Lesendur DV supu hveljur að morgni 7. júní 2004. Stór forsíðutilvísun lýsti því að Harry Potter væri sprautufíkill og hefði fundist meðvitundarlaus eftir neyslu á heróíni. Reyndar var um að ræða leikarann sem lék Potter, Daniel Radcliffe, 14 ára, sem að sögn DV var fluttur á sjúkrahús. Á þessum tíma var DV á miklu flugi undir ritstjórn Mikaels Torfasonar sem þótti afar djarfur í framsetningu efnis og var að sama skapi umdeildur. En þótt lesendum DV hafi brugðið við fréttina átti fleirum eftir að bregða. Vestur í Hollywood fór allt á annan endann þegar framleiðendur nýjustu Potter-myndarinnar komust á snoðir um fréttina í íslenska götublaðinu. Og ekki bætti úr skák að því var lýst í frétt DV að „á meðan Gary Oldman væri ekki mestí eiturlyfjaneytandinn á tökustaðnum þá værum við í slæmum málum“. Fréttin átti eftir að valda miklum höfuðverk á DV þegar leið á útgáfudaginn. Málið vafði upp á sig. Mikael Torfason og félagar hans höfðu móðgað Harry Potter og alla hans aðstandendur.
Uppnám á DV
Vitnað var til BBC í fréttinni. Nánari lýsing á neyslu leikarans unga var sú að móðir hans hefði komið að honum meðvitundarlausum á baðherbergisgólfinu heima hjá sér. Þá segir í blaðinu að fréttir um harða neyslu leikarans unga hafi komið „talsvert á óvart“ en sögusagnir þess eðlis hefðu heyrst áður. Margsinnis hefði þurft að fresta tökum á myndinni þar
Athugasemdir