Árið 1995 komu upp tvö dæmi um berklasmit þar sem fólk hafði smitast af fiskum. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist hérlendis. Annað tilvikið varð þegar einstaklingur, sem óskaði nafnleyndar, smitaðist af gullfiskum sínum. Sá vildi á þeim tíma ekki gefa DV upp með hvaða hætti smitið barst í hann.
Á sama ári smitaðist annar einstaklingur af fiskberklum með snertingu við eldisfisk.
„Það eru tvö tilvik á hálfu ári þar sem Íslendingar hafa greinst með fiskberkla. Þetta eru fyrstu tilvikin hérlendis, annað greindist í sumar og hitt nýlega. Lækning við þessu fer fram með lyfjameðferð,“ sagði Bjarnheiður Guðmundsdóttir, líffræðingur hjá Tilraunastöðinni á Keldum
Athugasemdir