Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys

Gögn úr Pan­dóru­skjöl­un­um sýna að Bern­ard de Laguiche faldi eign sína í Solvay efnaris­an­um á með­an sótt var að fyr­ir­tæk­inu fyr­ir að menga grunn­vatn á Ítal­íu og í Banda­ríkj­un­um.

Pandóruskjölin: Efnafyrirtæki flutti pening í skattaskjól eftir mengunarslys
Bernard de Laguiche Stjórnandi hjá Solvay faldi hlutabréf sín í aflandsfélagi á meðan rannsókn á mengunarslysi stóð yfir.

Á köldum degi í desember árið 2005 fór Pietro Mancini, sérfræðingur á rannsóknarstofu, niður í kjallara á gamalli efnaverksmiðju í bænum Spinetta Marengo á Norður-Ítalíu þar sem hann fann nokkuð undarlegt: taum af gulu ryki á veggjunum og gólfinu, sem virtist hafa orðið eftir þegar bráðinn snjór hafði flætt þar inn.

Í geymslu í annarri byggingu fann hann leðju, sem einnig var gulleit og flæddi úr rifu á gólflista. Hann tók sýni. Eftir prófanir kom í ljós að efnið var stútfullt af sexgildu krómi, þungamálmi sem getur valdið krabbameini.

„Þeir sögðu mér að hafa ekki áhyggjur, að þetta kæmi mér ekki við“

Þegar Mancini kvartaði undan þessari ógn við heilsu starfsmannanna gerðu yfirmenn verksmiðjunnar og rannsóknarstofunnar lítið úr áhættuni, að því fram kom í máli Mancini síðar. „Þeir sögðu mér að hafa ekki áhyggjur, að þetta kæmi mér ekki við,“ sagði hann.

Í 120 ár hefur verksmiðjan framleitt alls konar eiturefni, þar á meðal litarefni og skordýraeitrið DDT. Skaðleg efni sem notuð voru í framleiðslunni voru grafin á svæðinu og láku ofan í grunnvatnið. Verksmiðjan fór í kjölfarið að framleiða flúorefni, sem einnig eru skaðleg, til að gera hitaþolið plast og minnka viðloðun efna við það, til dæmis vatnhelda húð fyrir potta og efnavöru.

Árið 2011 lofaði nýr eigandi, belgíski efnarisinn Solvay SA, að svæðið yrði hreinsað og lekar stöðvaðir. Yfirmenn sem unnu fyrir arkitekt kaupanna, Bernard de Laguiche, stjórnanda hjá Solvay, áttu að sjá um ferlið og tilkynna ítölskum stjórnvöldum um hvernig miðaði.

En þrifin og viðgerðirnar töfðust. Í stað þess að tilkynna vandamálin til yfirvalda skiluðu starfsmenn fyrirtækisins og verktakar skýrslum sem gerðu lítið úr menguninni og hættunni af henni samkvæmt framburði vitna og skjölum sem ítölsk yfirvöld fengu og voru í framhaldinu skoðuð af alþjóðlegum samtökum rannsóknarblaðamanna, International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ).

Árið 2008, næstum þremur árum eftir að Mancini komst að því hver staðan væri í geymslunni, fundu skoðunarmenn sexgilt króm í brunnum við verksmiðjuna í 40-földu magni miðað við það sem löglegt er. Yfirvöld á staðnum lýstu yfir neyðarástandi.

Ítalskir saksóknarar ákærðu loks á þriðja tug manns, þar á meðal yfirmenn hjá Solvay og fyrrum yfirmann verksmiðjunnar, og sögðu það viljandi gert að grunnvatnið hafi verið eitrað og svæðið ekki hreinsað upp.

Á meðal þeirra ákærðu voru de Laguiche, sem er af einni af stofnfjölskyldum Solvay. Hann hafði staðið fyrir kaupunum á verksmiðjunni og fleirum í Evrópu og Bandaríkjunum sem notuðu flúorefni með það fyrir augum að Solvay keppti við risann DuPont sem framleiðir Teflon vörurnar. Kaupin á verksmiðjunum höfðu ýtt undir velgengni fyrirtækisins.

Stuttu áður en ákærurnar voru lagðar fram og svo aftur skömmu á eftir fluttu de Laguiche og nánustu fjölskyldumeðlimir hann andvirði rúmlega 50 milljóna Bandaríkjadala í sjóði á Singapúr og Nýja-Sjálandi með aðstoð fjármálaþjónustu með aflandsreikninga og svissneskra ráðgjafa, að því fram kemur í trúnaðargögnum.

Gögnin eru kölluð Pandóruskjölin og þeim var lekið til ICIJ sem deildi þeim með hópi alþjóðlegra fjölmiðla. Stundin er samstarfsaðili ICIJ á Ísland. Gögnin sýna gríðarlegt flæði peninga til skattaskjóla af hálfu ríks og valdamikils fólks, sem kemur því þannig undan skattheimtumönnum og yfirvöldum og fordæmalausar upplýsingar um fagmennina sem hjálpa þeim.

Úr gögnunum má lesa að meðal þeirra sem flytja peninga sína í aflandsfélög og -sjóði eru stjórnendur efnafyrirtækja sem sökuð hafa verið um meiriháttarbrot á umhverfisverndarlöggjöf. Á meðal þeirra eru Jai og Vikram Shroff hjá UPL Ltd., indverskum framleiðanda skordýraeiturs sem hefur verið sektaður af þarlendum dómstól fyrir að fara á svig við umhverfisreglugerðir, og Vladimir og Sergei Makhlai, sem stýrðu heimsins stærsta ammóníaksframleiðanda áður en þeir voru báðir sakfelldir fyrir svik í Rússlandi árið 2019.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Pandóruskjölin

Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Icelandair gat þess aldrei að félagið stundaði viðskipti í gegnum Tortólu
FréttirPandóruskjölin

Icelanda­ir gat þess aldrei að fé­lag­ið stund­aði við­skipti í gegn­um Tor­tólu

Flug­fé­lag­ið Icelanda­ir lét þess aldrei get­ið op­in­ber­lega að fé­lag­ið hefði fjár­fest í þrem­ur Boeing-þot­um í gegn­um Tor­tóla-fé­lag. Við­skipti fé­lags­ins í gegn­um Tor­tólu komu fram í Pandópru­skjöl­un­um. Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir að hlut­ur Icelanda­ir í fé­lög­un­um sem héldu ut­an um þot­urn­ar hafi ver­ið seld­ur með tapi.
Úkraínski sígarettukóngurinn sem fór með konu í stríð
ÚttektPandóruskjölin

Úkraínski síga­rettu­kóng­ur­inn sem fór með konu í stríð

Pan­dóru­skjöl­in sýna hvernig úkraínsk­ur með­fram­leið­andi ís­lensku verð­launa­mynd­ar­inn­ar Kona fer í stríð sæk­ir í af­l­ands­sjóð til að fjár­magna kvik­mynda­verk­efni sín. Upp­runi pen­inga hans er gríð­ar­stórt síga­rettu­veldi í Úkraínu. Fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar full­yrð­ir þó að þeir pen­ing­ar hafi ekki ver­ið not­að­ir við gerð ís­lensku mynd­ar­inn­ar.
Aflandshýsing í aflandsfélagi hýsir klám og nýnasistaáróður á Íslandi
AfhjúpunPandóruskjölin

Af­l­ands­hýs­ing í af­l­ands­fé­lagi hýs­ir klám og nýnas­ista­áróð­ur á Ís­landi

Ís­lend­ing­ur bú­sett­ur í Taílandi er pott­ur­inn og pann­an í rekstri um­deilds vef­hýs­ing­ar­fyr­ir­tæk­is sem ger­ir út á tján­ing­ar­frels­isákvæði ís­lenskra laga. Klám, nýnas­ista­áróð­ur og nafn­laust níð er hýst á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég hef ekk­ert að fela,“ seg­ir mað­ur­inn, sem er einn þeirra sem af­hjúp­að­ir eru í Pan­dóru­skjöl­un­um.
Jón segir að verið sé að færa eignarhaldsfélag fjölskyldunnar frá Tortóla til Hong Kong
FréttirPandóruskjölin

Jón seg­ir að ver­ið sé að færa eign­ar­halds­fé­lag fjöl­skyld­unn­ar frá Tor­tóla til Hong Kong

Jón Ólafs­son, fjár­fest­ir og stofn­andi vatns­verk­smiðj­unn­ar Icelandic Glacial í Ölfusi, seg­ir að brátt muni hann og fjöl­skylda ekki eiga fé­lag á Tor­tóla. Hann seg­ir að hann hafi hætt að nota Tor­tóla­fé­lög eft­ir að hann lenti í skatta­máli við ís­lenska skatt­inn sem var vís­að frá á end­an­um.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
6
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár