Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Öryggismiðstöðin setti 130 manns á hlutabætur: 211 milljóna hagnaður árið 2018 og 200 milljóna arðgreiðslur 2017

Þrír fjórðu hlut­ar starfs­manna sem sett­ir voru á hluta­bæt­ur störf­uðu við flug­vernd­ar­þjón­ustu í Kefla­vík. Um 30 manns unnu á öðr­um svið­um fyr­ir­tæk­is­ins. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins er tal­inn í hundruð­um millj­óna síð­ustu ár.

Öryggismiðstöðin setti 130 manns á hlutabætur: 211 milljóna hagnaður árið 2018 og 200 milljóna arðgreiðslur 2017
Nýta sér hlutabótaleiðina Öryggismiðstöðin nýtti hlutabótaleiðina fyrir 130 starfsmenn sína. Fyrirtækið hefur verið rekið með hundruða milljóna króna hagnaði síðustu ár og greiddi samtals 340 milljónir króna í arð til eigenda sinna á árunum 2016 og 2017.

Öryggismiðstöð Íslands nýtti sér hlutabótaleið stjórnvalda fyrir 130 starfsmenn fyrirtækjasamstæðunnar strax og sú leið varð í boði. Um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu sem hafði rúmlega 5 milljarða tekjur af rekstri árið 2018 og nam hagnaður af rekstrinum það ár 211,5 milljónum króna. Árið áður, 2017, voru greiddar 200 milljónir króna í arð til eigenda fyrirtækisins.

Stærstur hluti starfsmannanna sem voru færðir á hlutabótaleiðina störfuðu hjá dótturfélaginu AVIÖR ehf. sem sinnir flugverndarþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Um 100 starfsmenn störfuðu við þau verkefni og segir Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs og velferðartækni hjá Öryggismiðstöðinni, að eðli málsins samkvæmt hafi þau verkefni stöðvast því sem næst fullkomlega. Þá hafi orðið erfiðara um vik að sinna verkefnum í tækniþjónustu einnig. Fyrirtækið hefur nú sagt upp 50 af þeim nálægt 100 starfsmönnum sem unnu í flugverndarþjónustunni.

340 milljónir króna í arð á tveimur árum

Rekstrarhagnaður Öryggismiðstöðvarinnar og dótturfélaga var 211,5 milljónir króna árið 2018, 157,1 milljón króna 2017 og 220,8 milljónir króna árið 2016. Ársreikningur fyrirtækisins fyrir árið 2019 hefur ekki verið birtur. Enginn arður var greiddur út úr fyrirtækinu árið 2018 en greiddar voru 200 milljónir króna í arð árið 2017 og 140 milljónir króna árið 2016. Stærsti hluthafi fyrirtækisins er félagið Unaós ehf. sem fjöldi aðila á hlut í, en félagið á 90 prósent hlut í Öryggismiðstöðinni.

Stærstu eigendur Öryggismiðstöðvarinnar eru Ragnar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sem á 30 prósent hlut í fyrirtækinu og Guðmundur Ásgeirsson, oft kenndur við Nesskip, sem á 27,6 prósent hlut. Þá á Hjörleifur Þór Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar og ESSO, sem einnig stýrði Kili, fjárfestingafélagi Ólafs Ólafssonar, og sat í stjórn Kaupþings, 13,8 prósent hlut í Öryggismiðstöðinni. Hjördís Ásberg, fjárfestir og stofnandi heilsuverslananna Maður lifandi á þá einnig 13,8 prósent hlut í fyrirtækinu en þau Hjördís og Hjörleifur eru gift. Hjörleifur er jafnframt stjórnarformaður fyrirtækisins. Aðrir aðilar eiga smærri hluti.

Hörð gagnrýni á stórfyrirtæki sem þiggja ríkisaðstoð

Notkun íslenskra stórfyrirtækja á hlutabótaleiðinni hefur verið gagnrýnd verulega á síðustu vikum eftir að fjölmiðlar hafa greint frá því að fyrirtæki eins og Hagar, Origo, Kaupfélag Skagfirðinga, Skeljungur og Bláa lónið, svo dæmi séu nefnd, hafi nýtt sér leiðina. Allt eru þetta meðal stöndugustu fyrirtækja landsins, rekin með margmilljóna hagnaði og hafa greitt eigindum sínum svimandi háar upphæðir í arð síðustu ár. Mörg þessara fyrirtækja hafa stigið fram og tilkynnt að þau muni endurgreiða hlutabæturnar, eftir umfjöllun fjölmiðla.

Til stendur að Vinnumálastofnun birti á næstu dögum lista yfir þau fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina en Persónuvernd hefur úrskurðað að í ljósi almannahagsmuni skuli birta listann. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að augljóslega eigi þær upplýsingar erindi við almenning. „Ég geri þá kröfu að stöndug fyrirtæki misnoti ekki opinbera sjóði og úrræði sem ætluð eru sem neyðaraðstoð við lífsafkomu fólks,“ sagði Katrín í viðtali við Stundina á dögunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst því sem svo að framferði stöndugra fyrirtækja, sem þiggi ríkisaðstoð í formi hlutabótaleiðarinnar, án þess að hafa neina raunverulega þörf þar á í ljósi fjárhagslegrar stöðu og og fyrri arðgreiðslna, sé afskaplega slæmt og „rekur rýting í í samstöðuna sem við höfum öll verið að reyna að byggja upp á Íslandi til þess að komast saman í gegnum þessa tíma.“

Verja störf með hlutabótaleiðinni

Í svörum sínum við spurningum Stundarinnar um notkun hlutabótaleiðarinnar segir Ómar, sem sjálfur á lítinn hlut í fyrirtækinu, 1,41 prósent, að stjórnendur Öryggismiðstöðvarinnar fagni umræðu í samfélaginu um aðgerðir stjórnvalda og þeirri rýni sem fari fram á þær. „Við höfum nýtt hlutabótaleið stjórnvalda. Enda litum við svo á að þar væri áskorun til okkar að verja störf í fyrirtækinu á áður óþekktum óvissutímum. Við tókum þeirri áskorun en strax við upphaf Covid varð stór hluti okkar starfsmanna í raun verkefnalaus. Af 360 starfsmönnum fóru um 130 í hlutastörf.“

„Auk þessa er rétt að nefna að allir stjórnendur hafa tekið á sig launalækkun meðan á þessum aðgerðum stendur“

Ómar segir að tekist hafi að verja meginhluta starfa hjá fyrirtækinu, með notkun hlutabótaleiðarinnar og samstöðu starfsmanna. „Starfsfólk hefur snúið bökum saman á magnaðan hátt og fundið fjölda nýrra verkefna til að lágmarka tjón af völdum Covid á rekstur félagsins. Þannig hefur bæði verið hægt að finna og halda uppi að stórum hluta verkefnum fyrir þá sem eru í hlutastörfum en jafnframt hefur tekist að auka starfshlutfall margra. Núna eru um 90 starfsmenn í hlutastarfi og fjöldi þeirra í hærra starfshlutfalli en upphaflega var gert ráð fyrir.“

Ómar segir enn fremur að í maí mánuði verði allir starfsmenn fyrirtækisins, utan þeir sem starfa við flugvernd komnir í fullt starf aftur. Áfram verði hlutabótaleiðin nýtt fyrir 50 starfsmenn sem starfi við flugvernd en sem fyrr segir hefur fyrirtækið sagt upp öðrum 50 starfsmönnum í þeim hluta rekstrarins. Fyrirtækið hefur að sögn Ómars ekki nýtt greiðslur frá hinum opinbera í uppsagnarfresti. „Auk þessa er rétt að nefna að allir stjórnendur hafa tekið á sig launalækkun meðan á þessum aðgerðum stendur,“ segir Ómar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár