Rússar sammála Trump um Úkraínu

„Mjög mik­il­væg“ um­mæli Trumps Banda­ríkja­for­seta, seg­ir tals­mað­ur Pútíns.

Rússar sammála Trump um Úkraínu
Samstíga forsetar Leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna hafa náð saman betur en áður. Hér funda þeir í Anchorage í Alaska fyrr á árinu. Mynd: AFP

Talsmaður rússneskra stjórnvalda sagði í dag að nýjustu yfirlýsingar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Úkraínu – þar sem hann sagði að Rússland myndi vinna stríðið og að Úkraína yrði að láta af hendi land – væru í samræmi við sjónarmið Rússa.

Í viðtali við Politico sagði Trump einnig að leiðtogar Evrópu væru „veikir“ og skoraði á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að halda kosningar.

„Að mörgu leyti, hvað varðar NATO-aðild, hvað varðar landsvæði, hvað varðar hvernig Úkraína er að tapa landi, þá er það í takt við okkar skilning,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, við fréttamenn, þar á meðal AFP, í dag.

Hann kallaði ummæli Trumps „mjög mikilvæg“.

Trump sagði að Rússar hefðu sterkari samningsstöðu í viðræðum um að binda enda á stríðið vegna stærðar landsins og sagði að Úkraína myndi aldrei ganga í NATO.

Eftir viðtalið sagði Zelensky að hann væri reiðubúinn að halda nýjar kosningar í Úkraínu að því gefnu að öryggi yrði tryggt.

Innrás Rússlandshers – sem varð til þess að stjórnvöld í Kyiv settu herlög – hefur gert ómögulegt að halda kosningar í landinu samkvæmt úkraínskum lögum.

Rússar hafa lengi kallað eftir falli Zelenskys og kallað hann ólögmætan leiðtoga. Áður höfðu þeir vísað til þess að nasismi réði ríkjum í Úkraínu, en Zelensky er þó Gyðingur.

„Við munum sjá hvernig atburðir þróast,“ sagði Peskov um tilkynningu Zelenskys. Þrátt fyrir gagnrýni á úkraínskt lýðræði er lýðræði í Rússlandi fótum troðið og stjórnarandstæðingar hafa verið fangelsaðir og myrtir á síðustu árum. Frelsi fjölmiðla, sem var lítið fyrir, var að miklu leyti afnumið eftir „sértæku hernaðaraðgerðina“ sem refsivert var að kalla „stríð“.

Bandaríkin hafa aukið viðræður sínar við bæði Rússland og Úkraínu til að binda enda á verstu átök Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Í viðtali sínu við Politico sagði Trump að það væri „erfitt“ að ná samkomulagi og að „ein af ástæðunum er sú að hatrið milli Pútíns og Zelenskys er gríðarlegt“. Hann hafði lýst því yfir fyrir forsetakosningarnar í fyrra að hann myndi binda enda á stríðið á fyrsta degi sínum sem forseti, en gagnrýnendur hans vöruðu við því að hann myndi þvinga fram uppgjöf Úkraínu í því skyni.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ljósmæður, meðganga og hjátrú
Þjóðhættir#71

Ljós­mæð­ur, með­ganga og hjá­trú

Að þessu sinni verð­ur um­fjöll­un­ar­efni þátt­ar­ins spenn­andi ný­sköp­un­ar­verk­efni sem tveir nem­end­ur í þjóð­fræði, Birta Diljá Ög­mund­ar­dótt­ir og Kári Thayer, unnu síð­ast­lið­ið sum­ar í sam­starfi við Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safn Ís­lands, Ljós­mæðra­fé­lag Ís­lands og Evu Þór­dísi Ebenezer­dótt­ur, doktorsnema í þjóð­fræði. Verk­efn­ið var styrkt af Ný­sköp­un­ar­sjóði náms­manna. Kári og Birta segja okk­ur frá því hvernig þau nálg­uð­ust þetta verk­efni en það fólst í því að taka við­töl við ljós­mæð­ur um störf þeirra og reynslu og skoða hjá­trú sem fylg­ir því að starfa á þessu sviði. Rann­sókn­in er unn­in í beinu fram­haldi af spurn­inga­skrá sem að Þjóð­hátta­deild Þjóð­minja­safns Ís­lands sendi ný­lega frá sér sem ber heit­ið: Með­ganga, fæð­ing og fyrstu mán­uð­ir barns­ins. Í ný­sköp­un­ar­verk­efn­inu var lögð áhersla að ná ut­an um reynslu ljós­mæðra, hvernig þær upp­lifa hjá­trú í tengsl­um við störf sín og reynslu en í við­töl­un­um kom margt áhuga­vert í ljós. Þjóð­hætt­ir er hlað­varp sem fjall­ar um nýj­ar rann­sókn­ir og fjöl­breytta miðl­un í þjóð­fræði. Um­sjón hafa dr. Dagrún Ósk Jóns­dótt­ir og Sig­ur­laug Dags­dótt­ir, kenn­ar­ar í þjóð­fræði við Há­skóla Ís­lands

Mest lesið undanfarið ár