Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Margfalt meira fyrir peninginn í Berlín en í Reykjavík

Nem­end­ur í við­skipta­fræði við Há­skól­ann í Bif­röst báru sam­an verð á nauð­synja­vör­um í borg­un­um tveim­ur og komust að því að mun­ur­inn get­ur ver­ið slá­andi. Þýsk­ur neyt­andi get­ur fyllt mat­ar­kröf­una rúm­lega tvisvar fyr­ir verð einn­ar á Ís­landi.

Margfalt meira fyrir peninginn í Berlín en í Reykjavík
Hvað færðu fyrir peninginn? Með hliðsjón af þessari litlu samanburðarkönnun má gera ráð fyrir því að á meðan íslenskur neytandi eyðir 90 þúsund krónum í matvöru eyði sá þýski ekki nema um 40 þúsund krónum. Mynd: Shutterstock

Fæði, húsnæði og aðrar lífsnauðsynjar eru mun ódýrari í Berlín en í Reykjavík. Þegar allur kostnaður er dreginn saman er um helmings munur á mánaðarlegum útgjöldum íbúa höfuðborgar Þýskalands samanborið við mánaðarleg útgjöld íbúa höfuðborgar Íslands. Dæmi er um að vörur séu næstum fjórfalt ódýrari í Berlín. Þetta er niðurstaða hagmælingar sem þær Signý Sigurðardóttir og Unnur Steinsson, nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, unnu nýlega í samstarfi við blaðamann.

„Niðurstaða þessarar litlu samanburðarkönnunar sýnir að við getum keypt næstum því tvisvar sinnum sömu vörur í Þýskalandi og við getum keypt einu sinni á Íslandi,“ segir Signý í samtali við Stundina. Á meðan íslensk vörukarfa kostar 90 þúsund krónur á mánuði kostar sambærileg vörukarfa í Berlín einungis rétt rúmlega 40 þúsund krónur. Til einföldunar má því segja að þýskur neytandi fái um tvær mjólkurfernur fyrir sömu upphæð og ein mjólkurferna kostar íslenskan neytanda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Evrópumál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár