Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins setti fram kostn­að­ar­söm lof­orð í stjórn­arsátt­mál­an­um. Ætla að lækka skatta og falla frá 19 millj­arða tekju­öfl­un­ar­áform­um fyrri rík­is­stjórn­ar.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Þær skattalækkanir sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins boðar í stjórnarsáttmála sínum gætu kostað ríkissjóð vel yfir 30 milljarða á ári þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda.

Þar að auki hyggst ný ríkisstjórn falla frá tekjuöflunaráformum fyrri stjórnar sem áttu að auka tekjur ríkissjóðs um 19 milljarða króna á ársgrundvelli.

Þannig verða tekjustofnar hins opinbera rýrðir samhliða stórfelldri útgjaldaaukningu rétt eins og tíðkaðist á útrásarárunum og gagnrýnt var harðlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrun. 

Stórir tekjustofnar veiktir

Helstu skattalækkanirnar sem ríkisstjórnin boðar eru lækkun neðra þreps tekjuskatts og lækkun tryggingagjalds.

Þá verður virðisaukaskattur af bókum afnuminn og frítekjumark atvinnutekna eldri borgara hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði.

Samkvæmt útreikningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun lækkun neðra þreps tekjuskattsins um eitt prósentustig kosta um 14 milljarða á ári.

Tryggingastofnun hefur reiknað út að hækkun frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara upp í 100 þúsund muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða á ári. 

Þá ætti afnám bókaskattsins að kosta í kringum 300 til 400 milljónir ef miðað er við tekjurnar sem virðisaukaskattur af bóksölu hefur skilað á undanförnum árum. 

Í kjarasamningum árið 2016 var byggt á samkomulagi sem gert hafði verið við fjármálaráðherra um að tryggingagjaldið myndi lækka í þremur skrefum og verða jafn hátt árið 2018 og það var fyrir hrun. Eins og bent var á í Morgunblaðinu í gær kostar lækkun tryggingargjalds sem þessu nemur um 20 milljarða. Í ljósi þess að talað er um lækkun tryggingagjalds sem „forgangsmál“ í stjórnarsáttmálanum hlýtur að mega slá því föstu að gjaldið verði a.m.k. lækkað um 15 milljarða á kjörtímabilinu. 

Út frá ofangreindum forsendum felur stjórnarsáttmálinn í sér fyrirheit um skattalækkanir upp á rúma 30 milljarða.

Tekjulækkunin gæti orðið 5 til 10 milljörðum minni ef gengið verður skemur í lækkun tryggingagjalds, en að sama skapi gæti hún orðið 13 til 15 milljörðum meiri ef kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka neðra þrep tekjuskatts niður í 35 prósent verður efnt. Í fyrirsögn þessarar fréttar er notað varkárt orðalag og talað um „hátt í 30 milljarða“, en þá er miðað við neðri mörk þeirra loforða sem hægt er að lesa út úr stjórnarsáttmálanum. 

Hvað sem því líður er ljóst að stjórnarsáttmálinn felur í sér fyrirheit um tugmilljarða skattalækkanir og veikingu stórra tekjustofna á þenslutímum í takt við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði í kosningabaráttu sinni.

Kolefnisgjald hækkað helmingi minna

Ofan á þetta bætist að fallið verður frá tekjuöflunaráformum fyrri ríkisstjórnar sem áttu að skila árlegum viðbótartekjum í ríkissjóð upp á um það bil 19 milljarða samkvæmt fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra.

Kolefnisgjald verður hækkað helmingi minna á næsta ári en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts og verða tekjurnar þar nær 1,6 milljörðum en þeim 3,2 sem gert var ráð fyrir. 

Þyngra vegur þó sú ákvörðun að hætta við að færa ferðaþjónustu upp í efra þrep virðisaukaskattsins. Slík hækkun átti að auka tekjur ríkissjóðs um 17,5 milljarða á ári frá og með 2019. 

Á móti kemur að ný ríkisstjórn hlýtur að falla frá áformum fyrri stjórnar um lækkun almenna þreps virðisaukaskattsins árið 2019. Með því koma 13,5 milljarða tekjur á móti þeim 17,5 milljörðum sem tapast. 

Samhliða skattalækkunum boðar ríkisstjórnin stóraukin útgjöld til ýmissa málaflokka. Dregið verður úr tekjuafgangi hins opinbera og eignatekjur úr bankakerfinu vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna nýttar til innviðauppbyggingar. Á meðal fyrirhugaðra aðgerða eru samgönguverkefni og mannvirkjagerð um allt land, efling heilbrigðiskerfisins, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga og aukið fjármagn til háskólastigsins og löggæslu. Þetta verður vart skilið öðruvísi en sem fyrirheit um útgjaldaaukningu upp á tugi milljarða á ári.

Fjármagnseigendur varðir fyrir verðbólguáhrifunum

Þær skattahækkanir sem boðaðar eru í stjórnarsáttmálanum duga skammt til að vega upp á móti útgjaldaaukningunni og skattalækkununum.

Fram hefur komið að gert sé ráð fyrir að hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts skili um 2,5 milljarða viðbótartekjum í ríkissjóð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur líka fram að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti í viðtali við RÚV í gær að umrædd endurskoðun á skattstofninum snúist m.a. um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Þá verða leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu kannaðar í samráði við greinina, svo sem „möguleikar á álagningu komu- eða brottfarargjalds“ eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt svari fyrrverandi fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um tekjur af komugjöldum má gera ráð fyrir að þau skili 4,2 milljörðum í ríkissjóð á ári.

Samtals eru þetta aðeins 6,7 milljarðar. Sykurskattur, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nefnt sem möguleika, gæti skilað fáeinum milljörðum í ríkissjóð, en engu er slegið föstu um slíkan skatt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður tekið mjög harða afstöðu gegn honum. 

Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að heildarendurskoðun verði gerð á gjaldtöku í samgöngum og á grænum sköttum auk þess sem skattaeftirlit verði eflt sem og barátta gegn skattaskjólum. Óljóst er hve miklum tekjum þetta mun skila en vandséð að þær mæti nema broti af kostnaðinum af þeim skattalækkunum og þeim útgjaldaáformum sem hér hefur verið fjallað um.

Láta Seðlabankann einan um að sporna við þenslunni

Allt í allt er ljóst að fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar er gjörólík þeirri stefnu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, lagði grunn að í sinni stuttu ráðherratíð.

Stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur felur í sér verulega slökun á aðhaldi ríkisfjármálanna. Fyrir vikið er hætt við því að Seðlabankinn verði svo gott sem látinn einn um að vega upp á móti þenslunni í hagkerfinu í gegnum peningastefnuna og að vextir verði hækkaðir. 

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið var hagstjórnarstefna fyrirhrunsáranna gagnrýnd fyrir einmitt þetta: boginn var spenntur of hátt, skattalækkanir á þenslutímum drógu úr aðhaldi og kyntu undir hagsveiflunni fremur en að dempa hana og búa í haginn fyrir mýkri lendingu. 

„Efnahags- og framfarastofnunin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Íslands eru á einu máli um að tímasetning skattalækkana á árunum 2005 til 2007 hafi verið óheppileg,“ segir í 4. kafla skýrslunnar þar sem því er lýst hvernig skattalækkanir á þenslutímum voru „olía á eldinn, þ.e. [juku] ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár