Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“

For­svars­menn hjálp­ar­sam­taka und­ir­búa sig nú fyr­ir fjölg­un um­sókna um mat­ar­gjaf­ir og aðra að­stoð og hafa áhyggj­ur af því að fyr­ir­tæki verði síð­ur af­lögu­fær. Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar biðl­ar til sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um fjár­styrk og formað­ur Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands seg­ir að þang­að leiti nú fólk sem ekki hafi haft þörf fyr­ir að­stoð sem þessa fyrr en nú. Formað­ur Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur seg­ir að þar séu fé­lags­kon­ur við öllu bún­ar.

Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“
Matarúthlutun Myndin er tekin við úthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í síðasta mánuði. Búast má við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á matargjöfum að halda að mati forsvarsmanna hjálparsamtaka. Óvíst er hvort fyrirtæki hafi svigrúm til að styðja jafn vel við samtökin og hingað til. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hjálparstarf kirkjunnar sendi nýverið stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem fram kemur að undanfarið hafi orðið aukning á beiðnum um aðstoð við matarinnkaup vegna ýmissa afleiðinga COVID-19. Í bréfinu segir að félagsráðgjafar sveitarfélaga hafi í auknum mæli vísað einstaklingum á Hjálparstarfið þegar bjargir félagsþjónustunnar dugi ekki til og ljóst sé að útgjöld vegna þessa muni aukast á komandi mánuðum.

Sædís Arnardóttir xxx

Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að bréfið hafi verið sent bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Engin svör hafi enn borist frá þeim. Hún segir að reglulegur stuðningur berist frá Reykjavíkurborg, engu að síður hafi verið ákveðið að senda bréf þangað líka og þar sé nú verið að skoða möguleika á að bregðast við beiðninni. 

Matarkostnaður heimilanna hafi aukist

Sædís segir að merkjanleg aukning sé á beiðnum um aðstoð eftir að faraldurinn hófst. Þá sé nokkur hópur fólks, sem áður hafi í mesta lagi þegið jólaaðstoð eða ekki notið aðstoðar áður, að fá reglulega aðstoð. „Það sem margir tala um er hvað matarkostnaður hefur aukist mikið. Núna er öll fjölskyldan kannski meira eða minna heima og borðar allar sínar máltíðir á heimilinu og það þýðir meiri kostnað.“

„Við höfum nánast getað haldið okkar striki þrátt fyrir allt,“ segir Sædís. „Við þurftum að loka fataúthlutuninni, við gátum ekki haldið henni úti vegna takmarkana vegna COVID-19, en höfum reynt að sinna þeim beiðnum sem okkur berast um fatnað.“

„Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna. Ég hef grun um að þetta ár verði mjög erfitt fyrir mjög marga“

Hún segir að nú sé starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar að undirbúa starfsemina fyrir áframhaldandi fjölgun beiðna um aðstoð. „Fólk er að missa vinnuna núna, námsfólk fær ekki vinnu í sumar og staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna. Ég hef grun um að þetta ár verði mjög erfitt fyrir mjög marga.“

ÚthlutunMyndin var tekin í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í dag, áður en matarúthlutun hófst þar. Í síðustu viku og þessari viku verða samtals um eitt þúsund matarúthlutanir hjá samtökunum.

Mæðrastyrksnefnd  er við öllu búin

 „Við erum við öllu búnar,“ segir Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Hún segir að ekki hafi borið á fjölgun þeirra sem leiti aðstoðar nefndarinnar, en á von á að það eigi eftir að breytast. „Fólk sem er illa statt og missir vinnuna byrjar ekki á að koma til okkar strax eftir að það gerist. Það líður gjarnan nokkur tími. En við höfum einnig áhyggjur af því að við höfum úr minna að spila þegar verr fer að ganga hjá fyrirtækjunum.“

Leggja áherslu á Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar

Anna H. PétursdóttirHún segir að félagskonur og sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar séu við öllu búnar.

Lokað var tímabundið fyrir úthlutun Mæðrastyrksnefndar vegna COVID-19 faraldursins, en hún var síðan opnuð aftur í mars. „Þá vorum við með neyðaraðstoð,“ segir Anna. „Fólk fékk þá úthlutað tíma þannig að það væru sem fæstir á staðnum í einu og við aðstoðuðum um 300 heimili. Við vorum einnig með úthlutun í síðustu viku og við fáum einnig talsvert af neyðarhringingum.“

„Fólk sem er illa statt og missir vinnuna byrjar ekki á að koma til okkar strax eftir að það gerist. Það líður gjarnan nokkur tími“

Anna segir að í ljósi þess að margir standi frammi fyrir því að missa vinnuna sé Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar gríðarlega mikilvægur, en honum er ætlað að styrkja tekjulágar konur til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Átak sjóðsins hefst í næstu viku, en frá stofnun hans árið 2012 hafa 250 menntunarstyrkir verið veittir úr honum. „Við höfum meðal annars stuðlað að því að þrjár eða fjórar konur hafa orðið hjúkrunarfræðingar, sumar voru ekki með stúdentspróf og við studdum þær alla leið frá upphafi til enda,“ segir Anna. 

Útlendingar í sérlega slæmri stöðu

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir ljóst að gríðarleg og stigvaxandi þörf sé fyrir aðstoð hjálparsamtaka. Sífellt hærra hlutfall þeirra sem til samtakanna leita séu útlendingar búsettir hér á landi, ljóst sé að margir þeirra séu í afar bágri stöðu. 

Ásgerður Jóna Flosadóttir „Þetta er háalvarlegt ástand og varðar almannaheill,“ segir hún.

„Við sjáum að samsetningin í hópnum hefur breyst. Núna kemur til okkar fólk sem hingað til hefur bara komið fyrir jólin. Þetta er háalvarlegt ástand og varðar almannaheill,“ segir Ásgerður Jóna. 

Úthlutað var í dag í húsnæði Fjölskylduhjálpar að Iðufelli 14 og mun úthlutun halda áfram á morgun, á miðvikudag og fimmtudag. „Fólk sækir um á vefsíðu Fjölskylduhjálpar, það fær sms þegar það á að koma til okkar og við reynum að halda öllum samskiptum í algeru lágmarki,“ segir Ásgerður Jóna.  

Mörg hundruð heimili þurfa aðstoð

Hún segir að í síðustu viku og í dag hafi á milli 600 og 700 heimili notið aðstoðar samtakanna. Að meðaltali eru þrír á hverju heimili og því hafi rúmlega 2.000 manns fengið aðstoðina.  Gert er ráð fyrir um 200 úthlutunum á morgun og miðvikudag og að samtals verði úthlutanir þessar tvær vikur um eitt þúsund. 

Í mars fengu 570 heimili matargjafir frá Fjölskylduhjálp og þá keyrði Landsbjörg matinn heim til fólks.

UndirbúningurFrá húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Þar var hópur sjálfboðaliða samankominn til að undirbúa matarúthlutun.

 „Það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum“

Ásgerður Jóna segir að fyrirtæki hafi brugðist afar vel við beiðnum Fjölskylduhjálpar um matargjafir. Svo vel, að sjaldan eða aldrei hafi samtökin getað úthlutað jafn veglegum matarpökkum. „Við erum ákaflega stoltar af því og þakklátar fyrir að njóta þessarar velvildar. En það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum. Þau geta verið öll af vilja gerð, en ekki haft svigrúm til að halda áfram að styðja okkur. Við erum hræddar um að það gerist.“

Matargjafir „Það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum. Þau geta verið öll af vilja gerð, en ekki haft svigrúm til að halda áfram að styðja okkur. Við erum hræddar um að það gerist,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.
Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
6
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár