
Albert Guðmundsson, fyrrverandi ráðherra og knattspyrnuhetja, varð fyrstur í sögu íslenska lýðveldisins til að segja af sér ráðherradómi vegna meints misferlis í mars árið 1987. Gríðarlegt fjölmiðlafár varð í aðdraganda og eftirmálum afsagnarinnar. Albert var á þessum tíma einhver vinsælasti stjórnmálamaður landsins og sat í efsta sæti framboðslista flokksins til alþingiskosninga. Þegar skattrannsóknarstjóri gerði alvarlegar athugasemdir við undanskot afslátta hjá heildverslun Alberts upphófst atburðarás sem markaði upphaf á endalokum ferils þessa vinsæla stjórnmálamanns.
Athugasemdir