Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Svona mun Trump breyta Bandaríkjunum og heiminum

Don­ald Trump ætl­ar að lækka fyr­ir­tækja­skatta veru­lega, af­nema stuðn­ing Banda­ríkj­anna við að­gerð­ir gegn lofts­lags­mál­um, byggja upp her­inn og rýmka regl­ur um byssu­eign og sjálfs­vörn.

Svona mun Trump breyta Bandaríkjunum og heiminum
Donald Trump Varð óvænt forseti Bandaríkjanna. Mynd: Joseph Sohm / Shutterstock

Stefna Donalds Trump, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna, getur breytt heiminum.

Tímabil einangrunarhyggju og harðrar hægristefnu er hafið. Samkvæmt stefnuskrá Trumps mun hann framfylgja íhaldssamri markaðshyggju, lækka skatta verulega, auka framlög til varnarmála, rýmka rétt til byssueignar og sjálfsvarnar, beita sér gegn fóstureyðingum, minnka regluverk í viðskiptum, vinna gegn aðgerðum gegn loftslagsáhrifum og svo hefur hann lofað að auka verulega útgjöld til uppbyggingar innviða.

Ein helsta undirstaðan undir sigri Trumps er talin vera óánægja Bandaríkjamanna, sérstaklega í Miðvesturríkjunum, með alþjóðavæðingu og alþjóðlega samkeppni í viðskiptum sem fylgt hefur tilflutningur starfa milli landa. Stefna Trumps er því einangrunarsinnuð með skattalækkanir og aukin útgjöld í forgrunni, sem óttast er að valdi tjóni í hagkerfinu til langs tíma.

Stefnu Trumps í skattamálum fylgja verulegar skattalækkanir sem eiga sér ekki fordæmi frá tímum Ronalds Reagan. Í forsetatíð Reagan voru innleiddar stórfelldar skattalækkanir, meðal annars lækkun á hátekjuskatti úr 70 prósent í 28 prósent, og á sama tíma jukust skuldir bandaríska ríkisins úr 26 prósent í 41 prósent af þjóðarframleiðslu frá 1980 til 1988. 

Ofurtollar á Kína

Mörg stefnumála Trumps geta haft áhrif á stöðu Íslands og Íslendinga í framtíðinni. 

Eitt af stefnumálum hans í utanríkismálum hefur verið að hann tryggir ekki að Bandaríkin virði samkomulag Nató um að árás á eitt ríki jafngildi árás á öll ríki Nató, en Ísland er aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu.

Trump hótaði í kosningabaráttunni að leggja 45% tolla á innflutning frá Kína. Hann vill endurskoða Nafta, sem er fríverslunarsamningur milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Að auki vill hann draga Bandaríkin út úr viðræðum um viðskiptabandalag við Kyrrahafið. 

Með viðskiptahindrunum og einangrunarhyggjunni færir Trump sig frá hefðbundinni stefnu Repúblikanaflokksins um frjáls viðskipti milli landa.

Þá vill hann reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á kostnað Mexíkó. Hann hefur lagt áherslu á nánara samstarf við Rússland og Vladimir Putin.

„America first,“ er slagorð Trumps og hyggst hann draga úr útgjöldum til alþjóðlegrar samvinnu.

Beitir sér gegn aðgerðum í loftslagsmálum

Trump hefur heitið því að stöðva allar greiðslur Bandaríkjanna í verkefni Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsmála. Hann hefur lofað því að „afnema“ Parísarsamkomulagið um sameiginlegar aðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifum. Áður hefur hann kallað kenninguna um hlýnun jarðar fölsun á vegum Kína til að minnka samkeppnishæfni Bandaríkjanna. 

Þá vill hann minnka hömlur á „háþrýstivökvabrotun“, eða „fracking“, gasframleiðslu sem felur í sér neðanjarðarsprengingar. Auk þess leggur hann áherslu á aukna olíuframleiðslu og minni áherslu á umhverfismál en forveri hans.

Fyrirtækjaskattar lækkaðir

Eitt af helstu stefnumálum Trumps er að lækka alla fyrirtækjaskatta í 15 prósent flatan skatt. Nú er hámarksskattur á fyrirtæki 35 prósent. Þetta yrði því veruleg skattalækkun. Á sama tíma lofar hann gríðarlegri uppbyggingu á innviðum. Hún verður meðal annars fjármögnuð með minni framlögum til alþjóðlegrar samvinnu og umhverfismála.

Reiknað hefur verið út að skattalækkanir Trumps minnki tekjur ríkisins tvöfalt meira en skattabreytingar Reagans og Bush. Tillögur Hillary Clinton í skattamálum voru hins vegar taldar auka skatttekjur töluvert. Clinton hugðist hækka hátekjuskatt úr 39,6 prósent í 43,6 prósent, en Trump vill lækka hann úr 39,6 prósent í 33 prósent og afnema erfðaskatt og eignaskatt.

Á móti kemur að Trump hyggst afnema Obamacare, sem tryggt hefur heilbrigðisþjónustu fyrir tæplega 13 milljónir manna, sem eru án heilbrigðistryggingar. Í staðinn hyggst hann koma á kerfi sem er valkvætt út frá mismunandi ríkjum.

Raunar hefur Trump heitið því að snúa við öllum ákvörðunum Baracks Obama. Að auki er eitt af áherslumálum hans að hreinsa til í Washington, í bandarískum stjórnmálum, „þurrka fenið“ og „minnka spillandi áhrif sérhagsmuna“.

Andvígur fóstureyðingum

Þá eru ónefnd einhver mikilvægustu mannréttindamálin. Donald Trump er andvígur fóstureyðingum. Nú er hann í lykilstöðu til að útnefna níunda dómarann í Hæstarétti Bandaríkjanna, en það var einmitt frægur dómur í máli Roe vs. Wade sem auðveldaði konum að velja fóstureyðingu árið 1973 á grundvelli þess að þær féllu undir einkalíf þeirra. „Lífið er grundvallarréttindi,“ segir Trump. „Alríkisstjórnin á ekki að minnka þennan rétt með því að neita að vernda hann.“

Trump hefur kallað kallað eftir banni á ferðum múslima til Bandaríkjanna og flutning þeirra til landsins. Síðar hefur hann notað óljósara orðalag um fyrirætlanir sínar í innflytjendamálum. Hann hefur bakkað frá fyrirætlunum um að senda alla ólöglega innflytjendur úr landi, og hyggst í stað þess flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi sem eru á sakaskrá, en það eru um 168 þúsund manns. Trump áætlar fjöldann þó tvær milljónir manna, sem bendir til þess að skilgreining hans á sakaferli nái yfir hraðasektir og önnur minniháttar brot.

Trump hefur þá stefnu að auka bæði vígbúnað bandaríska ríkisins og svo getu til njósna. „Friður með styrk,“ er kjarnastefna hans.

Loks leggur Trump sérstaka áherslu á að auka rétt bandarískra borgara til byssueignar og sjálfsvarnar. „Ríkisstjórnin á ekki að skipta sér af því hvers kyns skotvopn gott, heiðarlegt fólk má eiga.“ Hann vill að fólk geti borið skotvopn í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. „Lögreglan vinnur gríðarlegt starf, en hún getur ekki verið alltaf alls staðar.“

Hér má lesa nánar um stefnu Donalds Trump með hans eigin orðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2016

Bergmálið frá Hitler: Er Trump fasisti?
ErlentForsetakosningar í BNA 2016

Berg­mál­ið frá Hitler: Er Trump fas­isti?

Á dög­un­um sagði Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, úr ræðu­stól á Al­þingi að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti væri fas­isti. Óli Björn Kára­son þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins and­mælti því, og nokkr­ir aðr­ir sömu­leið­is. En fleiri hafa velt þessu fyr­ir sér og ekki að­eins hér á landi. Ný­lega birti vef­síð­an Slate við­tal sem blaða­mað­ur­inn Isaac Chot­iner tók við breska sagn­fræð­ing­inn Rich­ard Evans, þar sem ein­mitt var fjall­að um hvort Trump væri á svip­uð­um slóð­um og fas­ist­ar eða nas­ist­ar líkt og Ad­olf Hitler.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár