Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vildi að leynd væri yfir gögnunum sem Stundin birti og segist aldrei hafa séð tölvupóstana

Stund­in birt­ir fleiri frum­gögn úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu vegna um­mæla Sig­ríð­ar And­er­sen um að henni hafi ekki borist tölvu­póst­ar með ábend­ing­um starfs­manna.

Vildi að leynd væri yfir gögnunum sem Stundin birti og segist aldrei hafa séð tölvupóstana

Sigríður Andersen dómsmálaráherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að gögnin sem Stundin birti í gær hafi einvörðungu verið send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

„Þar var reyndar um vinnugögn að ræða, sem aldrei voru ætluð til opinberrar birtingar,“ segir hún.

„Við höfum engum öðrum sent gögnin, enda eru gögnin þess eðlis að við hefðum ekki veitt aðgang að þeim.“ 

Í viðtalinu er hún spurð hvort hún telji að einhver nefndarmanna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi „lekið gögnunum til Stundarinnar“ og svarar á þá leið að hún vilji ekkert fullyrða um það. 

Gögnin áttu ekki að koma fyrir almennings sjónir

Samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga tekur lágmarksréttur almennings til aðgangs að upplýsingum ekki til vinnugagna í stjórnsýslunni, þ.e. skjala sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.

11. gr. sömu laga felur þó í sér að stjórnvöldum er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, til dæmis þagnarskylduákvæði eða kröfur um persónuvernd. Þetta ákvæði gefur stjórnvöldum heimild og tækifæri til aukins gagnsæis, en fram kemur í greinargerð frumvarpsins sem varð að núgildandi upplýsingalögum að þetta samræmist þeirri meginreglu að ákvæði upplýsingalaga um skyldur stjórnvalda til að veita upplýsingar feli aðeins í sér „lágmarkskröfur til stjórnsýslunnar“. 

Samkvæmt orðum dómsmálaráðherra sem fram koma í Morgunblaðinu í dag lítur hún ekki svo á að vinnugögn er varða málsmeðferð hennar við skipun dómara, sem dæmd hefur verið ólögleg í Hæstarétti, séu þess eðlis að æskilegt sé að almenningur fái að sjá þau. Í ljósi þess að ráðuneytinu er ekki skylt að veita upplýsingarnar samkvæmt ítrustu kröfum upplýsingalaga ætlaði semsagt ráðuneytið ekki að veita fjölmiðlum eða almenningi aðgang að þeim. 

Segir tölvupósta aldrei hafa borist sér

Í öðru viðtali við Sigríði Andersen sem birtist á Mbl.is fullyrðir hún að tölvupóstar sem fjallað er um í Stundinni hafi aldrei borist sér. 

Orðrétt segir í fréttinni, sem er skrifuð af Agnesi Bragadóttur blaðakonu:

„Þetta er full­mik­il túlk­un á þessu. Þetta eru tölvu­póst­ar sem mér bár­ust aldrei enda var ég ekki í þess­um sam­skipt­um,“ seg­ir Sig­ríður, spurð hvort sér­fræðing­ar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur.

Stundin birti hluta af þeim gögnum sem blaðið hefur undir höndum í gærmorgun, meðal annars vinnuskjal þar sem ábendingar lögfræðinganna komu hvað skýrast fram.

Þar segir að ráðherra þurfi að „rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta“ og að „með vísan til reglna stjórnsýsluréttarins að rökstyðja ákveðna umsækjendur út af listanum m.t.t. hæfni þeirra og svo rökstyðja aðra“.  

Þetta vinnuskjal barst Sigríði Andersen ráðherra og Laufeyju Rún Ketilsdóttur aðstoðarkonu hennar, sem viðhengi með tölvupósti, kl. 13:49 þann 26. maí 2017. Afrit af póstinum verður nú birt hér að neðan vegna ummæla Sigríðar Andersen á Mbl.is þess efnis að hún hafi ekki séð tölvupósta með ábendingum ráðuneytisstarfsmanna.

Í póstinum er áréttað sérstaklega að ef ráðherra ætli að taka einhverja út af lista dómnefndar og setja aðra inn, þá þurfi „að rökstyðja það sérstaklega með vísan til hæfni þeirra og starfsferils“. Þessi ráðgjöf, sem og athugasemdirnar í skjalinu sjálfu sem Stundin hefur áður birt, eru í samræmi við mat Hæstaréttar sem fram kom í dóminum 19. desember 2017.

Póstar varðveittir og afhentir ráðherra

Í öðrum tölvupósti fullyrðir sérfræðingur í Kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að ef ráðherra ætli að breyta frá mati hæfnisnefndar í tillögu sinni til Alþingis þurft hún „að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur, út frá þeim sjónarmiðum sem hún leggur til grundvallar“. Sá póstur var sendur starfsmanni í dómsmálaráðuneyti Sigríðar Andersen sem vann náið með henni að málinu og yfirfór tillögu hennar til Alþingis. Það sama gildir um póst sem sami sérfræðingur sendi þann 28. maí, en báðir póstarnir virðast jafnframt hafa verið vistaðir í málaskrá ráðuneytisins í samræmi við tilmæli Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. 

Ragnhildur Arnljótsdóttir sendi svo ráðuneytisstarfsmönnum sem þá störfuðu fyrir dómnefndina um hæfni umsækjenda um dómarastöður, tölvupóst þann 16. maí þar sem fram kemur að ráðherra eigi að fá „afrit af öllum bréfaskiptum sem við eigum vegna málsins“. Hér birtist sá póstur í heild:

Samskiptin sýna hve náið samstarf ráðherra átti við starfsmennina sem síðar hvöttu hana til að rökstyðja val sitt á dómaraefnum með ítarlegri hætti en hún hafði gert. Í pósti Ragnhildar stendur meðal annars: „Bið Snædísi að taka saman afrit af öllum bréfum sem ráðherra hefur ekki þegar séð og setja í möppu og afhenda ráðherra á næstu dögum og síðan jafnóðum“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
2
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
4
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
6
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár