Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svona mun Trump breyta Bandaríkjunum og heiminum

Don­ald Trump ætl­ar að lækka fyr­ir­tækja­skatta veru­lega, af­nema stuðn­ing Banda­ríkj­anna við að­gerð­ir gegn lofts­lags­mál­um, byggja upp her­inn og rýmka regl­ur um byssu­eign og sjálfs­vörn.

Svona mun Trump breyta Bandaríkjunum og heiminum
Donald Trump Varð óvænt forseti Bandaríkjanna. Mynd: Joseph Sohm / Shutterstock

Stefna Donalds Trump, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, getur breytt heiminum.

Tímabil einangrunarhyggju og harðrar hægristefnu er hafið. Samkvæmt stefnuskrá Trumps mun hann framfylgja íhaldssamri markaðshyggju, lækka skatta verulega, auka framlög til varnarmála, rýmka rétt til byssueignar og sjálfsvarnar, beita sér gegn fóstureyðingum, minnka regluverk í viðskiptum, vinna gegn aðgerðum gegn loftslagsáhrifum og svo hefur hann lofað að auka verulega útgjöld til uppbyggingar innviða.

Ein helsta undirstaðan undir sigri Trumps er talin vera óánægja Bandaríkjamanna, sérstaklega í Miðvesturríkjunum, með alþjóðavæðingu og alþjóðlega samkeppni í viðskiptum sem fylgt hefur tilflutningur starfa milli landa. Stefna Trumps er því einangrunarsinnuð með skattalækkanir og aukin útgjöld í forgrunni, sem óttast er að valdi tjóni í hagkerfinu til langs tíma.

Stefnu Trumps í skattamálum fylgja verulegar skattalækkanir sem eiga sér ekki fordæmi frá tímum Ronalds Reagan. Í forsetatíð Reagan voru innleiddar stórfelldar skattalækkanir, meðal annars lækkun á hátekjuskatti úr 70 prósent í 28 prósent, og á sama tíma jukust skuldir bandaríska ríkisins úr 26 prósent í 41 prósent af þjóðarframleiðslu frá 1980 til 1988. 

Ofurtollar á Kína

Mörg stefnumála Trumps geta haft áhrif á stöðu Íslands og Íslendinga í framtíðinni. 

Eitt af stefnumálum hans í utanríkismálum hefur verið að hann tryggir ekki að Bandaríkin virði samkomulag Nató um að árás á eitt ríki jafngildi árás á öll ríki Nató, en Ísland er aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu.

Trump hótaði í kosningabaráttunni að leggja 45% tolla á innflutning frá Kína. Hann vill endurskoða Nafta, sem er fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Að auki vill hann draga Bandaríkin út úr viðræðum um viðskiptabandalag við Kyrrahafið. 

Með viðskiptahindrunum og einangrunarhyggjunni færir Trump sig frá hefðbundinni stefnu Repúblikanaflokksins um frjáls viðskipti milli landa.

Þá vill hann reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á kostnað Mexíkó. Hann hefur lagt áherslu á nánara samstarf við Rússland og Vladimir Putin.

„America first,“ er slagorð Trumps og hyggst hann draga úr útgjöldum til alþjóðlegrar samvinnu.

Beitir sér gegn aðgerðum í loftslagsmálum

Trump hefur heitið því að stöðva allar greiðslur Bandaríkjanna í verkefni Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsmála. Hann hefur lofað því að „afnema“ Parísarsamkomulagið um sameiginlegar aðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifum. Áður hefur hann kallað kenninguna um hlýnun jarðar fölsun á vegum Kína til að minnka samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 

Þá vill hann minnka hömlur á „háþrýstivökvabrotun“, eða „fracking“, gasframleiðslu sem felur í sér neðanjarðarsprengingar. Auk þess leggur hann áherslu á aukna olíuframleiðslu og minni áherslu á umhverfismál en forveri hans.

Fyrirtækjaskattar lækkaðir

Eitt af helstu stefnumálum Trumps er að lækka alla fyrirtækjaskatta í 15 prósent flatan skatt. Nú er hámarksskattur á fyrirtæki 35 prósent. Þetta yrði því veruleg skattalækkun. Á sama tíma lofar hann gríðarlegri uppbyggingu á innviðum. Hún verður meðal annars fjármögnuð með minni framlögum til alþjóðlegrar samvinnu og umhverfismála.

Reiknað hefur verið út að skattalækkanir Trumps minnki tekjur ríkisins tvöfalt meira en skattabreytingar Reagans og Bush. Tillögur Hillary Clinton í skattamálum voru hins vegar taldar auka skatttekjur töluvert. Clinton hugðist hækka hátekjuskatt úr 39,6 prósent í 43,6 prósent, en Trump vill lækka hann úr 39,6 prósent í 33 prósent og afnema erfðaskatt og eignaskatt.

Á móti kemur að Trump hyggst afnema Obamacare, sem tryggt hefur heilbrigðisþjónustu fyrir tæplega 13 milljónir manna, sem eru án heilbrigðistryggingar. Í staðinn hyggst hann koma á kerfi sem er valkvætt út frá mismunandi ríkjum.

Raunar hefur Trump heitið því að snúa við öllum ákvörðunum Baracks Obama. Að auki er eitt af áherslumálum hans að hreinsa til í Washington, í bandarískum stjórnmálum, „þurrka fenið“ og „minnka spillandi áhrif sérhagsmuna“.

Andvígur fóstureyðingum

Þá eru ónefnd einhver mikilvægustu mannréttindamálin. Donald Trump er andvígur fóstureyðingum. Nú er hann í lykilstöðu til að útnefna níunda dómarann í Hæstarétti Bandaríkjanna, en það var einmitt frægur dómur í máli Roe vs. Wade sem auðveldaði konum að velja fóstureyðingu árið 1973 á grundvelli þess að þær féllu undir einkalíf þeirra. „Lífið er grundvallarréttindi,“ segir Trump. „Alríkisstjórnin á ekki að minnka þennan rétt með því að neita að vernda hann.“

Trump hefur kallað kallað eftir banni á ferðum múslima til Bandaríkjanna og flutning þeirra til landsins. Síðar hefur hann notað óljósara orðalag um fyrirætlanir sínar í innflytjendamálum. Hann hefur bakkað frá fyrirætlunum um að senda alla ólöglega innflytjendur úr landi, og hyggst í stað þess flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi sem eru á sakaskrá, en það eru um 168 þúsund manns. Trump áætlar fjöldann þó tvær milljónir manna, sem bendir til þess að skilgreining hans á sakaferli nái yfir hraðasektir og önnur minniháttar brot.

Trump hefur þá stefnu að auka bæði vígbúnað bandaríska ríkisins og svo getu til njósna. „Friður með styrk,“ er kjarnastefna hans.

Loks leggur Trump sérstaka áherslu á að auka rétt bandarískra borgara til byssueignar og sjálfsvarnar. „Ríkisstjórnin á ekki að skipta sér af því hvers kyns skotvopn gott, heiðarlegt fólk má eiga.“ Hann vill að fólk geti borið skotvopn í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. „Lögreglan vinnur gríðarlegt starf, en hún getur ekki verið alltaf alls staðar.“

Hér má lesa nánar um stefnu Donalds Trump með hans eigin orðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár