Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu

Fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið svar­ar ekki bréf­um kvenna sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi né held­ur er­indi lög­manns kvenn­anna. Lög­bund­inn frest­ur til að svara er­ind­un­um er út­runn­inn. Þrátt fyr­ir lof­orð þar um hef­ur Ásmund­ur Ein­ar Daða­son fé­lags­mála­ráð­herra ekki boð­ið kon­un­um til fund­ar að nýju.

Félagsmálaráðuneytið brýtur upplýsingalög í Laugalandsmálinu
Býður konunum ekki til fundar Ásmundur Einar hefur ekki boðið konunum af Laugalandi til fundar við sig þrátt fyrir að meira en mánuður sé síðan að þær óskuðu eftir fundi. Mynd: Velferðarráðuneyti

Félagsmálaráðuneytið hefur ekki svarað formlegu erindi lögmanns hóps kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, þrátt fyrir að frestur sem ráðuneytinu var gefinn til þess sé liðinn. Þá hefur beiðni kvennanna um annan fund með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, sem send var fyrir meira en mánuði síðan ekki heldur verið svarað.

Tíu konur hafa stigið fram í Stundinni og greint frá því að forstöðumaður meðferðarheimilisins á árunum 1997 til 2007, Ingjaldur Arnþórsson, hafi brotið á þeim með ýmsum hætti á meðan þær voru þar vistaðar af hálfu opinberra aðila. Konurnar hafa lýst því að þær hafi verði beittar andlegu ofbeldi, að komið hafi verið í veg fyrir samskipti þeirra við foreldra og fjölskyldur og að þær hafi verið beittar líkamlegu ofbeldi. Líkamlega ofbeldið hafi meðal annars falist í því að þeim hefði verið hrint niður stiga, þær slegnar og þær dregnar á hárinu. Í síðasta tölublaði Stundarinnar lýsti ein kvennanna því meðal annars að sökum þess að hún hefði ekki fengið nokkurn stuðning á meðan að hún dvaldi á Laugalandi með ungbarn hefði hún neyðst til að gefa barnið frá sér að vistinni lokinni.

Engin svör borist

Hinn 20. apríl síðastliðinn sendi Magnús D. Norðdahl lögmaður bréf til félagsmálaráðuneytisins þar sem tilkynnt var að hann hefði tekið að sér hagsmunagæslu fyrir konurnar. Í umræddu bréfi fór Magnús fram á það fyrir hönd skjólstæðinga sinna að veittar yrðu ákveðnar upplýsingar um rannsókn þá sem fram á að fara vegna ásakana um að fjöldi kvenna hefði verið beittur illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu. Sömuleiðis fór Magnús fram á að fá afhent öll gögn málsins eftir að félagsmálaráðuneytið veitti vilyrði fyrir því að umrædd rannsókn yrði hafin.

Átta dagar eru nú liðnir frá því að umrætt bréf var sent en enn hefur ekki borist svar frá ráðuneytinu. Í 17. grein upplýsingalaga er tilgreind að ákveða skuli hvort orðið verði við beiðni um aðgang að gögnum svo fljótt sem verða megi. „Hafi beiðni ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skal skýra aðila frá ástæðum tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta,“ segir enn fremur í lagagreininnni.

Fá ekki fund þrátt fyrir loforð þar um

Í tölvupósti sem Gígja Skúladóttir sendi Ásmundi Einar 25. mars síðastliðinn, fyrir hönd kvennana, fór hún fram á að fá upplýsingar um skipulag, markmið, fyrirkomulag og framgang þeirrar rannsóknar sem Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar var falið að framkvæma á starfsemi meðferðarheimilisins. Auk þess fór hún fram á að konurnar fengju fund með Ásmundi Einari vegna málsins.

Ásmundur Einar fundaði í tvígang með konunum í febrúar, áður en tekin var ákvörðun um að rannsaka meðferðarheimilið. Á þeim fundum lýsti Ásmundur Einar því að konunum væri velkomið að hafa samband við sig hvenær sem er og óska eftir fundi með honum. Nú eru liðnir 33 dagar síðan bréf Gígju var sent ráðherra án þess að svör við spurningum þeim sem hún setti fram hafi borist og án þess að konunum hafi verið boðið til fundar við ráðherra.

„Nú verður félagsmálaráðherra að stíga fram og standa við stóru orðin“
Magnús D. Norðdahl
lögmaður kvennana af Laugalandi

Spurningarnar sem Magnús setur fram í bréfi sínu erindi að verulegu leyti hinar sömu og Gígja setti fram í sínu bréfi. Er þar meðal annars spurt um hvort markmið rannsóknarinnar hafi verið skilgreint, hvort leitað verði til utanaðkomandi aðila varðandi framkvæmd rannsóknarinnar, hverjir beri ábyrgð á rannsókninni, hvaða gagna standi til að afla, hvernig skýrslugjöf verði háttað og hver tímarammi rannsóknarinnar sé. Þá spyr Magnús hvort farið hafi fram lögfræðileg greining á því hvort Gæða- og eftirlitsstofnun sé hæf til að fjalla um meðferðarheimilið í ljósi þess að um sé að ræða undirstofnun félagsmálaráðuneytisins.

Í bréfi Magnúsar til ráðuneytisins er tiltekið að þess sé vænst að því verði svarað eigi síðar en 26. apríl, í gær. Það væri enda í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Engu að síður hefur enn ekkert svar borist frá ráðuneytinu.

„Það er ákaflega bagalegt að stjórnvöld sjái ekki sóma sinn í því að meðhöndla þetta mál með faglegum og vönduðum hætti. Kerfið brást umbjóðendum mínum á sínum tíma og þær upplifa nú að kerfið sé að bregðast þeim aftur þegar engin svör berast þrátt fyrir fögur fyrirheit um rannsókn. Nú verður félagsmálaráðherra að stíga fram og standa við stóru orðin," segir Magnús.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár