Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Yfirmaður hjá Kynnisferðum vildi að sem flestir tækju sér Hjalta til fyrirmyndar

Auk föð­ur for­sæt­is­ráð­herra skrif­aði fyrr­ver­andi yf­ir­mað­ur Hjalta Hauks­son­ar hjá Kynn­is­ferð­um upp á með­mæli fyr­ir hann. Kynn­is­ferð­ir eru í eigu for­eldra, föð­ur­bróð­ur, systkina og frænd­systkina Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra.

Yfirmaður hjá Kynnisferðum vildi að sem flestir tækju sér Hjalta til fyrirmyndar
Hjalti Sigurjón Hauksson Fékk meðmælabréf frá föður forsætisráðherra og yfirmanni sínum innan fyrirtækis í eigu fjölskyldu ráðherrans. Mynd: Skjáskot af Facebook

„Hér með staðfesti ég undirritaður að um tíma hafði ég með höndum stjórn deildar innan Kynnisferða sem Hjalti Sigurjón Hauksson (...) vann hjá. Ég get af heilum hug staðfest að Hjalti er mjög samviskusamur, vandvirkur, góður bílstjóri.“

Þannig hefst meðmælabréf Sveins Eyjólfs Matthíassonar, eins af þremur umsagnaraðilum Hjalta Sigurjóns Haukssonar, vegna umsóknar hans um uppreist æru.

Sveinn Eyjólfur var yfirmaður Hjalta hjá Kynnisferðum, en Hjalta var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu árið 2013. Kynnisferðir eru meðal annars í eigu foreldra, föðurbróður, systkina og frændsystkina Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Eins og greint var frá í gær undirritaði Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, meðmæli fyrir Hjalta þegar hann sótti um uppreist æru.

Hjalti var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni árið 2004 en var sæmdur óflekkuðu mannorði af íslenska ríkinu í fyrra. 

Hann fékk meðmæli frá föður forsætisráðherra en jafnframt frá Haraldi Þór Teitssyni, framkvæmdastjóra rútufyrirtækisins Teits Jónassonar, og áðurnefndum Sveini Eyjólfi.

Í umsögn sinni lýsir Sveinn Hjalta með eftirfarandi hætti: „Hann er í hópi bestu fagmanna á sínu sérsviði og væri óskandi að sem flestir gætu tekið hann sér til fyrirmyndar. Honum er að auki umhugað um heill og farsæld vinnuveitenda sinna og hag verkkaupa.“

Þá kemur fram að Hjalti sé þekktur fyrir ljúflyndi og sé þægilegur og umgengnisgóður í hvívetna. „Með glaðværð sem smitar út frá sér og skapar gott og hlýtt andrúmsloft.“

Eins og Stundin greindi frá í gær hafa Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra og einn af eigendum Kynnisferða, og Hjalti Sigurjón Hauksson þekkst í mörg ár. Hjalti hefur sagst þakklátur Benedikt fyrir að hafa staðið með sér í gegnum súrt og sætt og útvegað sér vinnu hjá Kynnisferðum. 

Erla Hlynsdóttir, fjölmiðlakona sem starfar nú sem framkvæmdastjóri þingflokks Pírata, rifjar upp á Facebook að árið 2013 hafi hún skrifað frétt um það þegar Hjalta Sigurjóni var sagt upp hjá Kynnisferðum.

„Hann hringdi í mig eftir að fréttin birtist, sagði ósanngjarnt að honum hefði verið sagt upp, sér í lagi í ljósi þess að yfirmenn Kynnisferða hefðu vitað að hann væri dæmdur barnaníðingur, og hefði hann starfað þar í nokkur ár, en hefði viljað gefa honum tækifæri,“ skrifar Erla. 

Þegar Stundin ræddi við brotaþola Hjalta Sigurjóns Haukssonar, stjúpdótturina sem hann var dæmdur fyrir að hafa misnotað kynferðislega nær daglega í tólf ár, sagðist hún spyrja sig hvort það væri tilviljun að Hjalti hefði viljað vinna við að keyra bíla hjá Kynnisferðum einmitt þegar hún sjálf var í vinnu sem krafðist þess að hún fengi reglulega far með rútum fyrirtækisins. Sagði hún það hafa valdið sér óþægindum að Hjalti starfaði hjá Kynnisferðum, en hún gætt þess að sneiða hjá því að hitta hann.

Uppfært 18. september:

Sveinn Eyjólfur Matthíasson segir að bréfið hann sem undirritaði hafi verið ætlað til stuðnings umsóknar Hjalta um starf hjá olíudreifingarfyrirtæki. Hjalti hafi lofað því að bréfið yrði ekki notað til umsóknar um önnur störf. „Afrit af meðmælabréfinu sem Hjalti Sigurjón skilaði inn vegna umsóknar sinnar um uppreist æru barst mér ekki fyrr en laugardaginn 16. september s.l. frá ráðuneytsistjóra dómsmálaráðuneytsins. Ég ritaði ekki undir það meðmælabréf og kannast ekki við þá umsögn sem mér er ætluð,“ segir í yfirlýsingu frá Sveini Eyjólfi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár