Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem fékk ekki köku á afmælisdaginn

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, deil­ir aug­lýs­ingu Á allra vör­um sem bein­ist gegn einelti og lýs­ir sögu sinni inn­an borg­ar­ráðs. Hún seg­ist ekki líta á sig sem þol­anda einelt­is en seg­ist þó hugsi yf­ir hvaða skila­boð slíkt sendi.

Sveinbjörg Birna eini borgarfulltrúinn sem fékk ekki köku á afmælisdaginn

„Borgarráð Reykjavíkur kaupir afmæliskökur fyrir borgarráðsmenn þegar þeir eiga afmæli á fundardegi borgarráðs. Nema fyrir einn,“ skrifaði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, á Facebook-síðu sína á laugardaginn. Með færslunni deildi hún frétt DV um áhrifamikla auglýsingu Á allra vöru þar sem sjá má ungan dreng bíða eftir afmælisgestum sem aldrei koma.

Í samtali við Stundina segir Sveinbjörg að hún hafi átt afmæli síðastliðinn janúar sama dag og borgarráðsfundur var haldin og var ekkert gert úr því þá. Hins vegar hafi bæði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, átt afmæli síðar á árinu þegar borgarráðsfundur var haldinn og þá hafi verið borin fram afmæliskaka fyrir þá.

Hún leggur áherslu á að með því að benda á þetta vilji hún ekki gengisfella einelti. Það að þetta geti gerst á æðstu stigum samfélagsins sýni hins vegar hvað umræðan um einelti sé stutt á veg komin.

„Borgarráð Reykjavíkur kaupir afmæliskökur fyrir borgarráðsmenn þegar þeir eiga afmæli á fundardegi borgarráðs. Nema fyrir einn.“ 

Áður ekki boðið með körlum

„19. júní í fyrra átti Dagur afmæli og það voru kökur og æðislegt. Síðan eiga ekkert allir borgarfulltrúar afmæli á fimmtudegi, þegar borgarráð fundar, þannig það er ekkert verið að halda upp á það ef þú átt afmæli á þriðjudegi en borgarráðsfundur er á fimmtudegi. Síðan átti ég afmæli 29. janúar og við vorum búnar að ræða þetta á milli okkar við stelpurnar. Svo varð ekki neitt og ég var ekkert að stressa mig á því. Síðan í júní þá á Júlíus Vífill afmæli og þá eru kökur. Þá hugsaði ég, já ok þessu er bara sleppt þegar ég á afmæli,“ segir Sveinbjörg og bætir við að það sé sérkennilegt að fullorðið fólk hagi sér svona.

Hún segist áður hafa unnið á karlægum vinnustöðum þar sem ekki hafi verið óalgengt að henni hafi ekki verið boðið með í sumar skemmtanir. „Þar var mér ekki boðið með í veiðiferðina,“ nefnir hún sem dæmi. „Ég hef aldrei litið á það sem einelti, heldur frekar að ég hafi ekki verið karl. Þegar við fórum út að borða og það var verið að fara á strippklúbb eftir matinn þá fóru konurnar ekki með. Það er allt annað,“ segir Sveinbjörg.   

Ekki einelti

Sveinbjörg segist þó ekki ætla að líta á sig sem þolanda eineltis. „Ég hef valið að líta svo á að þeir hafi ekki áttað sig á þessu. Þeir hljóta að hafa gleymt þessu. Það er eins og þegar maður gleymir því stundum að það sé búið að boða í afmæli og börnin manns eigi að fara, alveg eins og í þessari auglýsingu. Það eru mjög sterk skilaboð í henni. Við höfum lent í því að eftir skólann hjá stráknum mínum sendi ein mamman skilaboð um að það hafi bara þrír mætt í afmæli barnsins síns. Þannig að maður tekur þetta til sín.

Engu að síður, út frá því sem var sagt í aðdraganda að einhverju afmæliskaffinu, þá spyr maður sig. Samt sem áður getur maður ekki lifað lífinu með því að skilgreina sig sem þolenda. Maður verður að vera gerandi. Þannig að næst þegar ég á afmæli þá mæti ég bara sjálf með kökuna,“ segir Sveinbjörg.

„Næst þegar ég á afmæli þá mæti ég bara sjálf með kökuna.“ 

Mörgum starfsmönnum líður illa

„Það sem er alvarlegast í þessu er ekki þetta atvik heldur það að ef þetta er að eiga sér stað annars staðar í borginni, á öðrum sviðum borgarinnar. Það rosalega hátt veikindahlutfall hjá Reykjavíkurborg, að meðaltali er það sjö prósent. Allir starfsmannastjórar tala um að ef þú ert með meira en 2-3 prósent þá er eitthvað sem þarf að skoða. Þetta hefur eitthvað með það að gera að fólki líður illa í vinnunni. Spurningin er af hverju því líður illa í vinnunni. Ef þetta er svona á efstu stigum þá fer þetta niður, eins og ef foreldri talar illa um vini sína þá er líklegt að börnin geri það líka,“ segir Sveinbjörg Birna og bætir því við að starfsmenn Reykjavíkurborgar hafi haft samband við sig og sagst líða illa í vinnunni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár