Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vanræktir innviðir verða dragbítur á hagvöxt og lífsgæði nema skipt sé um kúrs

Fjár­fest­ing­arstig hins op­in­bera verð­ur áfram vel und­ir sögu­legu með­al­tali næstu fimm ár­in ef ekki verð­ur horf­ið frá áætl­un­um frá­far­andi rík­is­stjórn­ar. Ein stærsta áskor­un­in sem næsta rík­is­stjórn stend­ur frammi fyr­ir er að snúa við þeirri þró­un að inn­við­ir grotni nið­ur.

Vanræktir innviðir verða dragbítur á hagvöxt og lífsgæði nema skipt sé um kúrs
Úr leiðtogaumræðum Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að styrkja innviði. Mynd: Pressphotos

Ófullnægjandi innviðafjárfestingar gætu orðið dragbítur á hagvöxt og lífsgæði landsmanna ef ekki verður stefnubreyting í málaflokknum, annaðhvort með auknum fjárfestingum hins opinbera eða með stóraukinni aðkomu einkaaðila.

Þetta kom fram í erindi Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka, á morgunfundi um nýja hagspá deildarinnar í morgun.

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar dróst opinber fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu saman á tímabilinu 2014 til 2016 en eykst lítillega í ár. Í nýlegri hagspá ASÍ er bent á að fjárfesting í samgönguinnviðum var um þriðjungi minni á árunum 2011 til 2016 en á tímabilinu 1994 til 2003. Þá verður fjárfestingarstig hins opinbera áfram vel undir sögulegu meðaltali næstu fimm árin ef ekki verður skipt um kúrs og horfið frá áætlunum fráfarandi ríkisstjórnar.

Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar er áætlað að vöxtur fjárfestinga hins opinbera árið 2018 verði um 6,4% og þáttur hennar í vergri landsframleiðslu um 2,9%. Tveimur milljörðum króna verður varið aukalega til uppbyggingar Dýrafjarðarganga og 1,5 milljarði króna til áframhaldandi uppbyggingar nýs Landspítala. Framlög til framkvæmda við Norðfjarðargöng og við Bakka lækka hins vegar um 2,6 milljarða króna. „Á árunum 2019 til 2023 er talið að árlegur vöxtur fjárfestingar hins opinbera verði að jafnaði um 4,5% og að hlutur hennar í vergri landsframleiðslu hækki og nái 3% undir lok tímabilsins,“ segir í spá Hagstofunnar sem birtist í síðustu viku. 

Fjárfestingaráformin komast hvergi nærri uppsafnaðri viðhaldsþörf innviða sem er metin á meira en 370 milljarða króna í skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi sem kom út í október. Í kynningarglærum forstöðumanns greiningardeildar Arion banka er bent á að umfang núverandi viðhaldsþarfar innviða sem hlutfall af opinberum fjárfestingum árið 2016 er 584 prósent og sem hlutfall af skatttekjum ríkissjóðs 62 prósent. Þannig verður viðhaldsþörfinni ekki mætt nema hið opinbera gefi verulega í eða einkaaðilar, jafnvel lífeyrissjóðir, leggi hönd á plóg. 

Þingmenn vinstri- og miðjuflokkanna hafa undanfarin ár kallað eftir stórauknum innviðafjárfestingum hins opinbera. Sjálfstæðismenn hafa hins vegar talað fyrir því að hið opinbera haldi að sér höndum í innviðafjárfestingum meðan þenslan er hvað mest.

Flokkurinn skipti um kúrs tæpum mánuði fyrir þingkosningarnar í október og lofaði 100 milljarða útgjaldaaukningu vegna innviðauppbyggingar næstu árin sem yrði fjármögnuð með óreglulegum arðgreiðslum vegna lækkunar eiginfjár bankanna.

Forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka telur þessa leið færa og bendir á að bankarnir hafi búið sig undir arðgreiðslur undanfarin ár en um leið mætt þörf Seðlabankans fyrir fjármögnun gjaldeyrisforða. Fram kom í erindi hans í morgun að valið stæði milli þriggja leiða sem einnig væri hægt að blanda saman. Fyrsti valkosturinn er óbreytt ástand, þar sem innviðir eru látnir sitja á hakanum, annar valkosturinn er stórauknar innviðafjárfestingar hins opinbera, sem myndi þá þýða að skuldir yrðu greiddar hægar niður en ella og þriðja leiðin er að leitað verði aukins samstarfs við einkaaðila um uppbyggingu innviða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár