Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þegar ráðherrann gaf verkalýðshetjunni peninga

Guð­mund­ur J. Guð­munds­son, al­þing­is­mað­ur og verka­lýðs­leið­togi, þáði sól­ar­landa­ferð að gjöf frá ráð­herr­an­um Al­berti Guð­munds­syni. Í ljós kom að gjöf­in var í raun frá Haf­skip­um og Eim­skip. Sjálf­ur fékk ráð­herr­ann einnig ut­an­lands­ferð frá Haf­skip­um. Mál­ið skók Al­þýðu­banda­lag­ið ár­ið 1986.

Þegar ráðherrann gaf verkalýðshetjunni peninga
Fjölmiðlafár Sannkallað fjölmiðlafár ríkti eftir að í ljós kom að harðskeyttasti verkalýðsleiðtogi landsins hafði þegið sólarlandaferð að gjöf frá ráðherra. Guðmundur J. Guðmundsson var í nauðvörn.

Allt lék á reiðiskjálfi innan Alþýðubandalagsins árið 1986 eftir að upplýst var að sá harðskeytti verkalýðsleiðtogi og alþingismaður Alþýðubandalagsins, Guðmundur J. Guðmundsson, hefði þegið peningagjöf frá Alberti Guðmundssyni iðnaðarráðherra til að leita sér heilsubótar á sólarströnd. Gjöfina fékk Guðmundur J. þremur árum fyrr. Málið var sérstaklega viðkvæmt vegna þess  að Guðmundur var einn harðskeyttasti málsvari íslenskrar verkalýðsstéttar og talsmaður verkafólks. Guðmundur, sem nefndur var Jaki, var þingmaður Alþýðubandalagsins, sem gerði stöðu hans enn viðkvæmari. Alþýðubandalagið hafði staðið í logandi átökum þegar þetta bættist við. Flokkur sósíalista lék á reiðiskjálfi.

Eftir harðvítug átök tveggja fylkinga, svokallaðs lýðræðishóps og ráðandi afla, innan Alþýðubandalagsins komu þessar upplýsingar eins og sprengja inn í umræðuna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár