Lífshlaup Jóhönnu Jónas minnir á söguþráð í bandarískri sápuóperu. Það á reyndar vel við, því hún lék í bandarískri sápuóperu áður en hún hafnaði yfirborðsmennsku og útlitsdýrkun skemmtanaiðnaðarins þar ytra. Allt frá barnæsku glímdi hún við átröskun og eftir að leiklistarferillinn náði flugi hér heima glímdi hún við kulnun og hætti. Nú hefur lífið aldrei verið betra, hún starfar sem heilari og heldur námskeið í þakklæti með eiginmanni sínum, Jónasi Sen.
MyndirCovid-19
Táknmyndir á víðavangi
COVID-faraldurinn og kreppan í kjölfarið á sér táknmynd sem liggur tvist og bast um samfélagið.
FréttirFátæk börn
Börnin eru algerlega valdalaus og líða mest
Þessi börn verða fátækir foreldrar, ef ekki er reynt að snúa þessari þróun við. Þetta segir Elísabet Karlsdóttir félagsráðgjafi og forstöðumaður Fjölskyldumiðstöðvarinnar í Gerðubergi í Breiðholti. Hún er einn forsvarsmanna TINNU, sem er úrræði fyrir efnalitla einstæða foreldra.
FréttirFátæk börn
Fjöldi barna fær aðstoð frá Hróa hetti
Barnavinafélagið Hrói höttur aðstoðar börn frá efnaminni heimilum. Mikil þörf er fyrir slíka aðstoð, en umsóknum um hana fjölgar ár frá ári. Sigríður Rut Jónsdóttir, formaður félagsins, segir að sífellt fleiri þurfi aðstoð við að leita sálfræðiþjónustu eða aðra félagslega þjónustu.
ViðtalFátæk börn
„Stundum er ég svöng og það er enginn matur til“
„Mér finnst ég ekkert þurfa að eiga mikið,“ segir 16 ára stúlka í Reykjavík. Hún er ein þriggja systkina á heimili þar sem einu tekjurnar eru bætur einstæðrar móður þeirra sem samanlagt nema 322.000 krónum á mánuði. Fjölskyldan hefur um 30.000 krónur til ráðstöfunar eftir að föst útgjöld hafa verið greidd og reiðir sig að miklu leyti á aðstoð hjálparsamtaka.
FréttirCovid-19
Lyfjustarfsfólk ber smitvarnarhjálma í vinnunni
„Þeir eru notaðir til að draga úr smiti, sérstaklega dropasmiti sem getur komið frá fólki þegar það hóstar. Þannig að þetta er vörn fyrir okkur,“ segir Alfreð Ómar Ísaksson, lyfsali í Lyfju í Hafnarstræti. Undanfarnar vikur hefur starfsfólk verslunarinnar, eins og starfsfólk annarra Lyfjuverslana, borið hjálma við störf sín til að hindra smit kórónaveirunnar.
ViðtalFátæk börn
Hætti að halda upp á afmælið sitt tíu ára: „Ég veit að við erum fátækar“
„Ég veit að við erum fátækar, en ég hugsa ekkert mikið um það. Nema þegar það er ekkert til að borða heima,“ segir 16 ára unglingsstúlka í Grafarvogi. Hún hætti að halda upp á afmælið sitt tíu ára gömul, lokar sig af félagslega og lætur sig dreyma um ferðalög, en ætlar samt að nýta peningana sem hún hefur safnað fyrir útskriftarferð í eitthvað hagnýtara.
ViðtalFátæk börn
„Stundum lítill matur til í ísskápnum“
Heiðar Hildarson, 18 ára framhaldsskólanemi, ólst upp við fátækt hjá einstæðri móður sem er öryrki og hefur þurft að reiða sig á aðstoð hjálparstofnana til að sjá fyrir börnunum. Hann lýsir aðstæðum sínum og segir skrítið að fólk geti ekki séð fjölskyldunni farboða í íslensku samfélagi, en fólk eins og móðir hans, sem hafi leitað allra leiða til að búa börnunum betra líf, eigi aðdáun skilda.
FréttirCovid-19
Samfélagið er í sameiginlegu áfalli
„Afleiðingarnar til lengri tíma eru ófyrirsjáanlegar,“ segir Nanna Briem, geðlæknir og forstöðumaður geðþjónustu Landspítala. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikilvægt að huga að geðheilsu eins og nú, segir Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á Landspítala og prófessor við HÍ. Gert er ráð fyrir auknu álagi í geðheilbrigðiskerfinu eftir að faraldrinum linnir.
FréttirCovid-19
Grímulaust tákn kórónaveirufaraldursins
Andlitsgríman hefur á stuttum tíma orðið ein eftirsóttasta söluvara heims, bitbein ríkja og tekjulind fyrir glæpagengi. Nú keppast tískuhúsin við að koma með sínar eigin útgáfur af henni og margir Íslendingar bera hana á götum úti.
FréttirHlutabótaleiðin
Ríkið greiðir uppsagnarfrest og framlengir hlutabætur
Hlutabótaleiðin verður framlengd út júní í núverandi mynd og síðan í breyttri mynd út ágúst. Fyrirtæki fá stuðning frá ríkinu til að greiða atvinnuleysisbætur og þeim verður gert auðveldara fyrir að endurskipuleggja sig fjárhagslega. Þetta er meðal þeirra leiða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi nú í hádeginu til að mæta vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi vegna kórónaveirufaraldursins.
Fréttir
Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“
Forsvarsmenn hjálparsamtaka undirbúa sig nú fyrir fjölgun umsókna um matargjafir og aðra aðstoð og hafa áhyggjur af því að fyrirtæki verði síður aflögufær. Hjálparstarf kirkjunnar biðlar til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um fjárstyrk og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir að þangað leiti nú fólk sem ekki hafi haft þörf fyrir aðstoð sem þessa fyrr en nú. Formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur segir að þar séu félagskonur við öllu búnar.
FréttirCovid-19
Ekkert samráð haft við kennara um sumarkennslu
Verja á 800 milljónum króna í sumarkennslu í framhalds- og háskólum, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Ekkert samráð hefur verið haft við kennara á þessum skólastigum vegna þessa, að sögn formanna stéttarfélaga þeirra. Þeir segja að það sé kennurum í sjálfsvald sett hvort þeir taki að sér að kenna í sumar og benda á að mikið álag hafi verið á kennurum undanfarna mánuði.
Fréttir
Kraftaverkið í Hafnarfjarðarhöfn vakti minningar
„Það er varla hægt að ímynda sér meira áfall; að fá þær fréttir að barnið þitt hafi lent í slysi sem þessu,“ segir Kristín Dýrfjörð. Slys, sem varð í janúar, þegar ungir piltar óku út af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði og nokkurn tíma tók að ná tveimur þeirra upp úr köldum sjónum, vakti þessar minningar hjá Kristínu.
FréttirCovid-19
Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar
Búist er við að útsvarstekjur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu muni dragast saman um 30 milljarða í ár og á næsta ári. Á sama tíma er búist við gríðarlegri aukningu í félagsþjónustu. Sveitarfélögin vilja óendurkræf fjárframlög úr ríkissjóði og lánsfé á hagkvæmum kjörum.
FréttirCovid-19
Bylting er að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu
Eftir að COVID-19 faraldurinn kom upp hefur notkun á rafrænni heilbrigðisþjónustu aukist mikið. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segist vart geta hugsað þá hugsun til enda hversu mikið álag væri nú á heilbrigðiskerfinu, nyti netlausna ekki við. Ljóst sé að þessar breytingar séu að mörgu leyti komnar til að vera. Það hefur orðið bylting og við erum komin á nýjan stað í heilbrigðisþjónustunni.
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
2
Viðtal
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
3
Menning
2
Þóra Dungal fallin frá
Þóra Dungal, sem varð táknmynd X-kynslóðarinnar á Íslandi skömmu fyrir aldamótin þegar hún fór með aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997, er fallin frá.
4
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
5
Viðtal
12
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
6
Afhjúpun
3
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
7
Úttekt
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
8
Erlent
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
9
Fréttir
Myndu að „sjálfsögðu ekki“ sætta sig við verulegar tafir á Axarvegi
Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki sætta sig við verulegar tafir á framkvæmdum við Axarveg. Sveitarstjórinn óttast reyndar ekkert slíkt enda hafi hann engin skilaboð fengið um að setja eigi framkvæmdina „í salt“ vegna þenslu.
10
Fréttir
1
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.