Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar

Bú­ist er við að út­svar­s­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni drag­ast sam­an um 30 millj­arða í ár og á næsta ári. Á sama tíma er bú­ist við gríð­ar­legri aukn­ingu í fé­lags­þjón­ustu. Sveit­ar­fé­lög­in vilja óend­urkræf fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði og láns­fé á hag­kvæm­um kjör­um.

Tekjurnar minnka en verkefnum fjölgar
Framkvæmdir Samdráttur í byggingaframkvæmdum er ein ástæða þess að tekjur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir þjónustu þeirra aukist mikið. Áætlað er að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næsta ári. Mynd: Davíð Þór

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa frammi fyrir gríðarlegri tekjuskerðingu vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins og á sama tíma hefur þörfin fyrir þá nærþjónustu sem þau veita sjaldan, eða aldrei, verið jafn mikil. Auknar lántökur myndu hafa langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og félagsþjónustu og sveitarfélögin vilja óendurkræf fjárframlög úr ríkissjóði og lánsfé á hagkvæmum kjörum. Verði ekkert að gert gætu þau þurft að nýta sér hlutabótaleiðina.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, sendu frá sér minnisblað fyrr í vikunni þar sem fram koma niðurstöður greininga fjármálastjóra sveitarfélaganna á áhrifum faraldursins á fjárhag þeirra og þjónustu. Gangi þær eftir verði rekstur sveitarfélaganna ósjálfbær um langan tíma og verði ekki leystur nema með miklum lántökum og niðurskurði í þjónustu sveitarfélaganna, nema til komi ríkisaðstoð. 

Minnisblaðið var sent Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og undir það skrifa bæjarstjórar og borgarstjóri þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að samtökunum en það eru Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Seltjarnarneskaupstaður, Mosfellsbær og Kjósarhreppur.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í MosfellsbæHann segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti.

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ljóst að sveitarfélögin muni verða fyrir miklu tekjutapi. Margir óvissuþættir séu og erfitt að átta sig á heildarmyndinni á þessum tímapunkti. „Við í Mosfellsbæ eigum til dæmis ekki von á að íbúum muni fjölga jafn mikið í ár og við höfðum gert ráð fyrir og þá verða tekjur af gatnagerðargjöldum minni en við höfðum áætlað. Og það er alveg ljóst að sveitarfélögin munu verða fyrir talsverðum kostnaðarauka, haldi þau áfram úti þeirri þjónustu sem þau gera nú,“ segir Haraldur.

Í minnisblaðinu kemur fram að í fyrstu hafi verið talið að höggið myndi standa í stuttan tíma, eða þrjá til sex  mánuði. Greiningarnar hafi leitt í ljós að djúp niðursveifla verði í níu til tólf mánuði og að áætla megi að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um það sem nemur 130.000 á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu samanlagt í ár og á næsta ári. Þessi upphæð nemur því að tekjur þessara sveitarfélaga myndu lækka um 30 milljarða. Því til viðbótar er tekjulækkun vegna niðurfellingar þjónustugjalda sveitarfélaga vegna leik- og grunnskóla og fjármagnskostnaður og aukinn þungi afborgana vegna tekjusamdráttar og kostnaðarauka, auk fjármögnunar aðgerða, eins og frestun fasteignagjaldatekna. 

Meira á hvern íbúa vegna velferðarþjónustu

Í minnisblaðinu er áætlað að hækkun framlaga til velferðarþjónustu, þar með talinnar félagslegrar þjónustu, fjárhagsaðstoðar og vegna húsnæðisbóta, verði að minnsta kosti 8 milljarðar króna í ár og á næsta ári. Það eru um 35.000 krónur á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að gangi spár um aukið atvinnuleysi eftir sé ljóst að kostnaður vegna þessara þátta muni áfram verða hár á komandi árum. 

„Áætla má að útsvarstekjur og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga lækki um 130.000 á hvern íbúa samanlagt í ár og á næsta ári“

Minni byggingarumsvif hafi áhrif á tekjur af byggingaréttargjöldum og gatnagerðargjöldum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Ekki liggur fyrir nákvæm greining á þessum þætti en í Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði er gert ráð fyrir því að samtals muni þessar tekjur lækka um 15 milljarða króna, að stærstum hluta í Reykjavík á fyrrgreindu tímabili. 

Mikill tekjusamdráttur Strætó og Sorpu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reka saman byggðasamlögin Strætó bs. og Sorpu. Hjá báðum samlögum hefur orðið talsverð tekjulækkun það sem af er ári, hjá Strætó nemur hún 500 milljónum í ár en þar hefur ferðum verið fækkað um 60%. Verulegt tekjutap er fyrirsjáanlegt hjá Sorpu vegna minnkandi umsvifa á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin bera einnig kostnað við almannavarnir á svæðinu og hefur hann aukist umtalsvert vegna faraldursins.

Haraldur segir að gera megi ráð fyrir því að sveitarfélögin muni þurfa að efla félagsþjónustu sína talsvert, en ekki sé hægt að áætla nú hversu mikið eða á hvaða sviðum. Erfitt sé að sjá hvernig sveitarfélögin eigi að geta nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og aukin þörf sé fyrir þjónustu þeirra.

„Það fer örugglega illa saman. En byggðasamlögin okkar, Sorpa og Strætó, eru reyndar þegar farin að nýta sér þessa leið að einhverju leyti. Það hefur dregið það mikið úr þjónustu þeirra,“ segir Haraldur. Hann segir að það hafi ekki komið til tals á vettvangi SSH að fækka starfsfólki sveitarfélaganna: „Nei, það hefur ekki verið rætt.“

Í minnisblaðinu segir að sveitarfélögin hafi verið hvött til þess að láta fjárfestingaáætlanir ganga eftir og helst flýta eða auka við framkvæmdir. Framkvæmdaáætlanir sveitarfélaganna gera ráð fyrir að fjárfesta fyrir um 52 milljarða króna á höfuðborgarsvæðinu í ár og með auknu fjármagni og flýtingum um 55 milljarða króna. Samtals eru þetta um 110 milljarða króna fjárfestingar sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra á árunum 2020 og 2021. 

Langvarandi og lamandi áhrif

Haraldur segir líklega allan gang á því hvort sveitarfélögin geti aukið við eða flýtt framkvæmdum. „Í Mosfellsbæ eru reyndar fordæmalausar framkvæmdir á þessu ári, fyrir um það bil þrjá milljarða, og við höfum einfaldlega ekki möguleika á að framkvæma meira. Við höfum aftur á móti flýtt viðhaldsframkvæmdum, til dæmis sinnt viðhaldi á íþróttamannvirkjum á meðan þau hafa verið lokuð, en það hefðum við annars gert í sumar.“

Í minnisblaðinu segir að verði efnahagslegum áhrifum af faraldrinum velt yfir á fjárhag sveitarfélaganna með stóraukinni lántöku sé tvennt ljóst: Í fyrsta lagi myndi það hafa „langvarandi og lamandi áhrif á skóla- og velferðarþjónustuna við íbúa vegna þeirrar hagræðingar og niðurskurðar sem slíkar skuldir, vaxtakostnaður og afborganir myndu hafa í för með sér. Í öðru lagi væri sveitarfélögunum ekki fært að taka þátt í því viðnámi, hvorki í veittri þjónustu, vinnumarkaðsaðgerðum eða verklegum framkvæmdum sem þarf til að samfélagið komist hratt á nýjan og betri stað, með auknum umsvifum og atvinnu um leið og faraldurinn leyfir,“ eins og segir í minnisblaðinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár