Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Dómsmálaráðherra kallaði Vísismenn mafíu

Fjöl­miðla­fár eft­ir að Vil­mund­ur Gylfa­son sak­aði Ólaf Jó­hann­es­son dóms­mála­ráð­herra um óeðli­leg af­skipti af rann­sókn Geirfinns­máls­ins. Ráð­herr­ann kall­aði eig­end­ur og stjórn­end­ur síð­deg­is­blaðs­ins Vís­is mafíu og var dæmd­ur fyr­ir meið­yrði. Mál­ið var Þor­steini Páls­syni rit­stjóra þung­bært.

Dómsmálaráðherra kallaði Vísismenn mafíu
Ritstjórinn Þorsteinn Pálsson var ritstjóri Vísis þegar Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra kallaði hann og aðra aðstandendur blaðsins mafíu. Hann tók átökin nærri sér.

Sannkallað fjölmiðlafár ríkti á landinu í byrjun febrúar árið 1976.  Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra mætti í útvarpsþáttinn Beina línu í Ríkisútvarpinu og fullyrti þar ítrekað að eigendur og stjórnendur dagblaðsins Vísis tengdust mafíu eða glæpahring. Tilefni þeirra orða voru þau að Vilmundur Gylfason, seinna þingmaður og ráðherra, hafði skrifað grein um afskipti dómsmálaráðherra af rannsókn Geirfinnsmálsins sem þá stóð sem hæst. Kenningar voru uppi um að eigendur og starfsmenn veitingahússins Klúbbsins tengdust hvarfi Geirfinns í tengslum við smygl á spíra. Þessu til viðbótar áttu þeir að hafa tengsl inn í Framsóknarflokkinn sem fór með dómsmálin. Þannig hefði ráðherrann gripið inn í sakamálarannsókn með grófum hætti og tekið fram fyrir hendur lögreglu og saksóknara. Dómsmálaráðherra var ævareiður 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár