Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ríkið greiðir uppsagnarfrest og framlengir hlutabætur

Hluta­bóta­leið­in verð­ur fram­lengd út júní í nú­ver­andi mynd og síð­an í breyttri mynd út ág­úst. Fyr­ir­tæki fá stuðn­ing frá rík­inu til að greiða at­vinnu­leys­is­bæt­ur og þeim verð­ur gert auð­veld­ara fyr­ir að end­ur­skipu­leggja sig fjár­hags­lega. Þetta er með­al þeirra leiða sem rík­is­stjórn­in kynnti á blaða­manna­fundi nú í há­deg­inu til að mæta vanda þeirra fyr­ir­tækja sem hafa orð­ið fyr­ir miklu tekjutapi vegna kór­óna­veirufar­ald­urs­ins.

Ríkið greiðir uppsagnarfrest og framlengir hlutabætur
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Hún sagði á fundinum að hlutabótaleiðin væri mikilvægasta aðgerðin sem hægt hefði verið að ráðast í. Mynd: RÚV

Fyrirtæki fá stuðning frá ríkinu til að greiða atvinnuleysisbætur og gildistími hlutabótanna verður framlengdur út júní í núverandi mynd og síðan í breyttri mynd út ágúst. Þetta er meðal þeirra leiða sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi nú í hádeginu til að mæta vanda þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir miklu tekjutapi vegna kórónaveirufaraldursins. Þá fá fyrirtæki fá stuðning frá ríkinu til að greiða atvinnuleysisbætur. 

Aðgerðirnar voru ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þetta er þriðji aðgerðapakkinn sem kynntur er. Sá síðasti, sem kynntur var í síðustu viku, var talsvert gagnrýndur, einkum af aðilum í ferðaþjónustu sem töldu ekki nóg að gert.

„Það er algerlega ljóst að þetta úrræði hefur nýst gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra  um hlutabótaúrræðið er hún kynnti aðgerðirnar, en  35.000 launþegar hafa nýtt sér úrræðið. „Þetta er mikilvægasta aðgerðin sem við hefðum getað ráðist í, “ sagði Katrín enn fremur.

„Þetta er mikilvægasta aðgerðin sem við hefðum getað ráðist í“

Hún sagði að af þessum 35.000 væru 14.000 í ferðatengdum starfsgreinum. Núverandi fyrirkomulag á hlutabótaleiðinni, sem átti að gilda út maí, verður framlengt um mánuð eða út júní. Þá verður fyrirkomulagi þess breytt þannig að úrræðið nær yfir fólk sem er í 50% starfi hið minnsta, í stað 25% nú, og þannig verði það út ágúst. „Við munum líka setja nánari skilyrði fyrir úrræðinu,“ sagði Katrín.

Aðstoð við fjárhagslega endurskipulagningu

Aðgerð númer tvö sem kynnt var á fundinum var að fyrirtækjum verður gert auðveldara fyrir að endurskipuleggja sig fjárhagslega. Byggt verður á núgildandi grunnreglum en breytingar miða að því að fyrirtæki geti komist í skjól á einfaldan hátt á meðan verið er að meta stöðu þeirra og uns meiri vissa fæst um framtíðarhorfur. Breytingar lúta meðal annars að skilyrðum fjárhagslegrar endurskipulagningar, beiðni og umfjöllun um hana, tímafrestum, heimildum til ráðstafana og riftunar- og vanefndaheimildum viðsemjenda.

Aðstoð við að greiða uppsagnarfrest

Þriðja aðgerðin felur í sér stuðning til fyrirtækja til að greiða starfsfólki þriggja mánaða uppsagnarfrest og orlof. Stuðningurinn verður að hámarki 633.000 krónur á mánuði og verður takmarkaður við fyrirtæki sem hafa misst 75%  tekna sinna eða meira. Tilgangur þessa er að tryggja réttindi launafólks og forða gjaldþrotum eins og kostur er. Hámarkshlutfall stuðnings ríkisins verður 85%. 

Forsætisráðherra sagði að áætlað væri að um fjórðungur fyrirtækja hefði orðið fyrir slíku tekjutapi. Þá muni starfsmenn eiga forgang til starfs þegar starfsemi hefst að nýju og halda tilteknum áunnum réttindum. Sett verði nánari skilyrði, til að mynda um rekstrarhæfi fyrirtækis, fyrir aðild að þessu úrræði og um endurkröfurétt. Leiðin er í boði frá 1. maí til 30. september. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hlutabótaleiðin

Guðlaugur Þór hefur vikið af ríkisstjórnarfundum vegna umfjöllunar um hagsmunatengsl við Bláa Lónið
Fréttir

Guð­laug­ur Þór hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­fjöll­un­ar um hags­muna­tengsl við Bláa Lón­ið

Ut­an­rík­is­ráð­herra er eini ráð­herr­ann sem hef­ur vik­ið af rík­is­stjórn­ar­fund­um vegna um­ræðna um efna­hags­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna Covid-19. Fjöl­skylda Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála­ráð­herra á einnig ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem hef­ur nýtt sér úr­ræði stjórn­valda vegna Covid-19.
Matvælafyrirtæki með eignarhaldi í skattaskjóli nýtti hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Mat­væla­fyr­ir­tæki með eign­ar­haldi í skatta­skjóli nýtti hluta­bóta­leið­ina

Mat­væla­fyr­ir­tæki­ið Mata, sem er eígu eign­ar­halds­fé­lags­fé­lags á lág­skatta­svæð­inu Möltu sem sagt er hafa öll ein­kenni skatta­skjóls, setti 20 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Fram­kvæmda­stjór­inn, Eggert Árni Gísla­son vill ekki ræða um eign­ar­hald­ið á Möltu en seg­ir að eng­in skil­yrði vegna eign­ar­halds hafi ver­ið á notk­un hluta­bóta­leið­ar­inn­ar.
Einkarekið lækningafyrirtæki nýtti hlutabótaleiðina eftir 450 milljóna arðgreiðslur
FréttirHlutabótaleiðin

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki nýtti hluta­bóta­leið­ina eft­ir 450 millj­óna arð­greiðsl­ur

Tekj­ur rönt­gen­lækna­fyr­ir­tæk­is­ins Ís­lenskr­ar mynd­grein­ing­ar dróg­ust nær al­veg sam­an í apríl í miðj­um COVID-19 far­aldr­in­um. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að tekju­fall og flutn­ing­ar hafi gert það að verk­um að fé­lag­ið hafi neyðst til að fara hluta­bóta­leið­ina. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ver­ið of­ar­lega á lista yf­ir arð­söm­ustu fyr­ir­tæki lands­ins hjá Cred­it In­fo.
Hótelkeðja fjölskyldu Hreiðars Más sem fjármögnuð var úr skattaskjóli nýtir hlutabótaleiðina
FréttirHlutabótaleiðin

Hót­elkeðja fjöl­skyldu Hreið­ars Más sem fjár­mögn­uð var úr skatta­skjóli nýt­ir hluta­bóta­leið­ina

Hót­elkeðj­an Gisti­ver ehf. nýt­ir hluta­bóta­leið­ina eins og mörg önn­ur hót­el á Ís­landi hafa gert í kjöl­far COVID-19. Hreið­ar Már Sig­urðs­son og Anna Lísa Sig­ur­jóns­dótt­ir eiga hót­elkeðj­una og var hún fjár­mögn­uð í gegn­um Lúx­em­borg og Tor­tóla. Sjóð­ur Stefn­is hýsti eign­ar­hald­ið en þess­um sjóði hef­ur nú ver­ið slit­ið.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
3
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
7
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
10
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu