Þegar ráðherrann gaf verkalýðshetjunni peninga

Guð­mund­ur J. Guð­munds­son, al­þing­is­mað­ur og verka­lýðs­leið­togi, þáði sól­ar­landa­ferð að gjöf frá ráð­herr­an­um Al­berti Guð­munds­syni. Í ljós kom að gjöf­in var í raun frá Haf­skip­um og Eim­skip. Sjálf­ur fékk ráð­herr­ann einnig ut­an­lands­ferð frá Haf­skip­um. Mál­ið skók Al­þýðu­banda­lag­ið ár­ið 1986.

Þegar ráðherrann gaf verkalýðshetjunni peninga
Fjölmiðlafár Sannkallað fjölmiðlafár ríkti eftir að í ljós kom að harðskeyttasti verkalýðsleiðtogi landsins hafði þegið sólarlandaferð að gjöf frá ráðherra. Guðmundur J. Guðmundsson var í nauðvörn.

Allt lék á reiðiskjálfi innan Alþýðubandalagsins árið 1986 eftir að upplýst var að sá harðskeytti verkalýðsleiðtogi og alþingismaður Alþýðubandalagsins, Guðmundur J. Guðmundsson, hefði þegið peningagjöf frá Alberti Guðmundssyni iðnaðarráðherra til að leita sér heilsubótar á sólarströnd. Gjöfina fékk Guðmundur J. þremur árum fyrr. Málið var sérstaklega viðkvæmt vegna þess  að Guðmundur var einn harðskeyttasti málsvari íslenskrar verkalýðsstéttar og talsmaður verkafólks. Guðmundur, sem nefndur var Jaki, var þingmaður Alþýðubandalagsins, sem gerði stöðu hans enn viðkvæmari. Alþýðubandalagið hafði staðið í logandi átökum þegar þetta bættist við. Flokkur sósíalista lék á reiðiskjálfi.

Eftir harðvítug átök tveggja fylkinga, svokallaðs lýðræðishóps og ráðandi afla, innan Alþýðubandalagsins komu þessar upplýsingar eins og sprengja inn í umræðuna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár