Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“

For­svars­menn hjálp­ar­sam­taka und­ir­búa sig nú fyr­ir fjölg­un um­sókna um mat­ar­gjaf­ir og aðra að­stoð og hafa áhyggj­ur af því að fyr­ir­tæki verði síð­ur af­lögu­fær. Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar biðl­ar til sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um fjár­styrk og formað­ur Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands seg­ir að þang­að leiti nú fólk sem ekki hafi haft þörf fyr­ir að­stoð sem þessa fyrr en nú. Formað­ur Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur seg­ir að þar séu fé­lags­kon­ur við öllu bún­ar.

Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“
Matarúthlutun Myndin er tekin við úthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í síðasta mánuði. Búast má við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á matargjöfum að halda að mati forsvarsmanna hjálparsamtaka. Óvíst er hvort fyrirtæki hafi svigrúm til að styðja jafn vel við samtökin og hingað til. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hjálparstarf kirkjunnar sendi nýverið stærstu sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem fram kemur að undanfarið hafi orðið aukning á beiðnum um aðstoð við matarinnkaup vegna ýmissa afleiðinga COVID-19. Í bréfinu segir að félagsráðgjafar sveitarfélaga hafi í auknum mæli vísað einstaklingum á Hjálparstarfið þegar bjargir félagsþjónustunnar dugi ekki til og ljóst sé að útgjöld vegna þessa muni aukast á komandi mánuðum.

Sædís Arnardóttir xxx

Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að bréfið hafi verið sent bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Engin svör hafi enn borist frá þeim. Hún segir að reglulegur stuðningur berist frá Reykjavíkurborg, engu að síður hafi verið ákveðið að senda bréf þangað líka og þar sé nú verið að skoða möguleika á að bregðast við beiðninni. 

Matarkostnaður heimilanna hafi aukist

Sædís segir að merkjanleg aukning sé á beiðnum um aðstoð eftir að faraldurinn hófst. Þá sé nokkur hópur fólks, sem áður hafi í mesta lagi þegið jólaaðstoð eða ekki notið aðstoðar áður, að fá reglulega aðstoð. „Það sem margir tala um er hvað matarkostnaður hefur aukist mikið. Núna er öll fjölskyldan kannski meira eða minna heima og borðar allar sínar máltíðir á heimilinu og það þýðir meiri kostnað.“

„Við höfum nánast getað haldið okkar striki þrátt fyrir allt,“ segir Sædís. „Við þurftum að loka fataúthlutuninni, við gátum ekki haldið henni úti vegna takmarkana vegna COVID-19, en höfum reynt að sinna þeim beiðnum sem okkur berast um fatnað.“

„Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna. Ég hef grun um að þetta ár verði mjög erfitt fyrir mjög marga“

Hún segir að nú sé starfsfólk Hjálparstarfs kirkjunnar að undirbúa starfsemina fyrir áframhaldandi fjölgun beiðna um aðstoð. „Fólk er að missa vinnuna núna, námsfólk fær ekki vinnu í sumar og staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna. Ég hef grun um að þetta ár verði mjög erfitt fyrir mjög marga.“

ÚthlutunMyndin var tekin í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í dag, áður en matarúthlutun hófst þar. Í síðustu viku og þessari viku verða samtals um eitt þúsund matarúthlutanir hjá samtökunum.

Mæðrastyrksnefnd  er við öllu búin

 „Við erum við öllu búnar,“ segir Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Hún segir að ekki hafi borið á fjölgun þeirra sem leiti aðstoðar nefndarinnar, en á von á að það eigi eftir að breytast. „Fólk sem er illa statt og missir vinnuna byrjar ekki á að koma til okkar strax eftir að það gerist. Það líður gjarnan nokkur tími. En við höfum einnig áhyggjur af því að við höfum úr minna að spila þegar verr fer að ganga hjá fyrirtækjunum.“

Leggja áherslu á Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar

Anna H. PétursdóttirHún segir að félagskonur og sjálfboðaliðar Mæðrastyrksnefndar séu við öllu búnar.

Lokað var tímabundið fyrir úthlutun Mæðrastyrksnefndar vegna COVID-19 faraldursins, en hún var síðan opnuð aftur í mars. „Þá vorum við með neyðaraðstoð,“ segir Anna. „Fólk fékk þá úthlutað tíma þannig að það væru sem fæstir á staðnum í einu og við aðstoðuðum um 300 heimili. Við vorum einnig með úthlutun í síðustu viku og við fáum einnig talsvert af neyðarhringingum.“

„Fólk sem er illa statt og missir vinnuna byrjar ekki á að koma til okkar strax eftir að það gerist. Það líður gjarnan nokkur tími“

Anna segir að í ljósi þess að margir standi frammi fyrir því að missa vinnuna sé Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar gríðarlega mikilvægur, en honum er ætlað að styrkja tekjulágar konur til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. Átak sjóðsins hefst í næstu viku, en frá stofnun hans árið 2012 hafa 250 menntunarstyrkir verið veittir úr honum. „Við höfum meðal annars stuðlað að því að þrjár eða fjórar konur hafa orðið hjúkrunarfræðingar, sumar voru ekki með stúdentspróf og við studdum þær alla leið frá upphafi til enda,“ segir Anna. 

Útlendingar í sérlega slæmri stöðu

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir ljóst að gríðarleg og stigvaxandi þörf sé fyrir aðstoð hjálparsamtaka. Sífellt hærra hlutfall þeirra sem til samtakanna leita séu útlendingar búsettir hér á landi, ljóst sé að margir þeirra séu í afar bágri stöðu. 

Ásgerður Jóna Flosadóttir „Þetta er háalvarlegt ástand og varðar almannaheill,“ segir hún.

„Við sjáum að samsetningin í hópnum hefur breyst. Núna kemur til okkar fólk sem hingað til hefur bara komið fyrir jólin. Þetta er háalvarlegt ástand og varðar almannaheill,“ segir Ásgerður Jóna. 

Úthlutað var í dag í húsnæði Fjölskylduhjálpar að Iðufelli 14 og mun úthlutun halda áfram á morgun, á miðvikudag og fimmtudag. „Fólk sækir um á vefsíðu Fjölskylduhjálpar, það fær sms þegar það á að koma til okkar og við reynum að halda öllum samskiptum í algeru lágmarki,“ segir Ásgerður Jóna.  

Mörg hundruð heimili þurfa aðstoð

Hún segir að í síðustu viku og í dag hafi á milli 600 og 700 heimili notið aðstoðar samtakanna. Að meðaltali eru þrír á hverju heimili og því hafi rúmlega 2.000 manns fengið aðstoðina.  Gert er ráð fyrir um 200 úthlutunum á morgun og miðvikudag og að samtals verði úthlutanir þessar tvær vikur um eitt þúsund. 

Í mars fengu 570 heimili matargjafir frá Fjölskylduhjálp og þá keyrði Landsbjörg matinn heim til fólks.

UndirbúningurFrá húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Þar var hópur sjálfboðaliða samankominn til að undirbúa matarúthlutun.

 „Það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum“

Ásgerður Jóna segir að fyrirtæki hafi brugðist afar vel við beiðnum Fjölskylduhjálpar um matargjafir. Svo vel, að sjaldan eða aldrei hafi samtökin getað úthlutað jafn veglegum matarpökkum. „Við erum ákaflega stoltar af því og þakklátar fyrir að njóta þessarar velvildar. En það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum. Þau geta verið öll af vilja gerð, en ekki haft svigrúm til að halda áfram að styðja okkur. Við erum hræddar um að það gerist.“

Matargjafir „Það er óvíst hvort við getum haldið svona áfram, eftir að fer að harðna á dalnum hjá fyrirtækjunum. Þau geta verið öll af vilja gerð, en ekki haft svigrúm til að halda áfram að styðja okkur. Við erum hræddar um að það gerist,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
3
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
6
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
7
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
10
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu