Framkvæmdastjórar nokkurra stærstu útgerðarfélaga landsins eru sammála um það að Samherjamálið í Namibíu hafi ekki haft nein afleidd áhrif á viðskipti og viðskiptasambönd þeirra erlendis. Stundin náði, eða reyndi að ná, tali af stjórnendum 20 stærstu útgerðarfélaga landsins, sem samtals halda á tæplega 73 prósentum kvótans, til að spyrja þá út í áhrifin af Namibíumálinu á sölu- og markaðsstarf þeirra. Einnig var reynt að leita svara við því hvaða skoðanir forsvarsmenn útgerðanna hafa á Namibíumáli Samherja. Sjö framkvæmdastjórar stórútgerða svöruðu spurningum Stundarinnar efnislega.
„Ég held að þetta mál sé tiltölulega óþekkt nema hér hjá okkur og svo í Noregi af því þetta tengist DNB-bankanum.“
Namibíumálið hefur vakið alþjóðlega athygli síðastlið rúmt eitt og hálft ár eftir að greint var frá því í Kveik á RÚV, í Stundinni og Al Jazeera í nóvember 2019. Umfjöllun um málið hefur verið stöðug í namibískum, íslenskum og norskum fjölmiðum en einnig …
Athugasemdir