Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins setti fram kostn­að­ar­söm lof­orð í stjórn­arsátt­mál­an­um. Ætla að lækka skatta og falla frá 19 millj­arða tekju­öfl­un­ar­áform­um fyrri rík­is­stjórn­ar.

Veikja tekjustofna á þenslutímum: Boða hátt í 30 milljarða skattalækkanir

Þær skattalækkanir sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins boðar í stjórnarsáttmála sínum gætu kostað ríkissjóð vel yfir 30 milljarða á ári þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda.

Þar að auki hyggst ný ríkisstjórn falla frá tekjuöflunaráformum fyrri stjórnar sem áttu að auka tekjur ríkissjóðs um 19 milljarða króna á ársgrundvelli.

Þannig verða tekjustofnar hins opinbera rýrðir samhliða stórfelldri útgjaldaaukningu rétt eins og tíðkaðist á útrásarárunum og gagnrýnt var harðlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eftir hrun. 

Stórir tekjustofnar veiktir

Helstu skattalækkanirnar sem ríkisstjórnin boðar eru lækkun neðra þreps tekjuskatts og lækkun tryggingagjalds.

Þá verður virðisaukaskattur af bókum afnuminn og frítekjumark atvinnutekna eldri borgara hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði.

Samkvæmt útreikningum fjármála- og efnahagsráðuneytisins mun lækkun neðra þreps tekjuskattsins um eitt prósentustig kosta um 14 milljarða á ári.

Tryggingastofnun hefur reiknað út að hækkun frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara upp í 100 þúsund muni kosta ríkissjóð 1,3 milljarða á ári. 

Þá ætti afnám bókaskattsins að kosta í kringum 300 til 400 milljónir ef miðað er við tekjurnar sem virðisaukaskattur af bóksölu hefur skilað á undanförnum árum. 

Í kjarasamningum árið 2016 var byggt á samkomulagi sem gert hafði verið við fjármálaráðherra um að tryggingagjaldið myndi lækka í þremur skrefum og verða jafn hátt árið 2018 og það var fyrir hrun. Eins og bent var á í Morgunblaðinu í gær kostar lækkun tryggingargjalds sem þessu nemur um 20 milljarða. Í ljósi þess að talað er um lækkun tryggingagjalds sem „forgangsmál“ í stjórnarsáttmálanum hlýtur að mega slá því föstu að gjaldið verði a.m.k. lækkað um 15 milljarða á kjörtímabilinu. 

Út frá ofangreindum forsendum felur stjórnarsáttmálinn í sér fyrirheit um skattalækkanir upp á rúma 30 milljarða.

Tekjulækkunin gæti orðið 5 til 10 milljörðum minni ef gengið verður skemur í lækkun tryggingagjalds, en að sama skapi gæti hún orðið 13 til 15 milljörðum meiri ef kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um að lækka neðra þrep tekjuskatts niður í 35 prósent verður efnt. Í fyrirsögn þessarar fréttar er notað varkárt orðalag og talað um „hátt í 30 milljarða“, en þá er miðað við neðri mörk þeirra loforða sem hægt er að lesa út úr stjórnarsáttmálanum. 

Hvað sem því líður er ljóst að stjórnarsáttmálinn felur í sér fyrirheit um tugmilljarða skattalækkanir og veikingu stórra tekjustofna á þenslutímum í takt við þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði í kosningabaráttu sinni.

Kolefnisgjald hækkað helmingi minna

Ofan á þetta bætist að fallið verður frá tekjuöflunaráformum fyrri ríkisstjórnar sem áttu að skila árlegum viðbótartekjum í ríkissjóð upp á um það bil 19 milljarða samkvæmt fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra.

Kolefnisgjald verður hækkað helmingi minna á næsta ári en til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts og verða tekjurnar þar nær 1,6 milljörðum en þeim 3,2 sem gert var ráð fyrir. 

Þyngra vegur þó sú ákvörðun að hætta við að færa ferðaþjónustu upp í efra þrep virðisaukaskattsins. Slík hækkun átti að auka tekjur ríkissjóðs um 17,5 milljarða á ári frá og með 2019. 

Á móti kemur að ný ríkisstjórn hlýtur að falla frá áformum fyrri stjórnar um lækkun almenna þreps virðisaukaskattsins árið 2019. Með því koma 13,5 milljarða tekjur á móti þeim 17,5 milljörðum sem tapast. 

Samhliða skattalækkunum boðar ríkisstjórnin stóraukin útgjöld til ýmissa málaflokka. Dregið verður úr tekjuafgangi hins opinbera og eignatekjur úr bankakerfinu vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna nýttar til innviðauppbyggingar. Á meðal fyrirhugaðra aðgerða eru samgönguverkefni og mannvirkjagerð um allt land, efling heilbrigðiskerfisins, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga og aukið fjármagn til háskólastigsins og löggæslu. Þetta verður vart skilið öðruvísi en sem fyrirheit um útgjaldaaukningu upp á tugi milljarða á ári.

Fjármagnseigendur varðir fyrir verðbólguáhrifunum

Þær skattahækkanir sem boðaðar eru í stjórnarsáttmálanum duga skammt til að vega upp á móti útgjaldaaukningunni og skattalækkununum.

Fram hefur komið að gert sé ráð fyrir að hófleg hækkun fjármagnstekjuskatts skili um 2,5 milljarða viðbótartekjum í ríkissjóð. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur líka fram að skattstofn fjármagnstekjuskattsins verði endurskoðaður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra staðfesti í viðtali við RÚV í gær að umrædd endurskoðun á skattstofninum snúist m.a. um að verja fjármagnseigendur fyrir verðbólguáhrifum.

Þá verða leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu kannaðar í samráði við greinina, svo sem „möguleikar á álagningu komu- eða brottfarargjalds“ eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Samkvæmt svari fyrrverandi fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um tekjur af komugjöldum má gera ráð fyrir að þau skili 4,2 milljörðum í ríkissjóð á ári.

Samtals eru þetta aðeins 6,7 milljarðar. Sykurskattur, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur nefnt sem möguleika, gæti skilað fáeinum milljörðum í ríkissjóð, en engu er slegið föstu um slíkan skatt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður tekið mjög harða afstöðu gegn honum. 

Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að heildarendurskoðun verði gerð á gjaldtöku í samgöngum og á grænum sköttum auk þess sem skattaeftirlit verði eflt sem og barátta gegn skattaskjólum. Óljóst er hve miklum tekjum þetta mun skila en vandséð að þær mæti nema broti af kostnaðinum af þeim skattalækkunum og þeim útgjaldaáformum sem hér hefur verið fjallað um.

Láta Seðlabankann einan um að sporna við þenslunni

Allt í allt er ljóst að fjármálastefna nýrrar ríkisstjórnar er gjörólík þeirri stefnu sem Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, lagði grunn að í sinni stuttu ráðherratíð.

Stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur felur í sér verulega slökun á aðhaldi ríkisfjármálanna. Fyrir vikið er hætt við því að Seðlabankinn verði svo gott sem látinn einn um að vega upp á móti þenslunni í hagkerfinu í gegnum peningastefnuna og að vextir verði hækkaðir. 

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið var hagstjórnarstefna fyrirhrunsáranna gagnrýnd fyrir einmitt þetta: boginn var spenntur of hátt, skattalækkanir á þenslutímum drógu úr aðhaldi og kyntu undir hagsveiflunni fremur en að dempa hana og búa í haginn fyrir mýkri lendingu. 

„Efnahags- og framfarastofnunin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabanki Íslands eru á einu máli um að tímasetning skattalækkana á árunum 2005 til 2007 hafi verið óheppileg,“ segir í 4. kafla skýrslunnar þar sem því er lýst hvernig skattalækkanir á þenslutímum voru „olía á eldinn, þ.e. [juku] ofþensluna verulega og þar með líkurnar á kröftugum samdrætti að þensluskeiðinu loknu. Engu að síður var skattalækkunum hrint í framkvæmd þótt þær kynnu að valda hagkerfinu skaða vegna þess að þeim hafði verið lofað í samkeppni stjórnmálaflokka um atkvæði í aðdraganda kosninga.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár