Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Loforðin sem ganga ekki upp

Stjórn­mála­flokk­arn­ir boða stór­auk­in út­gjöld til ým­issa mála­flokka en tekju­öfl­un­ar­hug­mynd­ir þeirra eru um­deild­ar og mis­raun­hæf­ar. Einn flokk­ur­inn boð­ar bæði stór­felld­ar skatta­lækk­an­ir og 100 millj­arða við­bótar­út­gjöld til inn­við­a­upp­bygg­ing­ar.

Talsvert ójafnvægi ríkir milli útgjaldaloforða stjórnmálaflokka og þeirrar tekjuöflunar sem þeir lýsa sig reiðubúna til að ráðast í. Stundin rýndi í kosningaloforð þeirra níu stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum og fékk fjóra sérfræðinga til þess að meta loforðin út frá því hvort raunhæft og skynsamlegt væri að hrinda þeim í framkvæmd. 

Flestir flokkarnir lofa stórauknum útgjöldum til uppbyggingar innviða í íslensku samfélagi, en hugmyndir þeirra um öflun tekna eru óljósar. Athygli vekur að enginn flokkur boðar beinlínis hærri skatta á almenning; þvert á móti er talað um að lækka álögur á landsmenn en um leið að stórauka fjárútlát hins opinbera til ýmissa málaflokka.

Sjálfstæðisflokkurinn kallar eftir því á vefsíðu sinni að bankarnir greiði ríkinu allt að 100 milljarða króna í sérstakar arðgreiðslur á næstu árum. Í stað þess að leggja áherslu á að þessir fjármunir verði nýttir til að greiða niður skuldir hins opinbera, eins og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár