Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dómsmálaráðherra kallaði Vísismenn mafíu

Fjöl­miðla­fár eft­ir að Vil­mund­ur Gylfa­son sak­aði Ólaf Jó­hann­es­son dóms­mála­ráð­herra um óeðli­leg af­skipti af rann­sókn Geirfinns­máls­ins. Ráð­herr­ann kall­aði eig­end­ur og stjórn­end­ur síð­deg­is­blaðs­ins Vís­is mafíu og var dæmd­ur fyr­ir meið­yrði. Mál­ið var Þor­steini Páls­syni rit­stjóra þung­bært.

Dómsmálaráðherra kallaði Vísismenn mafíu
Ritstjórinn Þorsteinn Pálsson var ritstjóri Vísis þegar Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra kallaði hann og aðra aðstandendur blaðsins mafíu. Hann tók átökin nærri sér.

Sannkallað fjölmiðlafár ríkti á landinu í byrjun febrúar árið 1976.  Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mætti í útvarpsþáttinn Beina línu í Ríkisútvarpinu og fullyrti þar ítrekað að eigendur og stjórnendur dagblaðsins Vísis tengdust mafíu eða glæpahring. Tilefni þeirra orða voru þau að Vilmundur Gylfason, seinna þingmaður og ráðherra, hafði skrifað grein um afskipti dómsmálaráðherra af rannsókn Geirfinnsmálsins sem þá stóð sem hæst. Kenningar voru uppi um að eigendur og starfsmenn veitingahússins Klúbbsins tengdust hvarfi Geirfinns í tengslum við smygl á spíra. Þessu til viðbótar áttu þeir að hafa tengsl inn í Framsóknarflokkinn sem fór með dómsmálin. Þannig hefði ráðherrann gripið inn í sakamálarannsókn með grófum hætti og tekið fram fyrir hendur lögreglu og saksóknara. Dómsmálaráðherra var ævareiður 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár