Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bréf umboðsmanns í heild: Kallaði eftir gögnum um ráðgjöfina

Um­boðs­mað­ur þurfti gögn frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu með­al ann­ars til að geta met­ið hvort til­efni væri til frum­kvæðis­at­hug­un­ar á embætt­is­færsl­um ráð­herra við skip­un dóm­ara.

Bréf umboðsmanns í heild: Kallaði eftir gögnum um ráðgjöfina

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, óskaði eftir gögnum um embættisfærslur Sigríðar Andersen í Landsréttarmálinu frá dómsmálaráðuneytinu þann 8. janúar síðastliðinn og fékk þau í hendur sama dag og hann kom fyrir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að fjalla um verklag og stöðu ráðherra.

Í bréfinu kom meðal annars fram að umboðsmaður bæði um gögnin til að geta metið hvort tilefni væri til frumkvæðisathugunar á málsmeðferð ráðherra við skipun dómara.

Stundin sendi dómsmálaráðuneytinu upplýsingabeiðni í síðustu viku og óskaði eftir því að fá fyrirspurnar-bréf umboðsmanns afhent, enda heyra slík bréf undir ákvæði upplýsinga.

Svar við fyrirspurninni hefur ekki borist þegar þetta er skrifað en Stundin fékk bréfið með öðrum hætti. RÚV reifaði efni þess í gærkvöldi, en hér má lesa það í heild:

Umboðsmaður óskaði eftir því að fá gögnin send „sem allra fyrst“ og „eigi síðar en 17. janúar“. Að því er fram kemur í frétt á Vísi.is fékk hann þau hins vegar ekki í hendur fyrr en 18. janúar, sama dag og fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fór fram um málið ásamt umboðsmanni og fleiri gestum. 

Eins og Stundin greindi frá á mánudaginn virti dómsmálaráðuneytið ekki lögbundinn frest þingskapa þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskaði eftir tiltækum gögnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra í Landsréttarmálinu þann 3. janúar síðastliðinn. Samkvæmt 51. gr. laga um þingsköp ber stjórnvöldum að verða við beiðni þingnefnda „eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar“. Ráðuneytið afhenti gögnin ekki fyrr en fimmtudaginn 18. janúar. Fyrir vikið gafst nefndarmönnum og fundargestum takmarkað ráðrúm til að kynna sér gögn málsins áður en fjallað var um þau á fundinum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár