Kjötiðnaðarfyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga nýtti sér hlutabótaleiðina svokölluðu í síðasta mánuði fyrir tugi starfsmanna sinna. Fyrirtækið heitir Esja og sérhæfir sig í þjónustu við veitingahús og stóreldhús og höggið fyrir reksturinn var því mikið, segir Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri Esju og forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. „Esjan er fyrst og fremst matvælafyrirtæki sem þjónustar veitingahús og stóreldhús á markaði. Það þarf ekkert að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á okkur þegar engir ferðamenn eru hér á landi. Mörgum veitingahúsum hefur verið lokað og mötuneyti eru lokuð,“ segir Ágúst.
„Það þarf ekkert að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur á okkur þegar engir ferðamenn eru hér á landi“
Kaupfélag Skagfirðinga keypti kjötvinnsluna Esju árið 2016 sem og kjötverslunina Gallerí Kjöt. Samkeppniseftirlitið þurfti að samþykkja kaupin á kjötvinnslunni vegna sterkrar stöðu Kaupfélags Skagfirðinga á kjötmarkaðnum á Íslandi. Esja hefur verið rekin í gamla húsnæði Osta og …
Athugasemdir