Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sveinn Andri og Elliði takast á um Illuga

„Ekki vera lúði gæsk­ur,“ seg­ir Sveinn Andri Sveins­son lög­mað­ur í rök­ræð­um við Ell­iða Vign­is­son, bæj­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, um Ill­uga Gunn­ars­son og Orku Energy mál­ið.

Sveinn Andri og Elliði takast á um Illuga

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fer mikinn á Facebook-síðu Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Vestmannaeyjum í dag. Tilefnið er grein Elliða til varnar Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra í Orku Energy málinu svokallaða. Elliði segist ekki hafa ætlað að tjá sig um málið en hann hafi síðan ekki staðist mátið. Sveinn Andri segist sömuleiðis ekki standast mátið og bendir Elliða á nokkur atriði sem ekki standast í greininni. 

Fyrsta atriðið sem Sveinn Andri nefnir er fullyrðing Elliða um að Illugi Gunnarsson hafi unnið hjá Orku Energy þegar hann tók sér orlof frá þingmennsku. Sveinn Andri bendir á að fyrirtækið Orka Energy var stofnað einungis mánuði áður en Illugi tók aftur sæti á Alþingi, í byrjun október 2011. Hann hafi þannig verið í vinnu hjá fyrirtækinu í einn mánuð og fékk 5,6 milljónir króna fyrir þann mánuð. Ítarlega var fjallað um þetta atriði á Stundinni í gær.

„Persónulega myndi ég heldur ráða Illuga fyrir 5 milljónir en þig fyrir 500 þúsund,“ svarar Elliði meðal annars. „Þú ert greinilega rökþrota. Þessi rök hefðu hugsanlega hrifið í ræðukeppni hjá JC Vestmannaeyjum. Ekki vera lúði gæskur,“ svarar Sveinn Andri. 

„Persónulega myndi ég heldur ráða Illuga fyrir 5 milljónir en þig fyrir 500 þúsund.“

Forstjóri Marel „smyglaði sér með“

Elliði segir í pistli sínum að í Kínaheimsókninni margumtöluðu hafi meðal annars verið níu manns í svokallaðri „Business delegation“, ýmist fulltrúar frá Marel eða Orku Energy, en bæði fyrirtæki hafi hagsmuna að gæta í Kína. Sveinn Andri bendir aftur á móti á að ferðin hafi ekki verið nein „business delegation“, heldur hafi þetta verið skipulagt í kringum Orku Energy. „Forstjóri Marel frétti af ferðinni og smyglaði sér með,“ skrifar Sveinn Andri. 

Þessari leiðréttingu lætur Elliði ósvarað.

Furðulegur siðferðismælikvarði

Elliði segir lítið hafa farið fyrir yfirlýsingu fréttastofu RÚV þegar fréttastofa baðst afsökunar á því að hafa fullyrt að Illugi hafi fengið lán frá Orku Energy. „Ætli þetta dugi til að leiðrétta skaðann af slíkri fullyrðingu hjá þeirri fréttastofu hér á landi sem nýtur mests traust landsmanna?“ spyr Elliði meðal annars í grein sinni. 

Sveinn Andri vitnar aftur á móti í Illuga Gunnarsson sjálfan sem sagði í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi verið um lán að ræða frá Orku Energy heldur fyrirframgreidd laun. „Ef þú færð fyrirframgreidd laun hjá Vestmannaeyjabæ, þá er það lán til þín frá Vestmannaeyjabæ, sem þú greiðir til baka með vinnuframlagi. Nema það sé búið að reka þig í millitíðinni. Þá þarftu að endurgreiða í peningum.“

„..og ef það gerist þá er það náttúrlega eðlilegast að ég segi af mér sem bæjarstjóri. Ja.. hár (og furðulegur) er þinn siðferðismælikvarði - amk. þegar þú mælir aðra,“ svarar Elliði. 

„Af hverju þarftu að fara í þessa útúrsnúninga og stæla? Er málstaður þinn virkilega ekki betri? Fyrirframgreidd laun eru lán vinnuveitanda til launþega sem eru endurgreidd með vinnuframlagi. Það er einfaldlega staðreynd, en ekki spurning um siðferði, sama hvað þú reynir að svara því með stælum,“ segir Sveinn Andri. 

Maður á ekki að vera með stæla

Í grein sinni segir Elliði það nú svo komið að staðreyndir málsins skipti orðið litlu. Sveinn Andri bendir aftur á móti á að staðreyndir málsins séu hér mjög á reiki, ekki síst vegna þess að Illugi Gunnarsson hefur verið missaga. „Ýmist eru greiðslurnar frá OE fyrirframgreidd laun greidd eftir á eða eftir á laun greidd fyrirfram,“ segir hann. 

Elliði segir rök Sveins Andra pínleg. „Ég held að þú -stjörnulögmaðurinn sjálfur- hljótir að tjalda til einhverju lögbroti til að styðja kröfu um afsögn. Ef ekki þá verð ég fyrir miklum vonbrigðum með þig og sparðatíninginn þinn.“

„Þú mátt alveg skíta mig út eins og þú vilt. En get your facts straight.“

„Ekki pínlegt hjá mér,“ svarar Sveinn Andri. „Bara pínlegt hjá þér að ryðjast á ritvöllinn í þessu máli til stuðnings flokksfélaga þínum, sem er ágætt, en vera svo ekki með staðreyndirnar betur á hreinu. Þú mátt alveg skíta mig út eins og þú vilt. En get your facts straight.“

„Ok, alveg rétt hjá þér. Maður á ekki að vera með stæla. Sorrý aftur,“ segir Elliði

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Illugi Gunnarsson og Orka Energy

Samstarfsmaður íslenska ríkisins notaði þrjú félög í skattaskjólum
Fréttir

Sam­starfs­mað­ur ís­lenska rík­is­ins not­aði þrjú fé­lög í skatta­skjól­um

Hauk­ur Harð­ar­son, fjár­fest­ir og stjórn­ar­formað­ur Orku Energy, átti að minnsta kosti þrjú fé­lög í skatta­skjól­um sem hann not­aði í við­skipt­um sín­um fyr­ir og eft­ir hrun. Stýr­ir fyr­ir­tæki sem á í sam­starfi við ís­lenska rík­ið í orku­mál­um í Kína og hef­ur Hauk­ur nokkr­um sinn­um fund­að með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Ís­lands, vegna orku­mála. Eins­dæmi er að einka­fyr­ir­tæki kom­ist í þá stöðu sem Orka Energy er í í Kína.
Tvö hliðstæð spillingarmál en bara ein athugun á mútubroti
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Tvö hlið­stæð spill­ing­ar­mál en bara ein at­hug­un á mútu­broti

Mál ut­an­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Margot Wallström, og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar eru hlið­stæð að ýmsu leyti. Bæði leigðu íbúð­ir af einkað­il­um af óljós­um ástæð­um. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur brugð­ist við í til­felli Wallström en eng­inn eft­ir­lits­að­ili hef­ur skoð­að mál Ill­uga svo vit­að sé. Af hverju staf­ar þessi mun­ur á milli land­anna?
Illugi gerir undirmenn sína samábyrga
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillIllugi Gunnarsson og Orka Energy

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ill­ugi ger­ir und­ir­menn sína samá­byrga

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra gerði und­ir­menn sína í mennta­mála­ráðu­neyt­inu samá­byrga við skipu­lagn­ingu á op­in­berri heim­sókn til Kína þar sem Orka Energy var í við­skipta­sendi­nefnd hans. Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins vissu ekki um við­skipti Ill­uga og stjórn­ar­for­manns Orku Energy. Einn af und­ir­mönn­um Ill­uga í ráðu­neyti er Ásta Magnús­dótt­ir sem kom að skipu­lagn­ingu ferð­ar­inn­ar til Kína en ómögu­legt hef­ur ver­ið að ná í hana til að spyrja hana spurn­inga um ferð­ina.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár