Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Diljá Mist segir að framkoman í garð Bjarna sé „algjörlega óboðleg“

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ur, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þykja stað­hæf­ing­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra um flótta­menn ekki of­stæk­is­full­ar. Fram­kom­an í hans garð sé enn frem­ur „al­gjör­lega óboð­leg.“ Hún seg­ir að fólk muni gagn­rýna Bjarna óháð því hvernig hann orð­ar hlut­ina. Diljá Mist var við­mæl­andi Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í Pressu í dag.

Diljá Mist Einarsdóttir „Ég held að allt of margir gangi út frá því að það sé illur ásetningur að baki hjá fólki fyrir hinum og þessum skoðunum eða framferði.“

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að framkoman í garð Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sé „algjörlega óboðleg.“ Þetta segir hún þegar hún er beðin um viðbrögð við færslu Bjarna á samfélagsmiðlum þar sem hann kallaði tjaldbúðir Palestínumannanna sem hafa mótmælt á Austurvelli síðastliðnar vikur „hörmung.“

Diljá Mist var á meðal viðmælenda Margrétar Marteinsdóttur í nýjasta þætti Pressu í hádeginu. Þar ræddi Margrét einnig við þær Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, sérfræðing hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) um málefni innflytjenda og flóttafólks, um sundrungu vegna útlendingamála. 

Diljá Mist segir að hún geti tekið undir margt sem birtist í færslunni og þótti hún ekki ofstækisfull, „síður en svo.“ „Ég hefði ekki skrifað þetta nákvæmlega svona, þó ég geti tekið undir efni færslanna beggja,“ segir Dilja Mist. 

Ef þetta væri ekki gagnrýnt þá hefði það verið eitthvað annað

Diljá Mist segir …

Kjósa
-13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Ingadóttir skrifaði
    Já það er óþolandi að ekki megi ræða hlutina, mér finnst stundum eins og við séum á leið inn í fasista ríki, þar sem fólki er miskunarlaust hegnt fyrir pólitískar skoðanir sínar. Hvar er þessi friðelskandi þjóð?
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Taktu hausinn a þer ur sandinum.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár