Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og einn af forvígismönnum íslenska kvótakerfisins, vinnur nú að útreikningum á áhrifum á afnámi á kvóta í mjólkuriðnaði fyrir ótilgreindan verkkaupa sem er stór hagsmunaðili í greininni. Ragnar staðfestir í samtali við Stundina að beiðni um vinnu við síka útreikninga hafi komið til sín. „Þetta mál var nefnt við mig bara fyrir fáum dögum. […] Það er hins vegar engar niðurstöður og engin athugun farið fram eins og er. […] Vonandi verður einhver niðurstaða í þessu einhvern tímann. Ef þetta væri verk þá myndi vera verkkaupi og hann myndi kynna málið.“ Ragnar vill ekki gefa upp hver verkkaupinn er. „Ég held ég fari ekkert að upplýsa það neitt frekar.“ Stærstu einstöku hagsmunaðilar í mjólkuriðnaði á Íslandi eru Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga (KS) sem er stór hluthafi í MS.
Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MS og Auðhumlu, stærsta hluthafa MS, segir að MS komi ekkert að því að kaupa þessa vinnu af Ragnari Árnasyni. Han hafði samband við Stundina sérstaklega til að koma þessu á framfæri. Stundin hefur heimildir fyrir því að verkkaupinn sé Kaupfélag Skagfirðinga.
Athugasemdir