Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Blað brotið í sögu Alþingis

„Þetta er af­ar óvenju­legt og hef­ur lík­lega aldrei gerst áð­ur í sögu Al­þing­is, “ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, um þá ákvörð­un for­sæt­is­nefnd­ar Al­þing­is að eng­ir þing­fund­ir verði haldn­ir næsta mán­uð­inn, frá og með deg­in­um í dag og til 20. apríl til að stemma stigu við út­breiðslu Covid-19 veirunn­ar. Starf­semi Al­þing­is hef­ur nú ver­ið skert eins mik­ið og mögu­legt er.

Blað brotið í sögu Alþingis
Steingrímur J á þingi Það eru tíðindi í sögu Alþingis að starfsáætlun hafi verið tekin úr sambandi með þeim hætti sem nú hefur verið gert segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Engir þingfundir verði haldnir næsta mánuðinn, frá og með deginum í dag og til 20. apríl, samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar Alþingis til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Starfsemi Alþingis hefur nú verið skert eins mikið og mögulegt er. „Þetta er afar óvenjulegt og hefur líklega aldrei gerst áður í sögu Alþingis, “ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis

Formenn þingflokkanna funduðu í morgun og forsætisnefnd Alþingis síðan í framhaldinu. Þar var ákveðið að starfsáætlun Alþingis yrði tekin úr sambandi og  að á þessum tíma yrðu eingöngu boðaðir þingfundir til að takast á við brýn mál sem tengjast Covid-19 heimsfaraldrinum.

Steingrímur segir að einróma samstaða hafi verið um þessa ákvörðun. „Ég held að allir hafi upplifað að við værum komin á þennan stað og það var komin eftirspurn eftir að það væri skýr lína í þessu og að fólk þyrfti ekki að vera í vafa.“

Hann segir að þetta sé vissulega ekki í fyrsta skiptið sem starfsáætlun Alþingis hafi verið tekin úr sambandi. Það hafi meðal annars verið gert þegar sýnt hafi verið að lengja þurfi þinghald þegar farið hefur verið fram yfir starfsáætlun. „En það á sér ekki hliðstæðu að takmarka störf Alþingis með þessum hætti. Sem betur fer höfum við ekki þurft að glíma við svona óvin áður.“

Þingfundur á morgun

Þingið mun reyndar koma saman á morgun, föstudag, en þá hefur þingfundur verið boðaður klukkan 10:30. Steingrímur segir að þar verði að öllum líkindum afgreidd tvö lagafrumvörp um viðbrögð við Covid-19. „Við höfum þegar afgreidd þrenn lög, erum með þessi tvö í höndunum sem verða þá afgreidd á morgun og síðan á ég von á að þingið komi aftur saman í næstu viku til að afgreiða tvö frumvörp til viðbótar.“ 

Að sögn Steingríms hafa ýmsar öryggisráðstafanir verið gerðar á Alþingi undanfarnar vikur. Nú sé þriðja vikan sem þingið starfi samkvæmt viðbragðsáætlun. „Ég held að við höfum verið fyrsta þingið meðal nágrannalandanna sem virkjaði slíka áætlun,“ segir Steingrímur.

Tveir varaforsetar geymdir heima

Hann segir að í þessari áætlun felist meðal annars að samneyti forsetahóps Alþingis hefur verið takmarkað, en í þeim hópi eru, auk hans, sex varaforsetar Alþingis og tveir áheyrnarfulltrúar. „Við höfum til dæmis geymt tvo varaforseta heima alla þessa viku og þeir hafa tekið þátt í störfum Alþingis í gegnum fjarfundabúnað. Okkur ber skylda til að tryggja að þeir sem eru í þessum hópi verði ekki allir  óstarfhæfir á sama tíma.“

„Ég held að við höfum verið fyrsta þingið meðal nágrannalandanna sem virkjaði slíka áætlun“

Kom ekki til greina að halda þingstörfum áfram í gegnum fjarfundabúnað? „Nei, við teljum það ekki hægt. Við teljum að stjórnarskráin standi í vegi fyrir því og það væri viss áhætta ef taka ætti ákvarðanir í slíku umhverfi þar sem kveðið er á um að lög teljist ekki samþykkt nema 32 séu í þingsal. Lagasetning við slíkar aðstæður væri líklega ekki stjórnskipulega gild,“ segir Steingrímur og vísar þar í 53. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að Alþingi geti ekki gert samþykki um mál nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu.

„Lagasetning við slíkar aðstæður væri líklega ekki stjórnskipulega gild“

Spurður hver viðbrögð þingmanna og starfsfólks Alþingis hafi verið við þessari ákvörðun segir hann að þau hafi einkennst af skynsemi. „Það er vissulega alvarlegra yfirbragð yfir fólki nú en oft áður. En allir eru æðrulausir og taka þessu af yfirvegun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár