Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skrifar opið bréf til Seyðfirðinga: Hjartað brotið eftir fáránlegar ásakanir

Phil­ippe Clause skrif­ar op­ið bréf til Seyð­firð­inga þar hann seg­ir frá for­dóm­um sem hann hef­ur orð­ið fyr­ir af hluta bæj­ar­búa síð­ast­lið­in þrjú ár. Hann seg­ist hafa ver­ið kýld­ur í tvígang og sak­að­ur um bera ábyrgð á sjálfs­vígi. Hann seg­ir þó Seyð­firð­inga al­mennt vera dá­sam­lega.

Skrifar opið bréf til Seyðfirðinga: Hjartað brotið eftir fáránlegar ásakanir

Undanfarin þrjú ár hefur Frakkinn Philippe Clause búið á Seyðisfirði þar sem hann rekur hönnunarverslunina Esualc. Í gær birti hann opið bréf á Facebook-síðu sinni til Seyðfirðinga þar sem hann segir frá fordómum sem hann segist hafa orðið fyrir af hluta íbúa.

„Kæru Seyðfirðingar. Síðastliðin fimm ár hef ég verið fórnarlamb fjölmargra fáránlegra ásakana og árása gegn mér, bæði líkamlegra og siðferðislega. Undanfarin ár hef ég verið kýldur tvisvar, það hefur verið dylgjað um að ég hafi haft uppi framferð sem leiddi til sjálfsmorðs manns, ég hef verið sagður hafa misbeitt mér gagnvart hundinum mínum, ég hef fengið yfir mig fúkyrði fyrir að vera sá sem ég er, ég hef verið tilkynntur til lögreglu vegna fíkniefnaneyslu og sölu.

Í gærkvöldi var lögreglan enn einu sinni send til mín í kjölfar símtals sem átti að tengjast ólöglegu athæfi mínu. Engin þessa gjörða, sem eru beinlínis ætlaðar til að skaða mig, hefur eða mun hafa áhrif á heilindi mín. Síðastu ár hef ég þrotalaust reynt að koma til skila jákvæðri ímynd til þeirra þúsunda ferðamanna sem sækja Seyðisfjörð heim, deilt og sýnt kærleikann og umhyggjuna sem ég hef fengið fram flestum ykkar. Ég er með þykkan skráp. Hins vegar er hjarta mitt brotið í dag,“ skrifar Philippe. Ekki náðist í lögregluna á Austurlandi við vinnslu fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

 

Hefur búið á Íslandi í níu ár

Í samtali við Stundina vildi Philippe engu bæta við bréf sitt utan þess að almennt væru Seyðfirðingar frábært fólk. „Ég hef engu við bréfið að bæta. Ég vona að það hafi verið nógu ljóst. Ég er með dásamlegt fólk í kringum mig og Seyðfirðingar eru æðislegir,“ segir Philippe.

Í viðtali við Iceland Magazine í fyrra sagði Philippe söguna af því  hvernig það kom til að hann fluttist til Íslands árið 2006, en hann bjó í Reykjavík til ársins 2012. „Vinkona mín sem ég var með í skóla í París fór til Íslands í þrjá mánuði og kom til baka algjörlega umbreytt bæði líkamlega og andlega. Hún kom til baka rjóð í kinnum og var hamingjusöm. Ég var ekki á góðum stað í lífinu á þeim tímapunkti og þegar ég sá hve glöð og heilbrigð hún var ákvað ég að fylgja í spor hennar,“ sagði Philippe. Síðan þá hefur Philippe búið á Íslandi. Viðtalið má lesa í heild hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár