Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins setti fram kostn­að­ar­söm lof­orð í stjórn­arsátt­mál­an­um. Ætla að lækka skatta og falla frá 19 millj­arða tekju­öfl­un­ar­áform­um fyrri rík­is­stjórn­ar.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Þær skattalækkanir sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins boðar í stjórnarsáttmála sínum gætu kostað ríkissjóð vel yfir 30 milljarða á ári þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda.

Þar að auki hyggst ný ríkisstjórn falla frá tekjuöflunaráformum fyrri stjórnar sem áttu að auka tekjur ríkissjóðs um 19 milljarða króna á ársgrundvelli.

Þannig verða tekjustofnar hins opinbera rýrðir samhliða stórfelldri útgjaldaaukningu rétt eins og tíðkaðist á útrásarárunum og gagnrýnt var harðlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrun. 

Stórir tekjustofnar veiktir

Helstu skattalækkanirnar sem ríkisstjórnin boðar eru lækkun neðra þreps tekjuskatts og lækkun tryggingagjalds.

Þá verður virðisaukaskattur af bókum afnuminn og frítekjumark atvinnutekna eldri borgara hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði.

Samkvæmt útreikningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun lækkun neðra þreps tekjuskattsins um eitt prósentustig kosta um 14 milljarða á ári.

Tryggingastofnun hefur reiknað út að hækkun frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara upp í 100 þúsund muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða á ári. 

Þá ætti afnám bókaskattsins að kosta í kringum 300 til 400 milljónir ef miðað er við tekjurnar sem virðisaukaskattur af bóksölu hefur skilað á undanförnum árum. 

Í kjarasamningum árið 2016 var byggt á samkomulagi sem gert hafði verið við fjármálaráðherra um að tryggingagjaldið myndi lækka í þremur skrefum og verða jafn hátt árið 2018 og það var fyrir hrun. Eins og bent var á í Morgunblaðinu í gær kostar lækkun tryggingargjalds sem þessu nemur um 20 milljarða. Í ljósi þess að talað er um lækkun tryggingagjalds sem „forgangsmál“ í stjórnarsáttmálanum hlýtur að mega slá því föstu að gjaldið verði a.m.k. lækkað um 15 milljarða á kjörtímabilinu. 

Út frá ofangreindum forsendum felur stjórnarsáttmálinn í sér fyrirheit um skattalækkanir upp á rúma 30 milljarða.

Tekjulækkunin gæti orðið 5 til 10 milljörðum minni ef gengið verður skemur í lækkun tryggingagjalds, en að sama skapi gæti hún orðið 13 til 15 milljörðum meiri ef kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka neðra þrep tekjuskatts niður í 35 prósent verður efnt. Í fyrirsögn þessarar fréttar er notað varkárt orðalag og talað um „hátt í 30 milljarða“, en þá er miðað við neðri mörk þeirra loforða sem hægt er að lesa út úr stjórnarsáttmálanum. 

Hvað sem því líður er ljóst að stjórnarsáttmálinn felur í sér fyrirheit um tugmilljarða skattalækkanir og veikingu stórra tekjustofna á þenslutímum í takt við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði í kosningabaráttu sinni.

Kolefnisgjald hækkað helmingi minna

Ofan á þetta bætist að fallið verður frá tekjuöflunaráformum fyrri ríkisstjórnar sem áttu að skila árlegum viðbótartekjum í ríkissjóð upp á um það bil 19 milljarða samkvæmt fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra.

Kolefnisgjald verður hækkað helmingi minna á næsta ári en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts og verða tekjurnar þar nær 1,6 milljörðum en þeim 3,2 sem gert var ráð fyrir. 

Þyngra vegur þó sú ákvörðun að hætta við að færa ferðaþjónustu upp í efra þrep virðisaukaskattsins. Slík hækkun átti að auka tekjur ríkissjóðs um 17,5 milljarða á ári frá og með 2019. 

Á móti kemur að ný ríkisstjórn hlýtur að falla frá áformum fyrri stjórnar um lækkun almenna þreps virðisaukaskattsins árið 2019. Með því koma 13,5 milljarða tekjur á móti þeim 17,5 milljörðum sem tapast. 

Samhliða skattalækkunum boðar ríkisstjórnin stóraukin útgjöld til ýmissa málaflokka. Dregið verður úr tekjuafgangi hins opinbera og eignatekjur úr bankakerfinu vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna nýttar til innviðauppbyggingar. Á meðal fyrirhugaðra aðgerða eru samgönguverkefni og mannvirkjagerð um allt land, efling heilbrigðiskerfisins, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga og aukið fjármagn til háskólastigsins og löggæslu. Þetta verður vart skilið öðruvísi en sem fyrirheit um útgjaldaaukningu upp á tugi milljarða á ári.

Fjármagnseigendur varðir fyrir verðbólguáhrifunum

Þær skattahækkanir sem boðaðar eru í stjórnarsáttmálanum duga skammt til að vega upp á móti útgjaldaaukningunni og skattalækkununum.

Fram hefur komið að gert sé ráð fyrir að hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts skili um 2,5 milljarða viðbótartekjum í ríkissjóð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur líka fram að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti í viðtali við RÚV í gær að umrædd endurskoðun á skattstofninum snúist m.a. um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Þá verða leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu kannaðar í samráði við greinina, svo sem „möguleikar á álagningu komu- eða brottfarargjalds“ eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt svari fyrrverandi fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um tekjur af komugjöldum má gera ráð fyrir að þau skili 4,2 milljörðum í ríkissjóð á ári.

Samtals eru þetta aðeins 6,7 milljarðar. Sykurskattur, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nefnt sem möguleika, gæti skilað fáeinum milljörðum í ríkissjóð, en engu er slegið föstu um slíkan skatt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður tekið mjög harða afstöðu gegn honum. 

Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að heildarendurskoðun verði gerð á gjaldtöku í samgöngum og á grænum sköttum auk þess sem skattaeftirlit verði eflt sem og barátta gegn skattaskjólum. Óljóst er hve miklum tekjum þetta mun skila en vandséð að þær mæti nema broti af kostnaðinum af þeim skattalækkunum og þeim útgjaldaáformum sem hér hefur verið fjallað um.

Láta Seðlabankann einan um að sporna við þenslunni

Allt í allt er ljóst að fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar er gjörólík þeirri stefnu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, lagði grunn að í sinni stuttu ráðherratíð.

Stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur felur í sér verulega slökun á aðhaldi ríkisfjármálanna. Fyrir vikið er hætt við því að Seðlabankinn verði svo gott sem látinn einn um að vega upp á móti þenslunni í hagkerfinu í gegnum peningastefnuna og að vextir verði hækkaðir. 

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið var hagstjórnarstefna fyrirhrunsáranna gagnrýnd fyrir einmitt þetta: boginn var spenntur of hátt, skattalækkanir á þenslutímum drógu úr aðhaldi og kyntu undir hagsveiflunni fremur en að dempa hana og búa í haginn fyrir mýkri lendingu. 

„Efnahags- og framfarastofnunin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Íslands eru á einu máli um að tímasetning skattalækkana á árunum 2005 til 2007 hafi verið óheppileg,“ segir í 4. kafla skýrslunnar þar sem því er lýst hvernig skattalækkanir á þenslutímum voru „olía á eldinn, þ.e. [juku] ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár