Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vanræktir innviðir verða dragbítur á hagvöxt og lífsgæði nema skipt sé um kúrs

Fjár­fest­ing­arstig hins op­in­bera verð­ur áfram vel und­ir sögu­legu með­al­tali næstu fimm ár­in ef ekki verð­ur horf­ið frá áætl­un­um frá­far­andi rík­is­stjórn­ar. Ein stærsta áskor­un­in sem næsta rík­is­stjórn stend­ur frammi fyr­ir er að snúa við þeirri þró­un að inn­við­ir grotni nið­ur.

Vanræktir innviðir verða dragbítur á hagvöxt og lífsgæði nema skipt sé um kúrs
Úr leiðtogaumræðum Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að styrkja innviði. Mynd: Pressphotos

Ófullnægjandi innviðafjárfestingar gætu orðið dragbítur á hagvöxt og lífsgæði landsmanna ef ekki verður stefnubreyting í málaflokknum, annaðhvort með auknum fjárfestingum hins opinbera eða með stóraukinni aðkomu einkaaðila.

Þetta kom fram í erindi Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka, á morgunfundi um nýja hagspá deildarinnar í morgun.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar dróst opinber fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu saman á tímabilinu 2014 til 2016 en eykst lítillega í ár. Í nýlegri hagspá ASÍ er bent á að fjárfesting í samgönguinnviðum var um þriðjungi minni á árunum 2011 til 2016 en á tímabilinu 1994 til 2003. Þá verður fjárfestingarstig hins opinbera áfram vel undir sögulegu meðaltali næstu fimm árin ef ekki verður skipt um kúrs og horfið frá áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar.

Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar er áætlað að vöxtur fjárfestinga hins opinbera árið 2018 verði um 6,4% og þáttur hennar í vergri landsframleiðslu um 2,9%. Tveimur milljörðum króna verður varið aukalega til uppbyggingar Dýrafjarðarganga og 1,5 milljarði króna til áframhaldandi uppbyggingar nýs Landspítala. Framlög til framkvæmda við Norðfjarðargöng og við Bakka lækka hins vegar um 2,6 milljarða króna. „Á árunum 2019 til 2023 er talið að árlegur vöxtur fjárfestingar hins opinbera verði að jafnaði um 4,5% og að hlutur hennar í vergri landsframleiðslu hækki og nái 3% undir lok tímabilsins,“ segir í spá Hagstofunnar sem birtist í síðustu viku. 

Fjárfestingaráformin komast hvergi nærri uppsafnaðri viðhaldsþörf innviða sem er metin á meira en 370 milljarða króna í skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi sem kom út í október. Í kynningarglærum forstöðumanns greiningardeildar Arion banka er bent á að umfang núverandi viðhaldsþarfar innviða sem hlutfall af opinberum fjárfestingum árið 2016 er 584 prósent og sem hlutfall af skatttekjum ríkissjóðs 62 prósent. Þannig verður viðhaldsþörfinni ekki mætt nema hið opinbera gefi verulega í eða einkaaðilar, jafnvel lífeyrissjóðir, leggi hönd á plóg. 

Þingmenn vinstri- og miðjuflokkanna hafa undanfarin ár kallað eftir stórauknum innviðafjárfestingum hins opinbera. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar talað fyrir því að hið opinbera haldi að sér höndum í innviðafjárfestingum meðan þenslan er hvað mest.

Flokkurinn skipti um kúrs tæpum mánuði fyrir þingkosningarnar í október og lofaði 100 milljarða útgjaldaaukningu vegna innviðauppbyggingar næstu árin sem yrði fjármögnuð með óreglulegum arðgreiðslum vegna lækkunar eiginfjár bankanna.

Forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka telur þessa leið færa og bendir á að bankarnir hafi búið sig undir arðgreiðslur undanfarin ár en um leið mætt þörf Seðlabankans fyrir fjármögnun gjaldeyrisforða. Fram kom í erindi hans í morgun að valið stæði milli þriggja leiða sem einnig væri hægt að blanda saman. Fyrsti valkosturinn er óbreytt ástand, þar sem innviðir eru látnir sitja á hakanum, annar valkosturinn er stórauknar innviðafjárfestingar hins opinbera, sem myndi þá þýða að skuldir yrðu greiddar hægar niður en ella og þriðja leiðin er að leitað verði aukins samstarfs við einkaaðila um uppbyggingu innviða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár