Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þegar Mikael Torfason móðgaði Harry Potter

DV sagði þá frétt að, Daniel Radclif­fe, 14 ára leik­ari hefði spraut­að sig með heróíni. Mál­ið reynd­ist vera upp­spuni. Lög­fræð­ing­ar frá Hollywood kröfð­ust hárra bóta. Ein­læg af­sök­un­ar­beiðni kom í kjöl­far­ið og skaða­bæt­ur runnu til mun­að­ar­lausra.

Þegar Mikael Torfason  móðgaði Harry Potter

Lesendur DV supu hveljur að morgni 7. júní 2004. Stór forsíðutilvísun lýsti því að Harry Potter væri sprautufíkill og hefði fundist meðvitundarlaus eftir neyslu á heróíni. Reyndar var um að ræða leikarann sem lék Potter, Daniel Radcliffe, 14 ára, sem að sögn DV var fluttur á sjúkrahús. Á þessum tíma var DV á miklu flugi undir ritstjórn Mikaels Torfasonar sem þótti afar djarfur í framsetningu efnis og var að sama skapi umdeildur. En þótt lesendum DV hafi brugðið við fréttina átti fleirum eftir að bregða. Vestur í Hollywood fór allt á annan endann þegar framleiðendur nýjustu Potter-myndarinnar komust á snoðir um fréttina í íslenska götublaðinu. Og ekki bætti úr skák að því var lýst í frétt DV að „á meðan Gary Oldman væri ekki mestí eiturlyfjaneytandinn á tökustaðnum þá værum við í slæmum málum“. Fréttin átti eftir að valda miklum höfuðverk á DV þegar leið á útgáfudaginn. Málið vafði upp á sig. Mikael Torfason og félagar hans höfðu móðgað Harry Potter og alla hans aðstandendur.  

Uppnám á DV

Vitnað var til BBC í fréttinni. Nánari lýsing á neyslu leikarans unga var sú að móðir hans hefði komið að honum meðvitundarlausum á baðherbergisgólfinu heima hjá sér. Þá segir í blaðinu að fréttir um harða neyslu leikarans unga hafi  komið „talsvert á óvart“ en sögusagnir þess eðlis hefðu heyrst áður. Margsinnis hefði þurft að fresta tökum á myndinni þar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Gamla fréttin

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár