Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir brotið á réttindum drengsins: „Og við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum“

Ragn­heið­ur Rík­harðs­dótt­ir skor­ar á inn­an­rík­is­ráð­herra að beita sér í máli fimm ára drengs­ins sem á að senda til Nor­egs. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son seg­ir að það væri af nógu að taka ef þing­menn ætl­uðu að „gagn­rýna mann­rétt­inda­brot í Evr­ópu í hvert skipti sem þau eru fram­in“.

Segir brotið á réttindum drengsins: „Og við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum“

Guðlaugur Þór Þórðarson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gerðu mótmælabréf 34 Alþingismanna til pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um skilyrðislaust bann við fóstureyðingum þar í landi að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Eins og Stundin greindi frá í gær skrifaði fjöldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki undir bréfið, meðal annars forseti Alþingis og formenn stjórnarflokkanna beggja. Guðlaugur Þór og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru einnig í þessum hópi, en Guðlaugur situr í stjórn samtakanna AECR fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins ásamt fulltrúa frá Lögum og réttlæti, pólska stjórnarflokknum sem stendur að hinni umdeildu lagasetningu um afnám undanþága frá banni við fóstureyðingum þar í landi. 

„Ef við ætlum hins vegar að gagnrýna mannréttindabrot í Evrópu í hvert skipti sem þau eru framin, þá er af nógu að taka, því miður,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. en hann er oddviti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir þingkosningarnar sem fram fara í lok mánaðar.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi þingsetu, gerði mál 5 ára íslensks drengs að umtalsefni, en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf amma hans að afhenda norsku barnaverndinni hann innan tveggja mánaða. Sagði Ragnheiður að þingmenn töluðu um mannréttindabrot á pólskum konum og mannréttindabrot í Sýrlandi en hún sem móðir og amma gæti ekki sætt við að brotin væru mannréttindi á umræddum dreng.

„Nú er í fréttum, virðulegur forseti – og kann að vera að við sem lesum fréttirnar vitum ekki alla málavexti – en það er hins vegar nokkuð ljóst að akkúrat í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum 5 ára dreng sem ákveðið hefur verið að senda til norskrar barnaverndarnefndar vegna þess að móðir hans, ung kona, átti við áfengisvandamál að stríða meðan hún bjó í Noregi.

Hún hóf meðferð og þegar ljóst var að taka ætti af henni barnið ákvað hún að koma til Íslands. Hún hefur haldið áfram sinni meðferð, hún hefur verið edrú, hún er virkur alkohólisti en hún hefur verið edrú í langan tíma, hún á hér fjölskyldu, en af því að hún var svipt forræði yfir drengnum sínum í Noregi – faðirinn býr í Danmörku og hefur engin afskipti af – þá á núna að taka þennan fimm ára dreng og flytja hann til Noregs, koma honum fyrir á fósturheimili á meðan að fjölskyldan hans hér á Íslandi og móðir hans eru að taka á sínum málum og vinna í því sem að henni snýr,“ sagði Ragnheiður og bætti við:

„Þetta þýðir að þessi 5 ára drengur verður í 14 ár á fósturheimili í Noregi. Móðir hans fær að hitta hann tvisvar á ári undir eftirliti. Og við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti, fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli 5 ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi og komið í fóstur í Noregi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár