Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sveinn Andri og Elliði takast á um Illuga

„Ekki vera lúði gæsk­ur,“ seg­ir Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur í rök­ræð­um við Ell­iða Vign­is­son, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, um Ill­uga Gunn­ars­son og Orku Energy mál­ið.

Sveinn Andri og Elliði takast á um Illuga

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fer mikinn á Facebook-síðu Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í dag. Tilefnið er grein Elliða til varnar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra í Orku Energy málinu svokallaða. Elliði segist ekki hafa ætlað að tjá sig um málið en hann hafi síðan ekki staðist mátið. Sveinn Andri segist sömuleiðis ekki standast mátið og bendir Elliða á nokkur atriði sem ekki standast í greininni. 

Fyrsta atriðið sem Sveinn Andri nefnir er fullyrðing Elliða um að Illugi Gunnarsson hafi unnið hjá Orku Energy þegar hann tók sér orlof frá þingmennsku. Sveinn Andri bendir á að fyrirtækið Orka Energy var stofnað einungis mánuði áður en Illugi tók aftur sæti á Alþingi, í byrjun október 2011. Hann hafi þannig verið í vinnu hjá fyrirtækinu í einn mánuð og fékk 5,6 milljónir króna fyrir þann mánuð. Ítarlega var fjallað um þetta atriði á Stundinni í gær.

„Persónulega myndi ég heldur ráða Illuga fyrir 5 milljónir en þig fyrir 500 þúsund,“ svarar Elliði meðal annars. „Þú ert greinilega rökþrota. Þessi rök hefðu hugsanlega hrifið í ræðukeppni hjá JC Vestmannaeyjum. Ekki vera lúði gæskur,“ svarar Sveinn Andri. 

„Persónulega myndi ég heldur ráða Illuga fyrir 5 milljónir en þig fyrir 500 þúsund.“

Forstjóri Marel „smyglaði sér með“

Elliði segir í pistli sínum að í Kínaheimsókninni margumtöluðu hafi meðal annars verið níu manns í svokallaðri „Business delegation“, ýmist fulltrúar frá Marel eða Orku Energy, en bæði fyrirtæki hafi hagsmuna að gæta í Kína. Sveinn Andri bendir aftur á móti á að ferðin hafi ekki verið nein „business delegation“, heldur hafi þetta verið skipulagt í kringum Orku Energy. „Forstjóri Marel frétti af ferðinni og smyglaði sér með,“ skrifar Sveinn Andri. 

Þessari leiðréttingu lætur Elliði ósvarað.

Furðulegur siðferðismælikvarði

Elliði segir lítið hafa farið fyrir yfirlýsingu fréttastofu RÚV þegar fréttastofa baðst afsökunar á því að hafa fullyrt að Illugi hafi fengið lán frá Orku Energy. „Ætli þetta dugi til að leiðrétta skaðann af slíkri fullyrðingu hjá þeirri fréttastofu hér á landi sem nýtur mests traust landsmanna?“ spyr Elliði meðal annars í grein sinni. 

Sveinn Andri vitnar aftur á móti í Illuga Gunnarsson sjálfan sem sagði í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi verið um lán að ræða frá Orku Energy heldur fyrirframgreidd laun. „Ef þú færð fyrirframgreidd laun hjá Vestmannaeyjabæ, þá er það lán til þín frá Vestmannaeyjabæ, sem þú greiðir til baka með vinnuframlagi. Nema það sé búið að reka þig í millitíðinni. Þá þarftu að endurgreiða í peningum.“

„..og ef það gerist þá er það náttúrlega eðlilegast að ég segi af mér sem bæjarstjóri. Ja.. hár (og furðulegur) er þinn siðferðismælikvarði - amk. þegar þú mælir aðra,“ svarar Elliði. 

„Af hverju þarftu að fara í þessa útúrsnúninga og stæla? Er málstaður þinn virkilega ekki betri? Fyrirframgreidd laun eru lán vinnuveitanda til launþega sem eru endurgreidd með vinnuframlagi. Það er einfaldlega staðreynd, en ekki spurning um siðferði, sama hvað þú reynir að svara því með stælum,“ segir Sveinn Andri. 

Maður á ekki að vera með stæla

Í grein sinni segir Elliði það nú svo komið að staðreyndir málsins skipti orðið litlu. Sveinn Andri bendir aftur á móti á að staðreyndir málsins séu hér mjög á reiki, ekki síst vegna þess að Illugi Gunnarsson hefur verið missaga. „Ýmist eru greiðslurnar frá OE fyrirframgreidd laun greidd eftir á eða eftir á laun greidd fyrirfram,“ segir hann. 

Elliði segir rök Sveins Andra pínleg. „Ég held að þú -stjörnulögmaðurinn sjálfur- hljótir að tjalda til einhverju lögbroti til að styðja kröfu um afsögn. Ef ekki þá verð ég fyrir miklum vonbrigðum með þig og sparðatíninginn þinn.“

„Þú mátt alveg skíta mig út eins og þú vilt. En get your facts straight.“

„Ekki pínlegt hjá mér,“ svarar Sveinn Andri. „Bara pínlegt hjá þér að ryðjast á ritvöllinn í þessu máli til stuðnings flokksfélaga þínum, sem er ágætt, en vera svo ekki með staðreyndirnar betur á hreinu. Þú mátt alveg skíta mig út eins og þú vilt. En get your facts straight.“

„Ok, alveg rétt hjá þér. Maður á ekki að vera með stæla. Sorrý aftur,“ segir Elliði

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár