Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skrifar opið bréf til Seyðfirðinga: Hjartað brotið eftir fáránlegar ásakanir

Phil­ippe Clause skrif­ar op­ið bréf til Seyð­firð­inga þar hann seg­ir frá for­dóm­um sem hann hef­ur orð­ið fyr­ir af hluta bæj­ar­búa síð­ast­lið­in þrjú ár. Hann seg­ist hafa ver­ið kýld­ur í tvígang og sak­að­ur um bera ábyrgð á sjálfs­vígi. Hann seg­ir þó Seyð­firð­inga al­mennt vera dá­sam­lega.

Skrifar opið bréf til Seyðfirðinga: Hjartað brotið eftir fáránlegar ásakanir

Undanfarin þrjú ár hefur Frakkinn Philippe Clause búið á Seyðisfirði þar sem hann rekur hönnunarverslunina Esualc. Í gær birti hann opið bréf á Facebook-síðu sinni til Seyðfirðinga þar sem hann segir frá fordómum sem hann segist hafa orðið fyrir af hluta íbúa.

„Kæru Seyðfirðingar. Síðastliðin fimm ár hef ég verið fórnarlamb fjölmargra fáránlegra ásakana og árása gegn mér, bæði líkamlegra og siðferðislega. Undanfarin ár hef ég verið kýldur tvisvar, það hefur verið dylgjað um að ég hafi haft uppi framferð sem leiddi til sjálfsmorðs manns, ég hef verið sagður hafa misbeitt mér gagnvart hundinum mínum, ég hef fengið yfir mig fúkyrði fyrir að vera sá sem ég er, ég hef verið tilkynntur til lögreglu vegna fíkniefnaneyslu og sölu.

Í gærkvöldi var lögreglan enn einu sinni send til mín í kjölfar símtals sem átti að tengjast ólöglegu athæfi mínu. Engin þessa gjörða, sem eru beinlínis ætlaðar til að skaða mig, hefur eða mun hafa áhrif á heilindi mín. Síðastu ár hef ég þrotalaust reynt að koma til skila jákvæðri ímynd til þeirra þúsunda ferðamanna sem sækja Seyðisfjörð heim, deilt og sýnt kærleikann og umhyggjuna sem ég hef fengið fram flestum ykkar. Ég er með þykkan skráp. Hins vegar er hjarta mitt brotið í dag,“ skrifar Philippe. Ekki náðist í lögregluna á Austurlandi við vinnslu fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

 

Hefur búið á Íslandi í níu ár

Í samtali við Stundina vildi Philippe engu bæta við bréf sitt utan þess að almennt væru Seyðfirðingar frábært fólk. „Ég hef engu við bréfið að bæta. Ég vona að það hafi verið nógu ljóst. Ég er með dásamlegt fólk í kringum mig og Seyðfirðingar eru æðislegir,“ segir Philippe.

Í viðtali við Iceland Magazine í fyrra sagði Philippe söguna af því  hvernig það kom til að hann fluttist til Íslands árið 2006, en hann bjó í Reykjavík til ársins 2012. „Vinkona mín sem ég var með í skóla í París fór til Íslands í þrjá mánuði og kom til baka algjörlega umbreytt bæði líkamlega og andlega. Hún kom til baka rjóð í kinnum og var hamingjusöm. Ég var ekki á góðum stað í lífinu á þeim tímapunkti og þegar ég sá hve glöð og heilbrigð hún var ákvað ég að fylgja í spor hennar,“ sagði Philippe. Síðan þá hefur Philippe búið á Íslandi. Viðtalið má lesa í heild hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einelti

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu