Matvælafyrirtækið Mata, sem er í meirihlutaeigu félags á eyjunni Möltu á Miðjarðarhafinu, hefur nýtt hlutabótaleiðina svokölluðu út af COVID-faraldrinum. Nafn félagsins kemur fram í lista Vinnumálastofnunar um fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina sem birtur var á föstudaginn. Mata hf. var með tæplega 2.9 milljarða tekjur árið 2018 og nam hagnaður félagsins rúmlega 240 milljónum króna. 20 starfsmenn Mata hafa verið á hlutabótum segir framkvæmdastjórinn.
Samkvæmt niðurstöðu Evrópuþingsins frá því í mars í fyra hefur Malta „öll einkenni skattaskjóls“. Evrópuþingið ákvað þá að „nefna“ og „kalla skömm yfir“, eins og það var orðað í fjölmiðli á Möltu, fimm Evrópuríki sem öll hafa einkenni skattaskjóla. Hin ríkin eru Lúxemborg, Holland, Írland og Kýpur.
Komist var að þessari niðurstöðu þar sem einungis er hægt að útskýra hátt hlutfall erlendrar fjárfestingar í þessum löndum að litlu leyti með starfsemi sem fram fer innan landamæra ríkjanna. Að langmestu leyti er um að ræða starfsemi eignarhaldsfélaga, …
Athugasemdir