Þau tíðindi bárust frá Vestmannaeyjum í febrúar árið 1995 að skipverjar á frystiskipinu Bylgju VE hefðu fengið bláan karfa í botnvörpuna í Skerjadýpi, út af Reykjanesi. Karfi er að öllu jöfnu rauður og þótti þetta því stórmerkilegt. Morgunblaðið sló þessum meintu stórtíðindum upp sem aðalfrétt á baksíðu. Mynd var af stýrimanni skipsins og háseta með þetta undur. Seinna kom á daginn að þetta var ekki alveg eins og sjómennirnir höfðu lýst því.
„Fagurblár karfi kom upp í trolli Bylgju VE er skipið var að veiðum í Skerjadýpi fyrir tveimur vikum, að sögn skipverja á Bylgju VE. Kristján Egilsson, safnvörður Náttúrugripasafnsins í Eyjum, skoðaði karfann
Athugasemdir