Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Rússar sammála Trump um Úkraínu

„Mjög mik­il­væg“ um­mæli Trumps Banda­ríkja­for­seta, seg­ir tals­mað­ur Pútíns.

Rússar sammála Trump um Úkraínu
Samstíga forsetar Leiðtogar Rússlands og Bandaríkjanna hafa náð saman betur en áður. Hér funda þeir í Anchorage í Alaska fyrr á árinu. Mynd: AFP

Talsmaður rússneskra stjórnvalda sagði í dag að nýjustu yfirlýsingar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um Úkraínu – þar sem hann sagði að Rússland myndi vinna stríðið og að Úkraína yrði að láta af hendi land – væru í samræmi við sjónarmið Rússa.

Í viðtali við Politico sagði Trump einnig að leiðtogar Evrópu væru „veikir“ og skoraði á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að halda kosningar.

„Að mörgu leyti, hvað varðar NATO-aðild, hvað varðar landsvæði, hvað varðar hvernig Úkraína er að tapa landi, þá er það í takt við okkar skilning,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, við fréttamenn, þar á meðal AFP, í dag.

Hann kallaði ummæli Trumps „mjög mikilvæg“.

Trump sagði að Rússar hefðu sterkari samningsstöðu í viðræðum um að binda enda á stríðið vegna stærðar landsins og sagði að Úkraína myndi aldrei ganga í NATO.

Eftir viðtalið sagði Zelensky að hann væri reiðubúinn að halda nýjar kosningar í Úkraínu að því gefnu að öryggi yrði tryggt.

Innrás Rússlandshers – sem varð til þess að stjórnvöld í Kyiv settu herlög – hefur gert ómögulegt að halda kosningar í landinu samkvæmt úkraínskum lögum.

Rússar hafa lengi kallað eftir falli Zelenskys og kallað hann ólögmætan leiðtoga. Áður höfðu þeir vísað til þess að nasismi réði ríkjum í Úkraínu, en Zelensky er þó Gyðingur.

„Við munum sjá hvernig atburðir þróast,“ sagði Peskov um tilkynningu Zelenskys. Þrátt fyrir gagnrýni á úkraínskt lýðræði er lýðræði í Rússlandi fótum troðið og stjórnarandstæðingar hafa verið fangelsaðir og myrtir á síðustu árum. Frelsi fjölmiðla, sem var lítið fyrir, var að miklu leyti afnumið eftir „sértæku hernaðaraðgerðina“ sem refsivert var að kalla „stríð“.

Bandaríkin hafa aukið viðræður sínar við bæði Rússland og Úkraínu til að binda enda á verstu átök Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Í viðtali sínu við Politico sagði Trump að það væri „erfitt“ að ná samkomulagi og að „ein af ástæðunum er sú að hatrið milli Pútíns og Zelenskys er gríðarlegt“. Hann hafði lýst því yfir fyrir forsetakosningarnar í fyrra að hann myndi binda enda á stríðið á fyrsta degi sínum sem forseti, en gagnrýnendur hans vöruðu við því að hann myndi þvinga fram uppgjöf Úkraínu í því skyni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Pútínisminn og Trumpisminn eru eitt og sama fyrirbærið þau eiga sér bara stað í ólíkum löndum og umhverfi. Hvort tveggja eru bara mafíukartel í grunninn.
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    " ... hvað varðar hvernig Úkraína er að tapa landi, ..."
    Virkilega? Einhver hefur reiknað út að það taki rússana uþb 200 ár að ná allri Úkrainu með þeim hraða sem þeir hafa sótt fram síðustu árin.
    Og einhver annar hefur reiknað út að snigill hefði komist lengra á þeim þremur árum en rússneski herinn hefur sótt fram.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár