Allt lék á reiðiskjálfi innan Alþýðubandalagsins árið 1986 eftir að upplýst var að sá harðskeytti verkalýðsleiðtogi og alþingismaður Alþýðubandalagsins, Guðmundur J. Guðmundsson, hefði þegið peningagjöf frá Alberti Guðmundssyni iðnaðarráðherra til að leita sér heilsubótar á sólarströnd. Gjöfina fékk Guðmundur J. þremur árum fyrr. Málið var sérstaklega viðkvæmt vegna þess að Guðmundur var einn harðskeyttasti málsvari íslenskrar verkalýðsstéttar og talsmaður verkafólks. Guðmundur, sem nefndur var Jaki, var þingmaður Alþýðubandalagsins, sem gerði stöðu hans enn viðkvæmari. Alþýðubandalagið hafði staðið í logandi átökum þegar þetta bættist við. Flokkur sósíalista lék á reiðiskjálfi.
Eftir harðvítug átök tveggja fylkinga, svokallaðs lýðræðishóps og ráðandi afla, innan Alþýðubandalagsins komu þessar upplýsingar eins og sprengja inn í umræðuna.
Athugasemdir