Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að framkoman í garð Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sé „algjörlega óboðleg.“ Þetta segir hún þegar hún er beðin um viðbrögð við færslu Bjarna á samfélagsmiðlum þar sem hann kallaði tjaldbúðir Palestínumannanna sem hafa mótmælt á Austurvelli síðastliðnar vikur „hörmung.“
Diljá Mist var á meðal viðmælenda Margrétar Marteinsdóttur í nýjasta þætti Pressu í hádeginu. Þar ræddi Margrét einnig við þær Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, sérfræðing hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) um málefni innflytjenda og flóttafólks, um sundrungu vegna útlendingamála.
Diljá Mist segir að hún geti tekið undir margt sem birtist í færslunni og þótti hún ekki ofstækisfull, „síður en svo.“ „Ég hefði ekki skrifað þetta nákvæmlega svona, þó ég geti tekið undir efni færslanna beggja,“ segir Dilja Mist.
Ef þetta væri ekki gagnrýnt þá hefði það verið eitthvað annað
Diljá Mist segir …
Athugasemdir (2)