Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir brotið á réttindum drengsins: „Og við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum“

Ragn­heið­ur Rík­harðs­dótt­ir skor­ar á inn­an­rík­is­ráð­herra að beita sér í máli fimm ára drengs­ins sem á að senda til Nor­egs. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son seg­ir að það væri af nógu að taka ef þing­menn ætl­uðu að „gagn­rýna mann­rétt­inda­brot í Evr­ópu í hvert skipti sem þau eru fram­in“.

Segir brotið á réttindum drengsins: „Og við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum“

Guðlaugur Þór Þórðarson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gerðu mótmælabréf 34 Alþingismanna til pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um skilyrðislaust bann við fóstureyðingum þar í landi að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Eins og Stundin greindi frá í gær skrifaði fjöldi þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki undir bréfið, meðal annars forseti Alþingis og formenn stjórnarflokkanna beggja. Guðlaugur Þór og Ragnheiður Ríkharðsdóttir voru einnig í þessum hópi, en Guðlaugur situr í stjórn samtakanna AECR fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins ásamt fulltrúa frá Lögum og réttlæti, pólska stjórnarflokknum sem stendur að hinni umdeildu lagasetningu um afnám undanþága frá banni við fóstureyðingum þar í landi. 

„Ef við ætlum hins vegar að gagnrýna mannréttindabrot í Evrópu í hvert skipti sem þau eru framin, þá er af nógu að taka, því miður,“ sagði Guðlaugur Þór á Alþingi í dag. en hann er oddviti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir þingkosningarnar sem fram fara í lok mánaðar.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi þingsetu, gerði mál 5 ára íslensks drengs að umtalsefni, en samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þarf amma hans að afhenda norsku barnaverndinni hann innan tveggja mánaða. Sagði Ragnheiður að þingmenn töluðu um mannréttindabrot á pólskum konum og mannréttindabrot í Sýrlandi en hún sem móðir og amma gæti ekki sætt við að brotin væru mannréttindi á umræddum dreng.

„Nú er í fréttum, virðulegur forseti – og kann að vera að við sem lesum fréttirnar vitum ekki alla málavexti – en það er hins vegar nokkuð ljóst að akkúrat í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum 5 ára dreng sem ákveðið hefur verið að senda til norskrar barnaverndarnefndar vegna þess að móðir hans, ung kona, átti við áfengisvandamál að stríða meðan hún bjó í Noregi.

Hún hóf meðferð og þegar ljóst var að taka ætti af henni barnið ákvað hún að koma til Íslands. Hún hefur haldið áfram sinni meðferð, hún hefur verið edrú, hún er virkur alkohólisti en hún hefur verið edrú í langan tíma, hún á hér fjölskyldu, en af því að hún var svipt forræði yfir drengnum sínum í Noregi – faðirinn býr í Danmörku og hefur engin afskipti af – þá á núna að taka þennan fimm ára dreng og flytja hann til Noregs, koma honum fyrir á fósturheimili á meðan að fjölskyldan hans hér á Íslandi og móðir hans eru að taka á sínum málum og vinna í því sem að henni snýr,“ sagði Ragnheiður og bætti við:

„Þetta þýðir að þessi 5 ára drengur verður í 14 ár á fósturheimili í Noregi. Móðir hans fær að hitta hann tvisvar á ári undir eftirliti. Og við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti, fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli 5 ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi og komið í fóstur í Noregi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár