Dómstóll í Namibíu ýjaði að því í byrjun vikunnar að sjömenningunum í Samherjamálinu í Namibíu yrði sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir þrjá mánuði ef efnahagsbrotadeildin þar í landi, ACC, lýkur ekki rannsókn málsins innan þess tíma. Þetta kemur fram í namibískum fjölmiðlum.
Sjömenningarnir, sem grunaðir eru um að hafa komið að og eða tekið við mútugreiðslum frá íslenska útgerðarfélaginu Samherja upp á vel á annan milljarð króna, hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins allt frá því í nóvember í fyrra. Greint var frá málinu í Kveik, Stundinni og Al Jazeera í samvinnu við uppljóstrunarsíðuna Wikileaks þann 13. nóvember í fyrra.
Sú ályktun að dómstóllinn í Namibíu telji að gæsluvarðhaldið yfir sjömenningunum sé orðið ansi langt og að ákæruvaldið í Namibíu þurfi að fara að ljúka við rannsókn sína er dregin í namibíska blaðinu Namibian Sun …
Athugasemdir