Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stórir hagsmunaðilar í landbúnaði vilja stöðva afnám kvótakerfis í mjólkuriðnaði

For­svars­menn í Fram­sókn­ar­flokkn­um hafa ólík sjón­ar­mið um breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu í mjólk­uriðn­aði. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son hef­ur tal­að fyr­ir breyt­ing­um en Ásmund­ur Ein­ar Daða­son og Guðni Ág­ústs­son gegn. Kerf­ið kost­ar ís­lenska neyt­end­ur átta millj­örð­um krón­um meira á ári en ef mjólk­in væri inn­flutt. Ný­ir bú­vöru­samn­ing­ar eru nú rædd­ir á veg­um land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins og hef­ur Ragn­ar Árna­son hag­fræði­pró­fess­or ver­ið feng­inn til að meta áhrif­in af breyt­ing­un­um á kvóta­kerf­inu.

Stórir hagsmunaðilar í landbúnaði vilja stöðva afnám kvótakerfis í mjólkuriðnaði
Ólík sjónarmið Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur talað fyrir breytingum á kvótakerfinu í mjólkuriðnaði á Íslandi á meðan Ásmundur Einar Daðason, sem sjálfur hefur staðið fyrir uppkaupum á kúabúum ásamt föður sínum, hefur talað gegn slíkum breytingum í óformlegum samtölum. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix (Ásgeir Ásgeirsson)

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og einn af forvígismönnum íslenska kvótakerfisins, vinnur nú að útreikningum á áhrifum á afnámi á kvóta í mjólkuriðnaði fyrir ótilgreindan verkkaupa sem er stór hagsmunaðili í greininni. Ragnar staðfestir í samtali við Stundina að beiðni um vinnu við síka útreikninga hafi komið til sín. „Þetta mál var nefnt við mig bara fyrir fáum dögum. […] Það er hins vegar engar niðurstöður og engin athugun farið fram eins og er. […] Vonandi verður einhver niðurstaða í þessu einhvern tímann. Ef þetta væri verk þá myndi vera verkkaupi og hann myndi kynna málið.“  Ragnar vill ekki gefa upp hver verkkaupinn er. „Ég held ég fari ekkert að upplýsa það neitt frekar.“ Stærstu einstöku hagsmunaðilar í mjólkuriðnaði á Íslandi eru Mjólkursamsalan (MS) og Kaupfélag Skagfirðinga (KS) sem er stór hluthafi í MS.

Egill Sigurðsson, stjórnarformaður MS og Auðhumlu, stærsta hluthafa MS, segir að MS komi ekkert að því að kaupa þessa vinnu af Ragnari Árnasyni. Han hafði samband við Stundina sérstaklega til að koma þessu á framfæri.  Stundin hefur heimildir fyrir því að verkkaupinn sé Kaupfélag Skagfirðinga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Búvörusamningar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár