ég bara sjálf með kökuna.“ 

Mörgum starfsmönnum líður illa

„Það sem er alvarlegast í þessu er ekki þetta atvik heldur það að ef þetta er að eiga sér stað annars staðar í borginni, á öðrum sviðum borgarinnar. Það rosalega hátt veikindahlutfall hjá Reykjavíkurborg, að meðaltali er það sjö prósent. Allir starfsmannastjórar tala um að ef þú ert með meira en 2-3 prósent þá er eitthvað sem þarf að skoða. Þetta hefur eitthvað með það að gera að fólki líður illa í vinnunni. Spurningin er af hverju því líður illa í vinnunni. Ef þetta er svona á efstu stigum þá fer þetta niður, eins og ef foreldri talar illa um vini sína þá er líklegt að börnin geri það líka,“ segir Sveinbjörg Birna og bætir því við að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi haft samband við sig og sagst líða illa í vinnunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár